Grísku áhrifin á íslensk stjórnmál

Grikkland verður áhrifavaldur í næstu þingkosningum á Íslandi. Land Sókratesar auglýsir stöðu smáþjóða í Evrópusambandinu. Samaras forsætisráðherra fer betliferð til Berlínar þar sem Merkel kanslari klappar honum á kollinn og segir honum að spara meira.

Sjálfstraust Grikkja er farið veg allrar veraldar. Þeir hvorki þora að hætta í evru-samstarfinu né eru þeir nógu evrópuvæddir til að geta tileinkað sér fjármálaskipulag sem heldur vatni. Merkel segist vilja Grikki áfram í evru-samstarfinu en hún var ekki búin að sleppa orðinu þegar samherjar hennar í Bæjaralandi sögðust gera ráð fyrir brotthvarfi Grikkja á næsta ári.

Grísku áhrifin á alþingiskosningarnar verða tvíþætt. Í fyrsta lagi grefur reynsla Grikkja almennt undan stuðningi við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Í öðru lagi höfðar framkoma stórveldanna í Evrópu gagnvart Grikkjum til pólitískrar samvisku alþjóðasinna í röðum vinstriflokkanna (jú, þeir eru til - einkum í VG) sem höfðu verið hallir undir rökin um að Ísland yki þátttöku sína í alþjóðlegu samstarfi með aðild að ESB. Gríska dæmið sýnir ekki alþjólegt samstarf á jafnréttisgrunni heldur hjálendustöðu smáríkja í ESB.

ESB-sinnar á Íslandi verða að útskýra fyrir kjósendum hvers vegna þeir vilja að Ísland verði hjálenda Evrópusambandsins. Og það er nokkuð snúið að útskýra ágæti þess að vera hornkerling.


mbl.is Merkel vill Grikkland áfram með evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fyrst eftir aðildarumsögn bentu andstæðingar aðildar á hversu litlu Ísland fengi ráðið um sín mál,gengi það í ESB. Var í því samhengi bent á vægi atkvæða í svokölluðu ráðherraráði (0,06 %). Aðildarsinnar fullyrtu að það gerði Ísland ekki áhrifalaust þar,því vel yrði séð fyri stórum sem smáum. Mátti helst skilja að í Brussel ríkti réttlátur almáttugur. Við höfum nú orðið vitni að hörmungunum í Grikklandi og eins og Páll segir hafa þau áhrif á alþingiskosningar okkar. Þegar allt kemur til alls,verður sterkasti áhrifamaður ESB. Angela Merkel,að lúta vilja samherja sinna í eigin landi,sem hafa allt aðra sín á vandamálum Grikkja en hún.Ekkert öruggt skjól undir pilsfaldi hennar,þótt Samfó og VG.telji það,svo er okkur andstæðingum aðildar að fjölga,það þýðir bara eitt,,ekkert ESB.

Helga Kristjánsdóttir, 25.8.2012 kl. 13:01

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Leiðr. Umsókn!!!

Helga Kristjánsdóttir, 25.8.2012 kl. 13:01

3 identicon

Hætt er við því að kosningarnar að vori snúist ekki um endurreisn landsins eftir Davíðshrunið, heldur um Evrópu, þ.e.a.s. ESB og Icesave.

Fæstir skilja fjármálapólitík og reflex þeirrar vanþekkingar er nationalismi eða þjóðremba. Egoismi en ekki solidarity. Þetta yrði þá í takt við forsetakosningarnar, þar sem hæfileikar og intregity frambjóðenda var ekki í fyrirrúmi, fremur ESB og Icesave.

Svo lengi sem innbyggjarar hafa ekki þroska né menntun  til að standast própaganda maskínu Íhaldsins og fjármagnis, er ekki von á góðu hér á klakanum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.8.2012 kl. 13:04

4 Smámynd: Elle_

Af hverju kallar Haukur þetta ekki Jóhönnuhrunið eða Samfylkingarhrunið?  Eða Össurarhrunið?  Voru þau ekki líka í ríkisstjórn eins og hann hefur verið margminntur á lengi?

Elle_, 25.8.2012 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband