Lífeyrissjóðirnir eru meinsemd

Íslenskir lífeyrissjóðir eru alltof stórir og alltof illa reknir til að henta aðstæðum hér á landi eftir hrun. Til að tryggja valddreifingu í íslensku atvinnulífi á að taka lífeyrissjóðina í sundur.

Í stað lífeyrissjóða komi lífeyrisreikningar sem þar sem launþegar ávaxta sitt pund til elliáranna. Samtryggingaþáttur lífeyrissjóðanna fari til Tryggingarstofnunar.

Fjármálastofnanir s.s. bankar og tryggingafélög og aðrir slíkir fái heimild til að bjóða lífeyrisreikninga að uppfylltum skilyrðum og undir eftirliti.

Ef ekkert verður að gert munu lífeyrissjóðirnir meira og minna stjórna atvinnulífinu. Og þetta er sama fólkið og tók þátt í hrundansinum af miklum móð.


mbl.is Auðlegðarskattur styrkir stöðu lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Hvað hefurðu eiginlega fyrir þér Páll í þessum fullyrðingaflaumi þínum um lífeyrissjóðina?

Of stórir? Hvað er til marks um það? Hvað styður þessa fullyrðingu?

Illa reknir? Aftur: Hvað styður þessa fullyrðingu? Ekki samanburður við önnur OECD ríki, þar koma íslensku lífeyrissjóðirnir best út ásamt þeim dönsku.

Á TR semsagt að taka við samtryggingarþættinum? Hvar á TR að fá peninga til þess? Og hvers vegna viltu nú treysta stjórnmálamönnum fyrir þessum peningum fremur en lífeyrissjóðunum? Þú hefur hingað til ekki verið svo ýkja hrifinn af stjórnmálamönnunum, eða hvað?

Já, svo viltu treysta fjármálastofnunum fyrir lífeyrissparnaðinum, þ.e. bönkum og tryggingafélögum "... að uppfylltum skilyrðum og undir eftirliti." Ertu nýkominn á þá skoðun að fjármálafyrirtækjunum sé svona vel treystandi? Nú segirðu kannski að lífeyreissjóðirnir hafi tapað svo miklu í hruninu? Hvað miklu? Um 20% eignasafnsins. En bankarnir? Hve miklu töpuðu þeir? Bíðum nú við, var það ekki 100% plús nokkur þúsund milljarða skuld sem þeir skildu eftir að auki? Og tryggingafélögin? Já, og eftirlitið, áttu við að ekkert eftirlit sé með lífeyrissjóðunum? Hvar hefurðu verið Páll? 

Stjórna atvinnulífinu? Hvernig? Stendur það lífeyrissjóðunum til boða? Svo mætti halda miðað við þessi orð þín. Sjóðirnir eiga hluti í nokkrum fyrirtækjum, í flestum tilvikum litla hluti, þeir stjórna hvorki né reka nokkur fyrirtæki, eða getur þú bent á einhver?

Sama fólkið og tók þátt í hrunadansinum af miklum móð? Um hvaða fólk ertu nú að tala Páll? 

Þú ættir - ekki síst þinnar eigin sjálfsvirðingar vegna - að gæta betur orða þinna Páll.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 20.9.2012 kl. 11:18

2 Smámynd: Halldór Jónsson

"Fjármálastofnanir s.s. bankar og tryggingafélög"

Les Björgólfar, Hreiðar Már, Kalli Werners. Er ekki komið nóg Páll?

Halldór Jónsson, 20.9.2012 kl. 11:23

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Til umhugsunar, Páll.

Hvað varðar varðveislu í bönkum, þá hef ég enn ekki heyrt um neinn sem tapaði séreignarlífeyrissparnaði sínum í bönkum við hrunið.

Ef til vill er einnig hægt að  tryggja annan lífeyrissparnað með skilyrðum og eftirliti. 

Kolbrún Hilmars, 20.9.2012 kl. 12:17

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ég er sammála Páli í því að lífeyrissjóðabáknið er meinsemd eins og það er í dag. Einn sjóður fyrir alla landsmenn sem væri í gegnumstreymiskerfi hjá Tryggingastofnun en síðan má hver og einn eiga sinn séreignarsjóð hjá þeirri fjármálastofnun sem hann kýs. 

Þórir Kjartansson, 20.9.2012 kl. 16:27

5 identicon

"Verðið sem Lífeyrissjóður verslunarmanna greiddi fyrir 14% hlut í Eimskipum í sumar – um 5,7 milljarðar króna – var í hærri lagi"

Ástæðan fyrir þessu háa verði: Í vor þegar „lykil“ stjórnendur Eimskips voru búnir að gera milljarða kaupréttarsamninga við hvorn annan þá höfðu þeir samband við vini sína í stjórn lífeyrissjóðanna og allir græða - eða hvað?

Grímur (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 17:32

6 identicon

Sæll.

Það sem Páll er að lýsa er afbrigði af chilesku leiðinni, þar er ávöxtun mun hærri en gerist og gengur á Vesturlöndum. Láta samkeppni virka. Núverandi kerfi hér skilar of lágri ávöxtun og er of dýrt í rekstri.

Það versta er samt að stjórnendur lífeyrissjóðanna eru ekki að sýsla með eigið fé og enginn fer jafnvel með annarra manna fé og eigið. Þar liggur helsti galli þessa kerfis. Hvernig losnar lífeyrissjóður við lélegan stjórnanda?

@Halldór Jónsson: Ef þér er í nöp við þessa kóna (sem ég veit ekki) og vilt fleiri valkosti á að opna hér fyrir semkeppni í fjármálaþjónustu. Ég held að allir sem eru eldri en tvævetur viti að hér vantar samkeppni á mörgum sviðum, hvort sem er landbúnaður, tryggingar, bensín eða bankastarfsemi. Stjórnmálamenn hlunnfara almenning og neytendur með því að tryggja fákeppni. Samt eru þeir ekki skammaðir fyrir það heldur að hækka laun ríkisforstjóra sem er smáatriði samanborið við hina syndina.

Ríkið á ekkert að skipta sér að lífeyriskerfinu, hvorki með reglum né lagasetningum. Menn gleyma alltaf að ríkið ber verulega ábyrgð á fjárfestingastefnu lífeyrissjóðanna. Ríkið t.d. rak þá í fang útrásarvíkinganna.

Einfalda þarf hér allar reglur og gera erlendum aðilum auðveldara fyrir að opna hér banka og alls kyns önnur fyrirtæki. Ennfremur þarf að lækka alla skatta verulega. Neytendur eiga að hafa val, því meira val þeim mun betra. 

Helgi (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband