Menn í svörtu (les:fasistar) í evrulandi

Aðvörun Schäuble fjármálaráðherra Þýskalands til Suður-Evrópuríkja um að halda áfram niðurskurði til að ná jafnvægi í ríkisfjármálin er textaskýring á orðum Mario Draghi bankastjóra Seðlabanka Evrópu. Draghi gaf loforð um  ótakmörkuð kaup bankans á ríkisskuldabréfum Suður-Evrópu að því gefnu að viðkomandi ríki yrðu formlega sett undir umsjá þríeykisins sem nú stýrir Grikklandi, Írlandi og Portúgal.

Þríeykið er Evrópusambandið, Seðlabanki Evrópu og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn. Umsjón þríeykisins felur í sér stórfellt framsal á fullveldi viðkomandi ríkja. Framsalið er staðfest með undirritun minnisblaðs. Í nýlegum þingkosningum í Grikklandi var minnisblaðið aðaldeiluefnið.

Spánn og Ítalía standa frammi fyrir þeim kostum að fá aðstoð frá Seðlabanka Evrópu til að lækka vaxtabyrðina sem er ósjálfbær en láta af hendi fullveldið til þríeykisins. Aðeins eru níu mánuðir síðan Rajoy forsætisráðherra Spánar fékk kosningu út á loforð um að landið færi ekki sömu leið og Grikkland, Portúgal og Írland.

Liam Halligan bendir á að fjármálaráðherra Spánar og náinn samstarfsmaður Rajoy hafi vísað til fulltrúa þríeykisins sem ,,mennina í svörtu". Í Suður-Evrópu eru þessi orð tilvísun í fasista, sem settu mark sitt á Ítalíu og Spán á síðustu öld.

Móðurland þeirrar útgáfu fasisma sem kennir sig við þjóðernissósíalisma krefst þess að Spánn og Ítalía undirgangist ströng og hörð skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð þýskra skattgreiðenda. Hversu líklegt er að Suður-Evrópuþjóðirnar láti sér það vel líka? 


mbl.is Schäuble varar skuldsett evruríki við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

....þegar fólki (eða þjóðum) er ekki sjálfrátt í skuldasöfnum, svo mjög að vaxtakjör þeirra eru ekki lengur sjálfbær er ekki óeðlilegt að þrautavarinn skilyrði aðstoð sína, ekki ósvipað því sem gerðist hér haustið 2008, IMF skilyrti sína aðstoð við íslendinga og er samfélagið orðið heilbrigðara fyrir þó enn sé langt í land. Þetta hefur ekkert með fasisma að gera heldur heilbrigða skynsemi. Eins er ekki óeðlilegt að sá sem lánar fé í eitthvað sem virðist botnlaus hít vilji fá peningana sína til baka einhverntíman.

Þú ert yfir svona bull hafinn, þegar maður sér þig mæta andstætt skoðandi fólki í sjónvarpi eða útvarpi ertu mikið mun málefnalegri en þetta, og því er meira mark takangi á þér þá.....

elmart (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 09:03

2 identicon

Merkilegt elmar ad tu skulir tala um ad islenska samfelagid hafi ordid svona heilbrigdara. Gott ef satt væri. En er ekki einmitt islenska rikid og borgin med rekin med svakalegum halla sem getur adeins endad eins og Sudur -Evropa.

Audvitad er tetta fasistavæding i tjodernissolisaliskum stil. Sama hvad folk kys. Ekki kosid bankaveldi stjornar Evropu. I tad minsta sudur Evropu. Beint fra Brussel. Tarna grædir yfirtjodlegt audvald og almugin borgar. Gamlir gullsjodir Evropu eru seldir til asiu, og sosialistin Mar a kalkofnsvegi tekur tatt i tvi.

jonasgeir (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 09:52

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er rangt. Man in Black var ekkert vísun í fasisma eins og viðgengst hjá þjóðembingsöfgamönnum hér uppi í fásinni.

Tilvísun í Men in Blck myndina frægu. þetta er djók. Kemur af því IMF er kallað ýmislegt eða þeirra nefndir. Farið yfir þetta hérna:

,,One week ago, the Spanish finance minister used more colourful language, saying that no "men in black" will come to Madrid to supervise reforms, referring to a science fiction film of the same name about scary US agents."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.9.2012 kl. 11:59

4 identicon

Tad er til djok Omar og tad er til svartur humor.

Verda "men in black" fra Brussel betri vid tad? Tad langar margan samfylkingin ad taka tatt i "men in black" djokinu, en er tad fyndid?

Nei.

jonasgeir (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 12:16

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg get eigi stjórnað hvað sjúklegu hugmyndir fara um kolbikasvarta huga Andsinna.

Eg bendi bara á staðreyndir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.9.2012 kl. 12:27

6 identicon

Hvem er Omar Bjelke Kristiansen? Af hans venner, fasisterne, kjender vi ham.

Ole Carlsberg (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 14:15

7 identicon

Dette er i sort.  Dette er ikke menneskebarn. Dette er den typiske EU fasist.  Dette er Mussolini:

 

Ole Carlsberg (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 14:23

8 identicon

ég biðst forláts jonasgeir ef þú hefur misskilið orð mín, þegar ég talaði um samfélagið þá var ég ekki að vitna í alþingi, bankana eða framkvæmdarvaldið. þeim stofnunum er ekki viðbjargandi án utanaðkomandi aðstoðar. Ég var að vitna í þann samfélagsþroska sem við sem þjóð höfum tekið út á síðustu rúmum fjórum árum. Við fengum skilyrta aðstoð og létum af gömlum vondum siðum í kjölfarið, særsti kostur okkar sem þjóðar eru um leið stærsti ókostur okkar við trúum almennt á það besta í fólki. Stjórnsýlunni á íslandi verður ekki bjargað , til þess eru íslendingar of meðvirkir, nema henni verði reistar harkalegar skorður. Það allra versta sem gæti komið útúr þessu ESB umsóknarferli er að stjórnsýslan verði skilvirkari, faglegri og gegnsærri en áður. í umsóknarfelinu vorum neydd til að setjast niður og segja utanaðkomandi aðila hvernig við erum að gera hlutina og hvernig við viljum gera þá betri. Þetta eru hlutir sem andstæðingar umsóknarferilsins eru mjög á móti, sem er afstaða sem ég skil ekki. Það er útséð með að stjórnsýslan, alþingi og framkvæmdarvaldið finni það upp hjá sjálfu sér að reisa sér meiri skorður, á u.þ.b fjögurra ára fresti fáum við nákvæmlega það alþingi sem við eigum skilið, sem er í raun og sann alltaf eins með smá áherslumun, stundum til vinstri, stundum til hægri. Á meðan alþingi, framkvæmdarvaldið og stjórnsýslan neyðast ekki til að breyta starfsháttum sínum þá gerist ekkert. Það eru tvö mál öðrum fremur í gangi núna sem gætu gert það að verkum að þessir hlutir breytist, annar er að við fáum nýja stjórnarskrá (en þar eru fúlir miðaldra karlar í veginum) hitt er að umsóknarferlið fái að klárast og eftir stendur stjórnsýsla sem er betri, skilvirkari og gegnsærri en alþingi og framkvæmdarvaldið og það óháð útkomu kosningar um mögulega aðild, með slíka stjórnsýslu er möguleiki að alþingi tæki upp betri og vandaðri vinnubrögð (aftur eru það bitrir miaðldra karlar sem standa í veginum). En standi viljinn virkilega til þess að þessar umbætur verði ekki að veruleika þá má alltaf fara í MAS leiðina, (Meira Af því Sama) sem hefur skilið okkur eftir hér á þessum stað eftir rúmlega 100 ára hark, bras og vesen, ég lýk þessum allt of langa og háfleyga pistli á tilvísun í Björn Bjarnason (óbeinni) sem á vel við um efnið hans Páls hér að ofan, sá sem í rökræðu þarf að líkja andstæðingum við Hitler eða Nasisma hefur um leið tapað rökræðunni.

elmar (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 14:23

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Vá.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.9.2012 kl. 14:36

10 identicon

Hvilken en tragisk komedie du er Omar Bjelke Kristiansen.  Du, en oprindelig en god mand er nu blevet en medlem af fasisternes röver band.  Det er aldrig for sent at fortryde sine misgörelser Omar Bjelke Kristiansen.

Ole Carlsberg (IP-tala skráð) 9.9.2012 kl. 16:15

11 identicon

Hvað er íslenska orðið fyrir European Commission?  Það er einhver ólýðræðisleg klíka innan ólýðræðislegs þings ólýðræðislegra ESB ríkja

The troika is a slang term for the three organizations which have the most power over Greece's financial future - or at least that future as it is defined within the European Union. The three groups are the European Commission (EC), the International Monetary Fund (IMF), and the European Central Bank (ECB).

http://gogreece.about.com/od/Glossary-of-Greek-Terms/g/The-Troika.htm

Gullvagninn (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 07:15

12 identicon

EC, ECB og IMF er globaliske institutter, som bruger Ponzi skema, for at röve de almindelige mennesker i Europa.  De samarbejder med de gamle slekter af finans fyrster og baroner i Frankrige og Tyskland, især Habsburg slekten.

De bruger ökonomiske lejemordere inden for statsapparater i de forskællige lande.  De bruger teknokratiske og fasiske lovgivninger og regulationer fra EU, stemplet i Brussel for at kvæle al modstand fra de almindelige mennesker i de forskellige lande. 

Jeg kender mange gode Islændinge og har besögt nogle gange deres smukke og dejlige land.  Jeg haaber og jeg er helt sikker paa at den islandske befolkning siger Nej til EU.  I Danmark er nu, igen, voksende modstand mod EU og naturligvis vil vi ikke euroen, piratpengene.   

Ole Carlsberg (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband