Evran leggur þjóðríki í rúst

Írar búa við skert fullveldi vegna evru, Portúgalir sömuleiðis og Grikkjum er stjórnað af erlendu þríeyki ESB, Seðalbanka Evrópu og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum sem skammtar þeim skít úr hnefa.

Ef Grikkir væru ekki með evru væri búið að leysa efnahagsvanda þeirra með viðurkenndri aðferð. Gengislækkun gjaldmiðils eykur samkeppnishæfni og gefur atvinnulífi viðspyrnu.

Ísland fór í gegnum kreppu með fullveldi og krónu að vopni. Við fórum hratt í gegnum kreppuna og atvinnuleysi náði aldrei meðaltali ESB hvað þá að það færi í himinhæðir grísks eða spænsks atvinnuleysis upp á um 30 prósent.

 Tillögur Þjóðverja til að koma evru-svæðinu úr kreppu er sameiginleg ríkisfjárlög.  Það er rökrétt að afnema þjóðríkið þegar evran hefur unnið sitt starf og brotið niður innviði þjóðríkisins.


mbl.is Grikkir komnir að þolmörkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll, af hverju hringir þú ekki í Samaras og segir honum að taka upp gömlu "góðu" drökmuna og leptuna. Líklega hefur honum ekki dottið það snjallræði í hug.

Ég skal redda símanúmeri, ef Heimssýn á það ekki.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.10.2012 kl. 13:16

2 identicon

Komið þið sælir; Páll síðuhafi - og aðrir gestir, þínir !

Haukur stórvinur minn Kristinsson !

Við skyldum ekki; hafa að flimti neinu, óverjandi framkomu Þjóðverja og annarra ribbalda norðurhluta Evrópu, í garð Grikkja - sem annarra suðlægra, gæti; og á eftir að koma þeim sjálfum í koll.

Vitaskuld; var fásinna að ætla, að Grikkir, glaðvær og skemmtileg þjóð, gætu nokkurn tíma aðlagast ofurskipulögðum og drumbslegum Þjóð verjunum - innan; eða utan nokkurs bandalags eða sambands, Haukur minn.

Suðrið er eitt; Norðrið er annað, gildir um allar Heimsálfurnar. Sé ekki Mongóla til dæmis, eiga neina sérstaka samleið með Kmbódíumönnum, svo ég fari víðar, um grundir, þrátt fyrir ótvíræðan skyldleika þeirra.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.10.2012 kl. 13:27

3 identicon

Innlimunarsinnum er tíðrætt um að vandi Grikkja sé bruðl og skattsvik. Með þeirri möntru reyna þeir að breiða yfir að vandi Grikkja er gjaldmiðill sem ekki hentar þeim.

Í kreppunni flykkjast ríkir Grikkir með evruna úr landi, á gengi 1:1. Ef þeir væru með drökmuna, þá myndi evruflótti leiða til lækkunar drökmu, og þ.a.l. væri fjármagnsflóttinn óhagstæðari þeim ríku.

Evrukreppan eykur því vandann, eftir því sem efnahagsástandið verður verra og fleiri flýja með evrurnar sínar.

Og svo það skrýtna, umboðslausu embættismennirnir í Brussel verað enn harðari gagnvart Grikklandi, eftir því sem vandinn eykst, og krefjast enn meiri niðurskurðar.

Þá er nú aldeilis ágætt að sitja á háum hesti í Brussel, þar sem kerfisapparatið er rekið með 8% halla. Og þar sem Brussel vantar meira í kassann, þá krefjast þeir hærri framlaga frá aðildarríkjum ESB. Bretar fengu t.a.m. kröfu nýlega um 200 miljarða króna aukafjárveitingu, til að greiða niður bruðlið og spillinguna.

Það er aldeilis fínt að vera umboðslaus og spilltur bjúrókrati í Brussel, sent umvandanir til aðildarríkja, sjálfur skrifa út innistæðulausa tékka sem aðrir eiga að greiða.

Hilmar (IP-tala skráð) 5.10.2012 kl. 13:42

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Hilmar, ef þessi víðfrægi agi sem við eigum að sækjast eftir yrði settur á Brussel, þá myndi ramakveinið óma víða innan ESB. Ef ESB þyrfti að lifa innan sinna "tekna", þá fækkaði verulega í blokkum Brussel- borgar.

Ívar Pálsson, 5.10.2012 kl. 16:01

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Ef Grikkir væru ekki með evru væri búið að leysa efnahagsvanda þeirra með viðurkenndri aðferð. Gengislækkun gjaldmiðils"

Samkvæmt þessu þá eru aldrei efnahagsvandræði neinastaðar. þetta eru ,,rök" sem eru ekki boðleg til nokkurar umræðu. Svo vitlaus eru þau.

,,Írar búa við skert fullveldi vegna evru"

Já, nákvæmlega. Edna Kenney er nú bara á forsíðu Time þessa vikuna. Fosætisráðherra íra og sá sem hefur legsta þingreynslu núv. þingmanna írskra. Írar þykja til fyrirmyndar varðandi það hvernig þeir hafa tekið á sínum málum. þetta tal í ykkur andsinnum hérna uppi í fásinni um íra - það er bara bull.

Sennilega gerðu írar allt hárrétt. Til lengri tíma litið og það skiptir öllu máli. Til lengri tíma litið. Í raun samt gerðu írar bara það sem nauðsynlegt var að gera. Álíka og núv. stjórnvöld gerðu hér þegar þeir byggðu landið upp eftir rústalagningu þeirra sjalla og öfgaþjóðrembinga.

það sem gerist í Grikklandi er - að það gerist ekkert. Stjórnvöld og grískir pólitíkusar almennt hika og í nokkur misseri hefur lítið gengið í að koma fram nauðsynlegum efnahagsaðgerðum í Grikklandi. það er algjörlega bara innanlandsvandamál Grikkja.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.10.2012 kl. 17:45

6 Smámynd: Björn Emilsson

Það tekur ekki nokkru tali, að horfa á ESB nazistana murka lífið úr ´Vöggu Lýðveldisins´ Grikklandi án þess að nokkur komi þeim til hjálpar. Þessa öfugþróun verður að stöðva.

Björn Emilsson, 5.10.2012 kl. 17:47

7 identicon

Já, efnahagur allra evruríkja er í rúst... Fullyrðing höfundar stenst fullkomlega, rökstuðningurinn sem er lagður fram er þess utan pottþéttur..

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 5.10.2012 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband