ESB-andstaðan harðnar

Evrópusambandið vex að óvinsældum í réttu hlutfalli við flóttahraða sambandsins frá veruleikanum. Fyrr í dag var í breskum fjölmiðlum fjallað um stjarnfræðilegar opinberar skuldir Grikkja, 190 prósent af landsframleiðslu. Sá sem trúir því að Girkkir muni borga þessar skuldir trúir á jólasveina í júlí.

Á meðan Grikkland brennur og allar ríkisstjórnir Vesturlanda skera niður ríkisútgjöld heimta embættismennirnir í Brussel að fjárlög sambandsins hækki. Brussel er jafn ónæmt fyrir veruleikanum og lýðræðinu.

Forsætisráðherra Breta fær þau skilaboð frá þinginu að Bretland er búið að fá nóg af Brussel-valdinu sem kann hvorki skil á lýðræði né opinberum fjármálum.

Á Íslandi kemur æ betur í ljós hvers vegna Samfylkingin er forhertur ESB-flokkur: lýðræðiskennd flokksins miðast við leikhúslýðræðið sem birtist í farsanum um stjórnarskrá lýðveldisins og flokkurinn er með vottorð frá fyrsta formanni sínum, Össuri Skarphéðinssyni, að þekkja hvorki haus né sporð á efnahagsmálum.

 


mbl.is Cameron tapaði í þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband