Hundaæði frá ESB í boði Samfylkingar

Landfræðileg staða Íslands er eyja úti á Norður-Atlantshafi. Þeirri staðsetningu fylgja m.a. þeir kostir að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af ýmsum landlægum búfjársjúkdómum og öðrum sjúkdómum sem þrífast í dýrum en skreppa stundum í menn, - t.d. hundaæði.

Ef ekki væri fyrir Samfylkinguna þyrftu Íslendingar ekki að hafa áhyggjur af dýrasjúkdómum er grassera erlendis. Við höfum varnir: lifandi dýr skulu ekki flutt til landsins nema undir sérstökum ströngum skilyrðum.

Samfylkingin vill afnema varnir Íslands gegn dýrasjúkdómum. Í Bændablaðinu er sagt frá þjösnagangi ráðuneytis Össurar sem vill aflétta öllum hömlum á innflutning lifandi dýra til að auðvelda aðlögun Íslands að Evrópusambandinu. Hér er tilvitnun í Bændablaðið

,,Ísland hefur fylgt ströngum takmörkunum á innflutningi lifandi dýra og hráu ófrosnu kjöti. Jafnframt hafa verið hafðar uppi varnir gegn plöntusjúkdómum vegna viðkvæmrar flóru landsins. Þetta er gert til að vernda heilsu manna og dýra og er algjörlega óumdeild og nauðsynleg ráðstöfun. Þá bregður svo við að ekki má setja í samningsafstöðu Íslands afdráttarlausan texta um að slík opnun sé ekki umsemjanleg af okkar hálfu. Með fullri virðingu fyrir hinum ýmsu vottorðum kemur ekkert í staðinn fyrir slíka varúð þegar verjast þarf innflutningi sjúkdóma eins og til dæmis hundaæðis eða gin- og klaufaveiki."

 

Er Samfylkingunni ekki sjálfrátt?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Samfylkingin er of ung til þess að muna eftir innflutningi á karakúl-hrútunum í den og sauðfjármæðiveikinni sem fylgdi þeim.  "Rúlluhliðin" góðu eru þannig til komin, ef einhver skyldi ekki muna lengur.

Að öðru leyti virðist svo sem að bræðralag ESB krefjist þess að allir þjáist jafnt.  Á sumum sviðum allavega.  Það er sjónarmið í sjálfu sér...

Kolbrún Hilmars, 1.11.2012 kl. 15:27

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta verður að stoppa, hvert mannsbarn ætti að sjá að hér er stórslys á ferðinni.  Erlendis er mikið af dýrum m.a. svín meira og minna sprautuð með sýklalyfjum sem við erum laus við.  Allskonar sjúkdómar m.a. höfum við lent illa í hrossasjúkdómum með innflutningi reiðtygja.  Hingað og ekki lengra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.11.2012 kl. 15:32

3 identicon

Kannski má líka minna á kúariðu, sem er talin hafa borizt til Danmerkur með fóðurbæti frá Þýzkalandi, sem var löglega innfluttur og sjálfsagt vottaður í bak og fyrir samkvæmt ESB-tilskipunum.

Sigurður (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 16:00

4 identicon

Æji hvað það er nú gott að allir séu sammála Palla um að allt vont komi frá ESB....þið eruð frábær.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 1.11.2012 kl. 16:11

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nú jæja. Andsinnar komnir með hundaæði. það skýrir margt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.11.2012 kl. 16:34

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Kannski batnar Samfylkingin með því að Gnarristar sameinist henni og þier fari að gelta saman?

Halldór Jónsson, 1.11.2012 kl. 17:02

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já Ómar Bjarki, við erum með æði og vonandi varar Evrópa sig á því.  Ef ekki þá drepst Evrópa.

Hrólfur Þ Hraundal, 1.11.2012 kl. 17:06

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Djöfulgangur Össurar verður mætt með hörku, hversu ákaft sem hann vill í þessum dýrasameiningar málum til að auðvelda ,aðlögun,. Við gætum í besta falli liðkað fyrir þörf þeirra og sent þeim refasæði til undaneldis á “Skoffínum” við hæfi þeirra. Er Samfylkingin ekki enn búin að gera sér grein fyrir hve við erum hörð á því mikill meirihluti Íslendinga,að vilja alls ekki í Evrópusambandið.

Helga Kristjánsdóttir, 1.11.2012 kl. 18:29

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Dj-gangi..

Helga Kristjánsdóttir, 1.11.2012 kl. 18:31

10 identicon

Hugulsemi ESB liðsins gagnvart íslenskum landbúnaði er náttúrulega viðbrugðið. Svandís Svavarsdóttir boðar að ekki nokkur rolla gangi laus um landið, vill sumsé banna lausagöngu fjár.

Og hvaða máli skipta nokkrir sjúkdómar til eða frá, þegar rollufjöldi landsins miðast við þá tauma sem hver bóndi getur haldið í.

Verður aldeilis frábært að sjá bændur landsins tölta með þær Flekku og Hyrnu á fjöll, snemma morguns, og niður aftur þegar kvölda tekur.

Hilmar (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 00:28

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú og við fáum þetta sama ullarbragð og er af kindum í öðrum löndum og þurfum ekki að grobba okkur af besta lambakjöti í heimi, sannarlega dásemd.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2012 kl. 02:41

12 identicon

Svo má ekki gleyma því, að fjárkláði, riða, garnaveiki og hrossasóttin um árið bárust frá löndum Evrópusambandsins. Það væri ekki úr vegi að leggja reikninginn á borðið í samningaviðræðum við kláðakarlana í Brussel.

Sigurður (IP-tala skráð) 2.11.2012 kl. 02:47

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvort ég man, meira að segja eftir lyktinni þegar afi var að baða kindurnar upp úr lísoli eða hvað þessi vibbi hét með fjárkláðan.  Já einmitt leggjum þetta bara allt upp á borðið við þessa fjandans kláðakarla.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2012 kl. 02:49

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gin og klaufaveiki er þarna líka á disknum....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.11.2012 kl. 02:50

15 Smámynd: Elle_

Ætli Jóhanna og Össur og meðklapparar eins og Ási og Ómar Kr. hætti ekki bara þessu brölti þegar kemur að að leiða þau á fjöll daglega og aftur niður? 

Elle_, 2.11.2012 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband