Umsókn Íslands um evru-stórslys

Ísland getur engin áhrif haft á hvort evru-samstarf 17 ríkja af 27 í Evrópusambandinu hrynur eða verður bjargað með miðstýrðri Stór-Evrópu. Síðasti björgunarpakki til Grikkja lítur svona út, samkvæmt Telegraph

Under the new plan, Greece is forecast to reach a debt to GDP ratio of 175pc in 2016, shrinking to 124 pc in 2020. In a decision that may return to haunt the EU and IMF, the eurozone has agreed to be responsible for a Greek debt to GDP ratio to be "substantially lower than 110pc" in 2022.

Tíu ára björgunaráætlun fyrir Grikkland er ávísun á áratug hörmunga og eymd, bæði í Grikklandi og almennt í Suður-Evrópu. Svokölluð ,,björgun Grikkja" gefur tóninn um það hvernig ESB ætlar að taka á málum Spánverja, Portúgala og Ítala.

Á næsta ári falla á gjalddaga lán sem Evrópusambandið hefur tekið til að stemma stigu við kreppunni. Aðalhagfræðingur Alþjóðabankans segir afborgun lánanna verða hagkerfi sambandsins þung í skauti.

Það er sama hvort horft sé til meðallangs tíma, þrjú til fimm ár, eða til áratugs þá eru horfurnar í Evrópusambandin vægast sagt tvísýnar. Ef tekst að afstýra stórslysi verður hægt að tala um kraftaverk.

Núna þegar íslensk stjórnvöld hafa sagt upphátt hversu alvarlegar afleiðingar uppbrot evrunnar munu hafa fyrir Ísland verður enn fáránlegra að við skulum eiga í Brussel umsókn um að taka þátt í fyrirsjáanlegum hörmungum.

 

 


mbl.is Þriggja ára samdráttarskeið á Íslandi við uppbrot evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Málið er meira en stórslys. Þetta var Landráð samkvæmt stjórnarskrá og kafla X hegningarlaganna um Landráð. Þingsályktunin var bara ályktun að fela ríkisstjórn að kanna umsóknarmöguleika en Umsóknir sjálf var stjórnarerindi sem þurfti að höndla samkvæmt lögum og ef hún stóðst lög þá fyrst gat Forseti Íslands skrifað undir ef honum sýndist svo eða látið málið fara fyrir fólkið. Ég skil ekki af hverju engin góður blaðamaður skrifi ekki um þetta að einhverri alvöru. 

Valdimar Samúelsson, 27.11.2012 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband