Ríkisforstjórinn, Samfylkingin og kjósandinn

Dæmigerður kjósandi Samfylkingar er opinber starfsmaður með um 400 þúsund krónur í laun á mánuði. Þegar ráðherra Samfylkingar hækkar laun ríkisforstjóra með einu pennastriki um fjárhæð er nemur rúmum mánaðarlaunum kjósandans er hætt við að heyrist hljóð úr horni.

Vinstriflokkarnir eru ekki til að veita útvöldum laun upp á 2,3 milljónir króna á mánuði.

Í upphafi kosningavetrar er kjósandinn kóngurinn.


mbl.is Sakar Guðbjart um lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er frekar orðin regla en undantekning að ráðherrar í Jóhönnustjórninni brjóti lög landsins, á sama tíma sem ríkistjórnin kvetur landsmenn til að taka út séreignarsparnaðinn, til að borga af ólöglegum gengislánum, sem fást ekki leiðrétt samk. hæstaréttardómi.

Nú er svo komið, að það verður ekki hjá því komist, strax eftir næstu kosningar, að sofnaðuð verði sannleiks-og sáttadómstóll, sem fari oní öll þessi mál.

Og þeir ráðherrar og þingmenn sem hafa brotið lög landsins, og stjórnarskrá Lýðveldisins, verði sviptir eftirlaunum að hluta eða að fullu, eftir alvarleika brotsins.

Og séstaklega verði skoðað hið frjálsa framsal á sameign þjóðarinnar kvótanum 1990.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 18:45

2 identicon

Lilja Mósesdóttir krefst afsagnar Guðbjarts. 

Hún bendir á lögbrot sjálfs drauma-framtíðar-prins Jóhönnu, sem allir vita að vill fá Guðbjart sem arftaka sinn.  ESB fylkingin er í svakalegum bobba. 

Ég er hjartanlega sammála þessum beinskeyttu orðum Lilju á facebook:

Lilja Mósesdóttir
Sunday, September 16th at 12:04

Guðbjartur braut lög um Kjararáð þegar hann hækkaði laun forstjóra Landspítalans um 450 þúsund krónur á mánuði. 

Skv. lögunum á Kjararáð að ákveða laun forstöðumanna ríkisstofnana en ekki ráðherra. Mikil ólga er meðal háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna og kröfur um mörg þúsund króna launahækkanir heyrast nú úr öllum áttum innan opinbera geirans.

Launahækkanir sem ekkert svigrúm er fyrir auka halla ríkissjóðs og hækka þarf álögur sem fara út í verðlagið.  Verðbólguskotið mun magna upp skuldavanda heimilanna. 

Ákvörðun Guðbjarts er brot á lögum sem ógnar fjármálum hins opinbera og heimilanna. Guðbjartur er auk þess ráðherra flokks sem kallar sig Jafnaðarmannaflokk Íslands en ákvörðun hans rauf samkomulag sem gilt hefur eftir hrun um að allar stéttir haldi aftur af launakröfum sínum og að byrðar hrunsins leggist þyngst á hópinn sem hefur hvað breiðust bökin.

Guðbjartur á að sjá sóma sinn í að segja af sér sem ráðherra.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 20:16

3 identicon

Einbeittur brotavilji Hrun-Fylkingar Jóhönnu og Össurar er nú orðinn þvílíkur,

að þau brjóta lögin markvisst til að valda hér verðbólgu skoti

og munu svo jarma um júróið, sem vel brýnda nauðsyn slátraranna. 

Þau gera markvissa aðför að hag almennings þessa lands.

Þau hækka einnig verð á öllu, með aukinni skattheimtu á neysluvörur.

Þau stefna markvisst að því með öllum ráðum að valda hér óðaverðbólgu.

Tilgangur þeirra helgar þeirra viðurstyggilegu meðöl. 

Þau eru orðin tyrannísk ógn við fullveldi lands okkar og þjóðar. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 20:29

4 identicon

Og Ögmundur, Guðfríður Lilja og Jón Bjarnason sitja hljóð hjá. 

Hvað skyldu þau eiginlega vera að hugsa undir þagnarskel sinni?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 20:31

5 Smámynd: Sólbjörg

Ögmundur, Guðríður og Jón Bjarnason eru kannski að hugsa eitthvað en þau segja ekki neitt - þau vita að kjósendur nenna ekki lengur að hlusta á orðin tóm, því mun ekki heyrast hljóð úr horni frá VG þó kosningar séu framundan.

En fnykurinn í haughúsi VG og SF er orðin óbærilegur.

Sólbjörg, 16.9.2012 kl. 22:00

6 identicon

Nei, þau segja ekki múkk. 

Ginnungagap er nú undir rössum þeirra ... engin jörð, engin grasrót er nú lengur undir rössum þeirra ... pomm, þá falla þau niður í hauginn. 

Það eru augljós örlög hræddra héra, þó ríkisbrynju hafi utan um velferð sína ... pomm ... beint í hauginn falla þau ... pomm.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 23:53

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ríkisbrynjan dekkar ekki bossann,forynjan tælir tossann. Hittumst 20 okt.öll í byrginu!!!!

Helga Kristjánsdóttir, 17.9.2012 kl. 00:25

8 identicon

Þú ert stór skemmtilegt stutt-rímna skáld Helga:-)  Það kryddar tilveruna.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 01:11

9 identicon

Talandi svo um skattagða neyslustýringu hinna hræsnsifullu í skinhelgi þeirra "sjálbæra" eftirlitsiðnaðar og forræðishyggju ríkisvaldsins og stofnana þess,

þá langar mig tila að minna á þessi sígildu orð Thomas Jefferson: 

"If people let the government decide what foods they eat and what medicines they take, their bodies will soon be in as sorry a state as are the souls of those who live under tyranny."

Við búum við tyranníska skattlagningu neysluvara okkar og fasíska forræðishyggju, undir fölsku yfirskini góðmennsku, sem snýst þó einungis um að ræna okkur og gera allt líf okkar leiðinlegra.  Allt skal skattlagt sem er veitir smá gleði:  Það er stefna fasískra og tyrannískra helferðarstjórnvalda.

Niður með efnahagslega hryðjuverkamenn ríkisvaldsins"  Þeir þjóna einugis losta leiða síns og skattleggja okkur til leiða lífs okkar.  Þannig stjórnvöld ganga erindra illra afla, hrægamma og vogunarsjóða, sem þau hafa sett þjóðin í.  Svei þessari verstu, leiðinlegustu og mest niðurdrepandi ríkistjörn frá upphafi lýðveldis og fullveldis okkar, sem þau vilja nú einnig kremja niður með þrammandi járnhælum 4.ríkisins.  Fari þau til andskotans!   

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 01:58

10 identicon

Þetta gleymist allt þegar mikilvægu málin verða tekin fyrir á Alþingi

virðisauki á taubleyjur, stofnun legslímugöngudeildar og merking hitaeininga á skyndibitum - hugsið ykkur hvað þau munu geta rifist mikið um þetta síðasta hvað er skyndibit? hvað eiga stafirnir á umbúunum að vera stórir? mega börn kaupa svona margar hitaeiningar? Þar fyrir utan þá er hitaeining einsog nafnið bendir til hitinn sem kemur frá brennslu en segir ekkert um upptöku líkamans.

Sumt rennur bara í gegn athugasemdarlaust alla leið út í sjó

Grímur (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 05:37

11 Smámynd: Sólbjörg

Ríkistjórn sem ræður ekkert við aðalverkefnin og forgangsmálin finnur sér handavinnuverkefni við hæfi og þæfingar í kringum það - skreytir svo með ábúðarfullum ræðum.

Sólbjörg, 17.9.2012 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband