Sjálfstæðisflokkurinn glímir við karakterleysi

Forystu Sjálfstæðisflokksins hefur mistekist að gefa flokknum karakter er dregur lærdóm af hruninu annars vegar og hins vegar vísar til framtíðar. Undir núverandi forystu er stefnumótunin jukk með lágum sköttum, varðstöðu um útgerðina og stóriðjuákefð. 

Sjálfstæðisflokkurinn heykist á því að fara í uppgjör eftir hrunið. Hrunverjar eins Þorgerður Katrín og Guðlaugur Þór sitja í þingliðinu eins og ekkert hafi í skorist.

Í kosningabaráttunni verður stefnujukkið og uppgjörsfælnin flokknum að fjörtjóni.


mbl.is Segir Sjálfstæðisflokkinn ekki ná vopnum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ekki sammála með karakterinn.

Spillingin, hræsnin og klíkuskapurinn loðir sem áður við þennan flokkinn líkt og fluga við kúk.  Má ekki kalla það ákveðinn  karakter ?

hilmar jónsson, 5.9.2012 kl. 20:28

2 identicon

“Íhaldið glímir við karaktarleysi”, skrifar Páll í dag. Flokkar hafa hinsvegar ekki karakter, stundum þó stefnu, stundum ekki.

Íhaldið á hinsvegar í tilvistarkreppu og leiðin út úr henni blasir ekki við. Allaveganna ekki við mér.

Banna átti FLokkinn eftir Davíðshrunið, í það minnsta tímabundið.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 20:32

3 identicon

Það skyldi þó aldrei vera að þetta sé sami Sjálfstæðisflokkurinn, sem samþykkti á síðasta landsfundi með öllum greiddum atkvæðum að afnema skyldi verðtrygginguna, og færa niður höfuðstól lána heimilanna í landinu.En þingflokkurinn segist ekkert mark taka á lansfundarsamþykktum, þær séu meira gerðar í gríni en alvöru.

Landsfundur samþykkti líka að greiða ekki ólögvarða kröfu um Icesave skuldina,en meiri hluti þingmanna flokksins gekk gegn þessari áliktun og smþykkti á alþingi að greiða syldi Icesave skuldina.

Þessi flokkur hlítur að fá harða samkeppni frá Hægri grænum í næstu kostningum, því ef þingmenn fara ekki eftir lansfundarsamþykktum eiga þeir að segja sig úr flokknum.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 20:42

4 Smámynd: Elle_

Ef banna átti flokk, Haukur, ætti JóhönnuFLokkurinn að hafa verið no. 1 á bannlistanum.  Jón Ólafur, þú kemur oftast með góða punkta en að kalla ICESAVE ´ICESAVE-skuldina´ bara get ég ekki sætt mig við.  Skuld hverra?  Þú veist allavega að það var aldrei skuld ísl. ríkisins eins og fáfrótt og líka ósvífið fólk básúnaði út um allan heim.

Elle_, 5.9.2012 kl. 21:38

5 Smámynd: Elle_

Ætla að taka það fram að ég var ekki að verja Sjálfstæðisflokkinn þó rotin ruslahrúga Jóhönnu og co. sé það versta.

Elle_, 5.9.2012 kl. 22:08

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nærri má geta að í svo öflugan flokk sem Sjálfstæðisflokkurinn er,slæðist fólk eingöngu í eiginhagsmuna skyni,í sjálfu sér ekkert öðruvísi en í öllum hinum pólitísku flokkunum. En grunnhugsjónin víkur ekki úr vitund þeirra ærlegu,þeim er það eðlislægt að sýna henni tryggð. Það verða þeir sem blása til sóknar í næstu kosningum. Ætli Sjálfstæðisflokkurinn mælist þá ekki í carat,eins og gull.

Helga Kristjánsdóttir, 6.9.2012 kl. 00:02

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Flokkurinn hefur vissan karakter. Nú er hann fullur af gufum.

Mætti skifta þeim öllum út fyrir bara einhverja ofvirka gutta úr SUS. Við það færðist hann að vísu nokkur skref til hægri (en það hefur alltaf þurft hvort eð er) sem veldur því að það kjósa hann færri - vegna þess að meðal-íslendingurinn er nasisti inn við beinið, ekki hægrimaður.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.9.2012 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband