Tíu prósent flokkur vill deila og drottna

Sögulega er VG tíu prósent flokkur og má teljast góður að komast í tveggja stafa tölu við næstu kosningar eftir svik við það grunnstef flokksins að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan.

VG er í tætlum eftir 16. júlí-svikin. Þrír þingmenn eru farnir frá borði og fleiri hugsa sér til hreyfings. Trúnaðarmenn flokksins vítt og breitt um landið hafa yfirgefið skútuna í hrönnum.

Vígstaða er VG er ömurleg í upphafi kosningavetrar. Engu að síður ætlar flokkurinn sér að deila og drottna í íslenskum stjórnmálum. Afstaða talsmanns Steingríms J. sýnir hugarheim í litlu jarðsambandi.


mbl.is Vill ekki ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eru ansi margis sem betur fer sem vilja ekki ríkisstjórn með Steingrími J. Sigfússyni, ósannindamanni og svikahrappi.

jonasgeir (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 11:15

2 identicon

Ég fagna þeim ummælum Snata að ekki komi til greina að VG vinni með Sjálfstæðisflokki.

Fínt að fá sem mest á hreint fyrir kosningar.

Kannski að kona geti þá kosið Sjálfstæðisflokkinn eftir allt.

Atkvæði til flokksins mun þýða atkvæði gegn VG.

Það er ágætur kostur.

Rósa (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 12:16

3 identicon

Komið þið sæl; Páll síðuhafi - og aðrir gestir, þínir !

Jónas Geir og Rósa !

Því miður; eru ALLIR flokkarnir 4, sem vélað hafa um völd og áhrif í landinu, nákvæmlega sömu GLÆPAFLOKKARNIR.

Þar með; er enginn þeirra, valkostur heiðarlegs fólks.

15 - 18 manna Byltingarráð vopnaðra manna; er eina rökrétta andsvarið, við niðurrifsöflum alþingis, gott fólk.

Að öðrum kosti; mættu Kanadamenn og Rússar, skipta öllu íslenzku bróðurlega, á milli sín, að óbreyttu - og taka við öllum yfirráðum hér.

Óbreytt ástand; er með öllu óboðlegt, alla vega. 

Með beztu kveðjum; sem oftar, af utanverðu Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 13:14

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Glæpa prentræpa þín Óskar eru þráhyggju gælur,þú meinar ekkert með þeim,er það? Alir flokkarnir 4,nei segðu okkur annan.

Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2012 kl. 14:07

5 identicon

Sæl; á ný !

Helga nafna mín; Kristjánsdóttir !

Síðan hvenær; hefi ég farið með gamanmál - þegar um fyllstu alvöru, er að ræða ?

Lestu betur; síðu mína, efist þú um mínar meiningar, ágæta nafna.

STEND; VIÐ HVERT ORÐA MINNA, AÐ SJÁLFSÖGÐU !!!

Og; lestu þér betur til, í stjórnmálasögu, okkar volaða lands, síðan fullt sjálfstæði hlaut, árið 1944, jafnframt, myndi ég mæla með. 

Ekki síðri kveðjur; þeim hinum, fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 14:15

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Óbreitt ástand, kaupi það Óskar minn, en byltingarráð vopnaðra manna,? Uhm! Skilgreinum þá vopnin! Nægir vöndurinn ?

Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2012 kl. 14:52

7 identicon

Það hlálega við þetta allt saman er, að líkast til munu allir flokkar útiloka samstarf við kremlísku fasistana í VG. 

Ekki einu sinni gamli allaballinn og hrun-ráðherrann Össur mun vilja kannast við gamlan kunningskap sinn við hræið, eftir næstu kosningar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 15:11

8 identicon

Fólkið og verkalýðsforystan mun varla halda áfram að kyngja óánægjunni og bíta á jaxlinn

Ef molarnir sem hent er í þau koma ekki úr höndum norrænu "hér varð hrun" velferðastjórnarinnar

Grímur (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 15:25

9 identicon

VG hefur undanfarin ár þróast yfir í það að verða flokkur búrkuklæddra öfgafemínista og ríkis-verðtryggðra fasista í slagtogi með glóbalískum auðdrottnum. 

Það er dapurlegur, en því miður ískaldur sannleikurinn eftir stjórnartíð þessa helferðarflokks. 

Eins og þau raupuðu nú mikið fyrir kosningar og börðu sér á brjóst sem hinir allra skinheilögustu farísear.  Svei mér þá ef Bubbi kóngur sem sagði drulla í öðru hverju orði, hafði samt ekki heil mikið til síns máls þegar hann líkti Steingrími J. við Júdas Ískaríot. 

Þær reyndust alla vega falar púturnar í VG fyrir 30 evrur frá Brussel.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 15:25

10 identicon

Það stefnir í harðan kosningavetur þegar menn eru farnir að lýsa því yfir 8 mánuðum fyrir kosningar að ákveðin stjórnarmynstur komi ekki til greina.

Ég hef það hins vegar á tilfinningunni að tilraunir VG til þess að búa til einhvers konar vinstri-bandalag fyrir þessarar kosningar séu fyrst og fremst gerðar til þess að fela fyrirsjáanlegt fylgishrun flokksins. Þá geta forsprakkar flokksins haldið því fram að vinstri-bandalagið hafi fengið 30% fylgi eða hvað það nú verður. Það hljómar óneitanlega betur en 8% fylgi.

Kosningaveturinn þarf síðan að vera Birni Val afar hagstæður til þess að hann nái endurkjöri. 

Seiken (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 16:41

11 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Jahá þessi 10% já. Nú er annar "grænn" líka kominn með 10% og eru það auðvitað Hægri Grænir. Verða allir flokkar með 10% nú í vetur, kannski það.

Eyjólfur Jónsson, 14.9.2012 kl. 16:53

12 identicon

Tími til kominn. Vinstri flokkarnir hefðu fyrir löngu átt að lýsa því yfir að ekkert stjórnarsamstarf kæmi til greina með Hrunflokkunum, Íhaldinu eða hækjunni næstu tvö til þrjú kjörtímabilin. Ekkert síst þegar afneitun þessara flokka auðræningja og braskara er enn algjör.

Enda forystan í höndum tveggja lítt menntaðra silfurskeiða stráka, sem voru á kafi í braskinu fyrir hrunið.

Öllum er vel kunnugt um Vafnings-svikamilluna og Kögunar-innherjasjóðinn.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 16:54

13 identicon

Svo dapurlegar eru nú hauslausu púturnar í VG, að þær biðla nú til helmingaskipta maddömunnar, sem sinnar heilögustu og róttækustu villimeyjar. 

Það er ekki að spyrja að vesældarlegu atferli pilsfalda pútnanna.  Á víbrandi skjálfandi leggjum,  blaka þær nú vængstýfðum stubbum sínum ... hauslausar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 17:21

14 Smámynd: Sólbjörg

Síðasta hluti í athugasemd þinni Pétur er flott ljóð - bara breyta aðeins línuskiptum.

Sólbjörg, 14.9.2012 kl. 18:20

15 identicon

Takk kærlega Sólbjörg. 

Þú komst reyndar upp um mig, því ég seivaði þetta yfir í fælinn minn, merktan drög að ljóðum, á þar nú heilan haug.  Kannski maður vinni einhvern tím úr því safni, en það er bara svo gaman að skrifa athugasemdir og leyfa þar bara öllu að flæða óritskoðað og án yfirlegu, bara hrein og spontant viðbrögð við dægurþrasinu.  Myndmálið er kannski gamaldags en það er sígilt, því miður.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 18:36

16 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já fjör hér ,eftir að hafa hlustað á áróður um stjíórnarskrár ,,frumvarpið,, Pétur er lyriskur,, þær hafna heilalausum steggjum. bless.

Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2012 kl. 18:38

17 identicon

Þau flykkjast að mér fljóðin

og fjörug benda á ljóðin.

Botnið svo dömur mínar:-)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 18:46

18 identicon

Órímað djók:

Helga er snögg og snör í hugsun,

hún sneglulega segir,

að maddömur vilji hvorki hauslausar pútur

né hanagungusteggi.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.9.2012 kl. 19:05

19 identicon

Dömur mína kæru, ég bíð enn eftir seinni partinum við fyrri partinn.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 02:51

20 Smámynd: Sólbjörg

Blessaður Pétur takk fyrir áskorunina - Botninn:

Kletta Örn er beinskeyttur og klár,

Kyndir það í konum og vekur upp þrár.

Sólbjörg, 15.9.2012 kl. 09:12

21 Smámynd: Sólbjörg

Pétur, takk fyrir góða skemmtun. Þar sem línuskiptin fóru í stríðnisleik og bilið í botninum er gleiðara en mér líkar þá er þessi fyrripartur þín áskorun.

Fagrar línur hugann fanga

fjörlega léttar fóru á kreik.

Set vísuna okkar saman og breytti eftir að hafa fengið morgunkaffi.

"Þau flykkjast að mér fljóðin

og fjörug benda á ljóðin.

Kletta Örn beinskeyttur og klár

kyndir í konum og vekur þrár."

Sólbjörg, 15.9.2012 kl. 10:46

22 identicon

Sólbjörg, takk fyrir að sýna mér botninn fagra:-)  Ég fer bara smá hjá mér.  Skelli inn örlítið breyttum fyrri parti þínum með spontant seinni parti mínum:

Fagrar konur fanga hugann

fjörugar á kreiki.

Línu bilin leikinn rugl´ann:

Lost in paradise ... á reiki.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 13:17

23 Smámynd: Sólbjörg

..þá er tilganginum náð að þú farir aðeins hjá þér - skemmtilegur útidúr frá pólitíkinni. Góða helgi.

Sólbjörg, 15.9.2012 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband