Össur manar Steingrím J. í ESB-málinu

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir fyrirvara Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á ríkisstjórnarfundi á samningsafstöðu Íslands engu breyta um ESB-ferlið. Aftur á móti manar Össur formann VG, Steingrím J. Sigfússon, að breyta afstöðu flokksins í ríkisstjórnarsamstarfinu til ESB-umsóknarinnar - það myndi öllu breyta.

RÚV segir tíðindin og hefur eftir Össuri

„Bókanir einstakra ráðherra í þessum efnum skipta ekki sköpum. Þar ræður fyrst og fremst afstaða sitt hvors stjórnarflokksins. Ef annar þeirra myndi stappa niður fæti, þyrfu menn auðvitað að skoða það, en það hefur ekki verið gert,“ segir Össur Skarphéðinsson.  Hann er ekki sammála því sem haldið hefur verið fram að ráðherra sem setji sig gegn stefnu ríkisstjórnarinnar eigi að segja af sér. „Ég hef sjálfur bókað gegn vilja forsætisráðherra, í annarri ríkisstjórn að vísu, og mér var hvorki fleygt út né gekk ég á dyr.“

Steingrímur J. hefur svikist um að framfylgja stefnu VG í ESB-málinu allar götur frá myndun ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. Össur treystir því að hann haldi áfram að ástunda svikin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Það verður svolítið athyglisvert að fylgjast með ESB sinnum innan Vg í kosningabaráttunni. Það fólk mun reyna að útskýra þessi svik sín með einhverjum hætti. Forvitnilegt verður að heyra þá útskýringu. Hefur einhver trú á að prófkjör verði innan Vg?

Ætli sú skýring verði ekki álíka skynsamleg og að segja að vatn sé ekki blautt?

Flestir sem á þingi sitja sitja þar vegna þess að það fólk kann að koma fyrir sig orði og hefur útblásið egó. Skilningur þess á efnahagsmálum er greinilega enginn þó það kunni að kjafta sig inn á kjósendur. Katrín Jakobs gumaði af litlu atvinnuleysi nýlega. Hvað mun hún segja um atvinnuleysið í t.d. nóvember þegar það verður mun hærra en nú? Hvað með matargjafirnar sem nú eru að hefjast að nýju? Er það góður árangur sem Katrín þakkar sér?

Stjórnmálamenn vinna við að selja hugmyndir - það skiptir hins vegar engu hvað þeir segja heldur hvað þeir gera.

Svo segja atvinnuleysistölur ekki nema hluta sögunnar! Hve margir sem þessar línur lesa þekkja einhverja sem flust hafa af landi brott vegna stöðunnar hér? Hve margir sem lesa þessar línur þekkja einhverja sem hafa farið í skóla en væru á vinnumarkaðinum ef staðan væri betri? Hve margir munu fljótlega missa réttinn til atvinnuleysisbóta? Er þetta góður árangur að mati t.d. Katrínar Jakobs?

Það er búið að prófa sósíalisma víða um heim í langan tíma og hann virkar hvergi.  Hvers vegna geta vinstri menn ekki lært af sögunni? Halda vinstri menn t.d. að það sé tilviljun að Kína og Indland séu að verða að efnahagslegum stórveldum? Er uppgangur þessara landa sósíalisma að þakka?

Helgi (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 22:33

2 identicon

Ég vona að Steingrími takist að endurheimta manndóm sinn, sjálfsvirðingu, styrk, samvisku og trúverðugleika, með því að vera sá maður sem kjósendur hans kusu hann til að vera á sínum tíma, en ekki einhver undirsáti og hundur Össurs Skarphéðinssonar, eins hataðasta manns Íslands sem verður brátt einn fyrirlitnasti maður Íslandssögunnar. Aumt er að eiga slíka vini, hvað þá þegar þeir eru líka yfirboðarar. Steingrímur hefur aftur á móti enn smá von um smá mannorð, og ætti að láta þennan siðblindingja lönd og leið og fylgja eigin samvisku og eigin hugsjónum, þeim hinum sömu og hann var kosinn til að framfylgja. Annars halda menn hann annað hvort aumingja, eða enn verra, verði keyptan, það er að segja svokallaða "pólítíska mellu", því ekkert nema greindarskortur ellegar algjör siðblinda myndi útskíra svo skörp skoðanaskipti á svo stuttum tíma sem þurfa myndi til ef Steingrímur væri í reynd orðinn einhver Samfylkingarmaður.

Hinn almenni kjósandi. (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 01:21

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er mikið að gajinn tekur til máls; utanríkisráðherra landsins. Satt segir nafni minn ,um útblásna egó-kjaftaska eins og hann. Valdið er í augnablikinu hjá þessum hrunráðherra, hann brýnir samherja sína gegn þjóðinni sem ól hann fíflið!! Getur verið að ég hafi séð álíka typu í túlkun Marlon.s Brando í mafíumynd,? Keep on Steingrímur traitor.

Helga Kristjánsdóttir, 5.9.2012 kl. 02:00

4 Smámynd: Elle_

´Hinn almenni kjósandi´, Steingrímur er löngu búinn að tapa manndóminum og trúverðugleikanum.  Hvor er verri, hann eða Össur, er orðið erfitt að sjá.  Hann sannarlega líkti eftir eftir manndómslausum Össuri, jafnóðum og hann komst úr stjórnarandstöðu í stjórn. 

Steingrímur var góður ræðumaður og stjórnarandstæðingur en viðurstyggilegur stjórnmálamaður.  Það bara sást aldrei fyrr meðan það var nóg að hann kjaftaði nóg.  Þannig komast hættulegir stjórnmálamenn til valda.  

Endurheimtur manndómur Steingríms er ekki það sem skiptir máli.  Heldur vildi ég að hann yrði dreginn fyrir dómstóla.  Með Jóhönnu og Össuri.  Svo veldur það manni miklum heilabrotum hvernig í ósköpunum allslaus Jóhanna og Össur gátu blekkt fólk og komist aftur og aftur til valda.

Elle_, 5.9.2012 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband