Styttri vinnutími, meiri lífsgæði

Stóra fréttin í samantekt Samtaka atvinnulífsins er að vinnandi fólk starfar klukkustundinni skemur en áður, - sem merkir aukin lífsgæði.

Samantekt Samtaka atvinnulífsins er gegnsýrð því viðhorfi að bráðnauðsynlegt sé að sem flestir vinni sem mest. Það er viðhorf plantekrueigenda sem nota þræla fyrir vinnuafl.

Lífsgæði Samtaka atvinnulífsins miðast við þá sem eiga fyrirtækin en ekki almenning. 


mbl.is SA: Ekki færri störf frá 2005
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já eða stærri og verri fjármálakreppa á leiðinni...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.9.2012 kl. 21:11

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Hvað hefur orðið af öllum störfunum sem Ríkisstjórn hefur rætt um.

Því færri sem vinna, því hærri skattar til þeirra sem vinna, til að greiða velferðina.

Eggert Guðmundsson, 19.9.2012 kl. 22:03

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er spurning Eggert...það þarf að ræða við SA... ekki viljum við að ríkisstjórninn fjölgi ríkisstarfsmönnum eða hvað?

Jón Ingi Cæsarsson, 20.9.2012 kl. 07:17

4 identicon

"Samantekt Samtaka atvinnulífsins er gegnsýrð því viðhorfi að bráðnauðsynlegt sé að sem flestir vinni sem mest. Það er viðhorf plantekrueigenda sem nota þræla fyrir vinnuafl." Hjartanlega sammála þessum orðum þínum.

Toni (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 09:26

5 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ef vinnutíminn lækkar um 12% er því miður líklegt að launin gerið það líka.

Hér hefur ástandið nefnilega lítið breyst á annan hátt en "til jöfnuðar". Það var jafnað niður, þ.e.a.s. fleiri hafa það verra en áður en mun framur jafn skítt en ekki eins og flest lýðræðissamfélög stefna að, jafn gott.

Óskar Guðmundsson, 20.9.2012 kl. 09:49

6 identicon

Sæll.

Ef menn ætla sér að stytta vinntímann en halda launum óbreyttum verðum við að búa okkur undir að verða undir í samkeppni vegna þess að kostnaður eykst.

Páll, farðu endilega að lesa þér aðeins til. Þar sem nokkuð margir virðast lesa þetta blogg þitt verður þú að rísa undir því trausti sem til þín er borið með því að láta ekki tóma vitleysu frá þér fara. Þú ert góður í pólitískum greiningum en þegar að efnahagsmálum kemur er annað heldur betur uppi á teningnum.  

Sér enginn hér hið augljósa? Vinnutími hefur verið styttur í Evrópu og eftirlaunaaldur lækkaður. Hverjar eru svo afleiðingarnar þar? Af hverju ættu þær að vera aðrar hér? Sósíaldemókratar eru búnir að rústa Evrópu og búa til vandamál sem ekki verður leyst. Gullöld Evrópu er að baki :-(

Helgi (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband