Ónýtir verkalýðsforingjar versti óvinurinn

Ónýtir verkalýðsforingjar sem um áratugi gerðu innistæðulausa kjarasamninga eru versti óvinur almennings. Innistæðulausir kjarasamningar eru ávísun á verðbólgu.

Guðmundur Gunnarsson og fyrirrennarar hans meðal verkalýðsrekenda eru höfupaurar verðbólgusamninga sem eyddu verðmæti krónunnar.

Guðmundur og félagar eru ekki nógu miklir menn til að viðurkenna mistök sín og biðjast afsökunar á framferði sínum á umliðnum árum.

Nei, Guðmundur og ASÍ-liðið vill fara grísku leiðina; ganga inn í Evrópusambandið og taka upp evru til að rústa íslensku samfélagi endanlega. Eða hvort er betra að vera launþegi á Íslandi eða Grikklandi, Spáni, Portúgal og Írlandi þar sem atvinnuleysi frá 15 prósentum og upp í 30 prósent?


mbl.is Krónan mesti óvinur launamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort er betra að vera launþegi á Íslandi eða Grikklandi, Spáni, Portúgal og Írlandi þar sem atvinnuleysi frá 15 prósentum og upp í 30 prósent?

Ef miðað er við venjulegan launamann og venjulegan atvinnuleysisbótaþega með hin hefðbundnu lán heimila og útgjöld og jafna stöðu fyrir hrun þá er núna betra að vera launþegi eða atvinnuleysisbótaþegi á Grikklandi, Spáni, Portúgal og Írlandi en Íslandi. Kjaraskerðingar, skerðingar á bótum, hækkanir á lánum og verðbólga hefur verið minni á Grikklandi, Spáni, Portúgal og Írlandi en Íslandi. Lífsgæði á Grikklandi, Spáni, Portúgal og Írlandi hafa ekki rýrnað eins mikið og á Íslandi og til dæmis er Írland nú komið uppfyrir okkur í lífsgæðavísitölunni.

sigkja (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 10:51

2 Smámynd: Gísli Gíslason

Á Grikklandi, Spáni, Portúgal og Írland hefur ekki orðið stökkbreyting á lánum eins og hefur orðið hér á Íslandi. Þannig stendur örugglega almenningur betur þar en hjá okkur þ.e. þeir sem hafa atvinnu.

Munur á Íslandi og þessum löndum er að þegar kreppan kom hingað þá var hið opinbera nánast skuldlaust og gat endurreist bankana á meðan hið opinbera í þessum löndum gat lítið gert vegna sinna skulda, sem urðu til við umframeyðslu en ekki vegna þess að lödnin nota Evru. Það má skoðast sem mikið hrós fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins að hið opinbera var nánast skuldlaust árið 2008. Nokkuð sem mætti halda á lofti.

Því miður er áróðurinn fyrir krónunni genginn úr hófi og fer þar fremst draugagangur úr Hádegismóum. Staðreyndirnar tala sínu máli. Krónan hefur verið og verður ónýtur gjaldmiðill.

Gísli Gíslason, 9.10.2012 kl. 11:00

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

,,...þeir sem hafa vinnu," er lykilsetning. Þeir sem vilja taka upp evru láta aldrei svo lítið að útskýra að með annarri mynt myndi atvinnuleysi aukast. Það hefur verið þjóðarsátt á Íslandi að halda atvinnuleysi í lágmarki og sú þjóðarsátt hélst þrátt fyrir hrun. Ef menn vilja varpa henni fyrir róða er rétt að segja það upphátt.

Páll Vilhjálmsson, 9.10.2012 kl. 11:16

4 identicon

Óráðssía, stjórnleysi, getuleysi og HEIMSKA er höfuð óvinur launamanna, ekki krónan. Eitt sinn var til stofnun sem hét Verðlagsstofnun. Þessi stofnun var óvirk frá fyrsta degi vegn klíku, frændskapar og spillingar. Heidsalar hækkuðu álagningu eftir egin geðþótta og eftirlitslaust og verslanirnar fylgdu á eftir. Þetta hefur alltaf verið svona. Þetta er stjórnlaus siðspillingarþjóð og engin hefur áhuga á að sporna við því.

Allir vilja skara eld að sinni köku.

Saga: Þegar konan kom heim úr heimsókn í Hollandi segir hún - Merkilegt, það er sama kílóverð á kartöflunum í Hollandi eins og fyrir fjórum árum, þegar ég var þar! Þetta þykir sjálfsagt í öllum HEILBRYGGÐUM samfélögum.

Það er skrítið "mentalitetið" hjá íslendingum.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 11:23

5 identicon

Þeir sem vilja ekki taka upp evru láta aldrei svo lítið að útskýra hvers vegna atvinnuleysi mundi aukast. Þeir benda ætíð a verst settu ríkin eins og það sé sjálfgefið að við yrðum í þeim hópi. Það má vel færa fyrir því rök að með stöðugri gjaldmiðli þar sem hægt er að gera langtíma áætlanir sem standast og býður uppá lægra vaxtastig yrðu fyrirtækin betur í stakk búin til að ráða fólk, halda því og greiða hærri laun en að ráða eins fáa og hægt er og vera ætíð í startholunum að þurfa að segja fólki upp vegna óvæntra gengisbreytinga, slæmrar samningaaðstöðu og skertrar samkeppnishæfni.

Það eru fleiri en ein leið til að koma í veg fyrir atvinnuleysi.

sigkja (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 11:42

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þess vegna stendur almenningur betur þar, eruð þið ekki að grinast, spánverjar settu lása á ruslatunnurnar hjá sér því fólk var að róta í þeim í matarleit.  Ég er alvarlega farin að efast um andlegt heilbrigði hluta þjóðarinnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.10.2012 kl. 11:47

7 identicon

Það er merkilegt hvernig evrusinnar virðast aðeins vilja/geta hugsað aðra hliðina á málinu.

Á Íslandi hafa fasteignalán vissulega hækkað vegna verðtryggingar og raunvirði launa rýrnað. Afleiðingin er að eiginfjárstaða versnar og kjör rýrna.

Á Írlandi hafa fasteignalánin vissulega ekki hækkað en fasteignaverð hrapað. Tekjur hafa dregist saman vegna atvinnumissis eða beinna launalækkana. Afleiðingin er verri eiginfjárstaða og rýrari kjör, alveg eins og hérna (um 22% fasteignalána í vanskilum). Munurinn er að Írar hafa í þokkabót fengið yfir sig 2-3 meira atvinnuleysi og niðurskurð á opinberri þjónustu og eiga erfiðara með að komast aftur á siglingu.

Annars jaðrar það við geðveiki að láta sér detta í hug að það sé betra að búa í Grikklandi eða á Spáni þessa dagana.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 11:55

8 identicon

Það er náttúrulega afskaplega háskalegt, þegar menn geta ekki gert greinarmun á gjaldmiðli og vísitölubindingu.

Það þyrfti eiginlega að setja þau skilyrði fyrir umræðu á netinu, að menn hefðu grunnatriðin á hreinu, áður en þeir fara að tala út um afturendann á sér, eins og Gísli Gíslason og SigKja.

Svona fábjánagangur að kenna krónunni um lánskjaravísitölu er náttúrulega alveg gaga.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 12:01

9 identicon

Rétt Hans, fasteignaverð á Íraldni hefur hrunið um 50-60%, og því spáð að það haldi eitthvað áfram.

Lánin haldast hinsvegar þau sömu.

Það er því ekkert óalgengt, að Íri skuldi 300.000 evrur í 150.000 evra húsi.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 12:03

10 identicon

Það er náttúrulega afskaplega háskalegt, þegar menn sjá enga tengingu milli gjaldmiðils og vísitölu.

Það þyrfti eiginlega að setja þau skilyrði fyrir umræðu á netinu, að menn hefðu grunnatriðin á hreinu, áður en þeir fara að tala út um afturendann á sér, eins og Hilmar.

Svona fábjánagangur að halda því fram að lánskjaravísitalan sveiflist til óháð verðgildi gjaldmiðilsins er náttúrulega alveg gaga.

sigkja (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 12:09

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Fínt að vera launþegi í evru og ESB landinu Austurríki þar sem er minna atvinnuleysi en á Íslandi

Sleggjan og Hvellurinn, 9.10.2012 kl. 12:18

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Evran þýðir MINNA atvinnuleysi..... það er nú bara þannig.

Galdurinn er að taka hana á réttu gengi... t.d 150kr

Sleggjan og Hvellurinn, 9.10.2012 kl. 12:24

13 identicon

Ónýtir blaðamenn eru hálfu verri. Sjáið þennan pistil frá Jóni Trausta. Af hverju minnist hann ekki á Jóhönnu og Steingrím sem ætluðu að troða Icesave ofan í kok á þjóðinni. Hverra erinda gengur þessi maður?

http://www.dv.is/leidari/2012/10/8/islenska-tebodid/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 12:24

14 identicon

Sleggjuhvellur: Evran er fín ef menn halda vel á sínum málum, sbr. Austurríki. Sjálfstæður gjaldmiðill er það líka að sama skilyrði uppfylltu, sbr. Sviss.

Flest bendir hinsvegar til þess að ef menn á annað borð koma sér í klandur þá sé auðveldara og sársaukaminna fyrir almenning að vinna úr því með sjálfstæðan gjaldmiðil.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 12:31

15 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það virðast EKKI VERA NEIN TAKMÖRK FYRIR VITLEYSUNNI OG ÞVÆLUNNI, sem Sleggjan og Hvellurinn lætur frá sér fara og svo virðist hann gjörsamlega raunveruleikafirrtur.

Jóhann Elíasson, 9.10.2012 kl. 12:36

16 identicon

Það er náttúrulega afskaplega háskalegt, þegar fólk eins og Sigkja álítur að lánskjaravísitala sé órjúfanlegur hluti af gjaldmiðli.

Grunnþekking, sem ætti að vera skilyrði fyrir umræðuleyfi á netinu, er að vita, að einungis Ísland og Ísrael eru með vísitölubindingar lána. Samt eru allar aðrar þjóðir með gjladmiðil.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 12:40

17 identicon

Af hverju er "leki" mikilvægur fyrir samfélag? Hvað verður um blaðamenn ef gögnum verður skellt beint á netið?

http://johanneskr.is/lekar-eru-mikilvaegir-3/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 13:35

18 identicon

Elín, er eitthvað að því að Jón Trausti skrifar þennan pistil?

Skúli (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 14:00

19 Smámynd: Elle_

Og Guðmundur Gunnarsson heimtaði ICESAVE.  Hann hótaði alþingismanni ef það ´yrði ekkert ICESAVE´.  Það má aldrei gleymast.

Elle_, 9.10.2012 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband