Þjóðkirkjumeirihutinn og fullveldið

Þjóðin styður óbreytta stjórnarskrá og hafnar tilburðum til að grafa undan stjórnskipun lýðveldisins. Eina spurningin í skoðanakönnun vinstristjórnarinnar, sem komst nálægt því að vera ótvíræð, laut að því hvort þjóðkirkjan ætti að eiga sér sess í stjórnarskrá okkar. Þjóðin tók núverandi stjórnarskrá fram yfir tillögur stjórnlagaráðs.

Afgerandi meirihluti þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni vilja þjóðkirkjuna áfram í stjórnarskránni. Það er í samræmi við núgildandi stjórnarskrá en ekki þau drög að stjórnarskrá sem stjórnlagaráð býður upp á.

Vinstristjórnin heyktist á því að spyrja þjóðina um afstöðu hennar til fullveldisákvæða stjórnarskrár okkar. Ekki er nokkur einasta spurning að þjóðkirkjumeirihlutinn hefði stutt fullveldið og varið það atlögu vinstriflokkanna.

 


mbl.is Kirkjan kveikti í sínu fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þjóðin styður óbreytta stjórnarskrá og hafnar tilburðum til að grafa undan stjórnskipun lýðveldisins."

Ha? Eru tillögur stjórnlagaráðs um óbreytta stjórnarskrá? Hvað með náttúruauðlindaákvæðið og persónukjörið? Líka hluti af núverandi stjórnarskrá?

Hvaða endemis vitleysa er þetta eiginlega maður?

Ha? (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 20:17

2 identicon

Það á ekki að reyna að lesa neitt í þessa niðurstöðu. Hún er merkingarlaus.

Í fyrsta lagi: Vegna þess að þeir sem á annað borð kusu styðja nýja stjórnarskrá "á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs" en um leið þjóðkirkjuákvæði sem ekki er að finna í þeim tillögum. Þeir sem kusu eru því ekki að styðja tillögurnar efnislega óbreyttar og engin leið að vita hvaða stuðning greinarnar 109 sem ekki var kosið um hafa meðal þátttakenda. Var það bara auðlindaákvæðið og persónukjörið fólkið vildi eða vill það endilega innleiða mannréttindi fyrir geitunga og marglyttur og stjórnarskrárbundinn rétt manna  til heilsu?

Í öðru lagi: Vegna þess að kosið var um tillögur sem ekki er búið að fullmóta og það eitt þýðir að erfitt er að vita hvað hver og einn meinti með atkvæði sínu.

Og í þriðja lagi: Vegna þess að valkostirnir voru ófullnægjandi. Það var ekki boðið upp á að kjósa um stjórnarskrárskipti sem slík og raunar var forsætisráðherra búin að gefa það út að hún ætlaði að reyna að breyta stjórnarskránni sama hvernig kosningarnar færu.

Næst lélegasta kosningaþátttaka í sögu lýðveldisins er svo bæði afleiðng af ágöllum kosninganna og ágalli í sjálfu sér.

Það eina sem við vitum er að 70 þ. manns (svona u.þ.b sami fjöldi og styður ríkisstjórnarflokkana) hugnast orðalagið "ný stjórnarskrá á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs" en við höfum enga skýrari hugmynd um hvað það merkir.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 20:26

3 identicon

Aumt er að sjá hvað þið eruð ráðalausir í röksemdarfærslum ykkar gegn venjulegulegum íslendingum !

Hvaða hagsmunir eru það sem þið hafið af því að venjulegur íslendingur geti haft áhrif ?

Bara peningar eða eitthvað annað?

JR (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 20:38

4 identicon

Það þykjast allir eiga þessi atkvæði sem heima sátu

" Í hópi þeirra sem ekki mættu hafi kannski verið margir sem vilji aðskilnað en hafi ekki mætt á kjörstað"

Held að þetta sé þveröfugt og þeir sem ekki mættu séu allir í þjóðkirkjunni.

Grímur (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 20:46

5 identicon

Hvað með þá hugmynd mína að sjallarnir fari með niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strasbourg.

Baldur Innherji er farinn til Strasbourg, Hárkollu-Geir er að pakka og síðan gæti Vafningurinn slegist í hópinn.

Allt er þegar þrennt er. Bara tillaga sko.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 20:53

6 identicon

Af skrifum þínum í gegnum tíðina get ég hæglega fullyrt að þú sért ekki vitlaus Páll, en þetta er einhver mesta vitleysa sem ég hef lesið.

Rúnar (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 23:21

7 identicon

ég mætti ekki á kjörstað af ástæðum sem ég er ekki að tíunda hér, ég er samt ekki þjóðkyrkjusinni og hefði kosið geggn því - Grímur og ég er hedur ekki einn af þessum risastóra hópi (að því er virðist) sem hefði kosið gegn þessari tillögu að stjórnaskránni. Hvers veggna mætti þetta fólk ekki á kjörstað og tryggði það að fella þessa tillögu? ég held að þetta sé fólkið

1 það eru ALLTAF einhverjir sem fara aldrei á kjörstað

2 Sumir fara og kjósa bara til alþyngiskosningar

3 eihverjir komust ekki af einhverjum orsökum, það gerist alltaf í öllum kostningum

4 einhverjir höfðu örugglega ekki áhuga

5 sumir voru óvissir og hafa ákveðið að láta aðra velja fyrir sig

að seigja svo að þeir sem heima sátu voru akkúrat athvæðin sem vantaði hér og þar er bara bull og þá er þetta fólk sem ekki kaus ekki þeir ábyrgðarfullu einstaklingar sem við viljum hengja okkur á, svo þeir sem kusu eru þau athvæðinn sem gilda punktur og basta 

Siggi (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 23:54

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mér finnast þessi pistill alveg í samræmi við vitleysiskrif sem koma fram hér ítrekað á þessari síðu. Allt í þessum stíl. Einher vitleysa bara. Blint ofstæki, öfgar og vitleysisbull.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.10.2012 kl. 00:42

9 identicon

25% landsmanna kusu að hafa þetta ákvæði um þjóðkirkjuna, mér finnst það ótrúlegt, kom mér rosalega á óvart, ég greinilega geng í vitlausum hópum.

Kristófer (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 06:27

10 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta kemur ekkert á óvart. Hinn þögli meirihluti hefur talað.

Guðmundur St Ragnarsson, 22.10.2012 kl. 09:11

11 Smámynd: Reputo

Hinn þögli meirihluti talaði einmitt ekki, því niðurstaðan er ekki í takt við neinar skoðanakannanir undanfarna áratugi. Ég held að síðuritari hafi ekki séð síðustu tölur úr kosningunum, en málflutningur hans er svosem lýsandi fyrir ofstækið úr ranni ríkiskirkjusinna í gegnum tíðina. Páll er löngu búinn að dæma sig úr umræðunni með níðskirfum sínum gagnvart fólki með aðrar lífsskoðanir en hann sjálfur. Nú sprettur kristilega siðgæðið upp aftur með upphrópunum og afbökunum og almennu skilningsleysi á kosningunum.

Reputo, 22.10.2012 kl. 09:45

12 identicon

Sammála Páll.

Þessar kosningar voru auðvitað aumar og hálf marklausar.  Það á ekki að hrófla við þessu, tímaeyðsla og peningasóun.  Vinstri ó stjórnin er að færa athyglina frá getuleysi sínum í öllum öðrum málum með þessari kosningu.  Hreint skammarlegt að við látum þetta yfir okkur ganga.  Kaus ekki að þessu sinni enda við hjónin í siglingu en veit ekki hvort við hefðum mætt, efa það.

Annars eru þessi samtök, Vantrú ógeðfelld.

Baldur (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 10:06

13 Smámynd: Reputo

Þú vilt kannski koma með einhver rök máli þínu til stuðnings Baldur varðandi Vantrú, eða getur maður bara kastað skít á vegginn og vonað að hann haldi. Hefurðu einhverntímann farið inn á Vantru.is?

Reputo, 22.10.2012 kl. 12:56

14 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þetta er það sem hinn þögli meirihluti hefur um málið að segja:

...

...

...

...

...

...

Skeggi Skaftason, 22.10.2012 kl. 13:12

15 identicon

Ertu hérna að segja Páll að þeir 66,3% sem kusu og sögðu já við fyrstu spurningunni séu ekki þjóðin?  Er þetta Ingibjörg Sólrún- style?  Og óneitanlega merkilegt að segja að þjóðin styðji óbreytta stjórnarskrá á sama tíma og þú segir að "afgerandi meirihluti þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni" skuli vilja hafa þjóðkirkjuna áfram í stjórnarskrá, eða um 57% kjósenda, sem er áberandi minnsta já-ið af öllum spurningunum.  Af hverju segirðu ekki á sama tíma að "afgerandi meirhluti þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni" hafi sagt já við t.d. fyrstu eða annarri spurningunni?

Merkileg túlkun!

Skúli (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 18:11

16 identicon

Ef þú kýst að túlka þetta eins og þú gerir Páll þá er alveg hægt að segja að "þjóðin" vilji ekki hafa þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá, af því að minnihluti kosningabærra manna sagði já við þeirri spurningu eins og öllum hinum af því að allir þeir sem sátu heima, sem voru um helmingur kjósenda, gætu verið á móti þessu.  Það er alveg jafn asnalegt.  Meirihluti þeirra sem kaus sagði já og það stendur.  En þú veist að færri sögðu já við spurningunni um kirkjuna heldur en við 1. spurningunni, ekki gleyma því!

Skúli (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband