Evru-kreppan varanleg og Össur þegir

Fimm ár í lok evru-kreppu, segir Angela Merkel kanslari Þýskalands. Evrópusambandið mun á þeim tíma breytast í grundvallaratriðum. Áður en gjaldmiðlakreppan syngur sitt síðasta munu stærri lönd sambandsins taka dýfu niður á við. Spánn er við dyrastaf björgunarsjóðsins, Ítalía er þar fyrir aftan og horfurnar í Frakklandi eru dökkar.

Bretar eru á leiðinni út úr Evrópusambandinu. Bresk stjórnvöld verða jafnt og þétt að auka ágreininginn við Evrópusambandið til að vera í takt við pólitíska sannfæringu almennings sem verður æ andsnúnari ESB.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra taldi evru-kreppuna líða hjá á nokkrum vikum eða mánuðum og allt yrði óbreytt þegar kreppan væri yfirstaðin. Össur þegir núna mest og sendir samfylkingarstrákana í utanríkisráðuneytinu út um þorpagrundir að útlista hversu fjarska vel gangi að semja við Evrópusambandið.

Enginn veit hvers konar Evrópusamband tekur við því sem núna er að liðast í sundur. Ekki einu sinni Angela Merkel. Menn þurfa að vera verulega dómgreindarskertir að vilja inn í Evrópusambandið nú um stundir.


mbl.is Merkel: Fimm ár í lok skuldakreppunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband