Ríkisstjórnin elur á upplausn

Lausung og órói einkennir stjórnsýslu ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Tíðar mannabreytingar og niðurlagning ráðuneyta veit ekki á stöðugt stjórnarfar.

Ráðuneyti þar sem skipulag og mannaforráð eru reglulega sett í uppnám verða máttlaus reköld.Tilgangslaust er að setja saman stjórnarstefnu þegar viðbúið er að framkvæmd hennar verður í skötulíki. 

Ríkisstjórn Samfylkingar og VG er uppspretta upplausnarástands í þjóðfélaginu. Hernaður ríkisstjórnarinnar gegn stjórnarskrá lýðveldisins er skýr vitnisburður þar um.

Skynsamleg herfræði stjórnarandstöðunnar á kosningaári er að bjóða stjórnfestu.


mbl.is Þingflokksfundur um ráðherraskipan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

"nn þarf að "hræra í skítnum" og verður honum svo skammtað á nýjar bleiur sem að ráðherrar þurfa að vera með fram að kosningum.... sem verða vonandi sem fyrst.

Óskar Guðmundsson, 24.8.2012 kl. 11:49

2 identicon

Sæll Páll jafnan; sem og aðrir gestir, þínir !

Nafni minn; Guðmundsson !

Hvers vegna; æskir þú enn einna, tilgangslausra kosninganna, þó svo tækist, að koma Jóhönnu og Steingríms ruslinu frá, ágæti drengur ?

Er ekki borðliggjandi; að næsta stjórn, verði skipuð Olíu- og Glussa bornu fólki, um höndurnar; fólki, sem raunverulega, kann til verka, nafni minn ?

Varla; ertu að kalla eftir landeyðunum; Bjarna og Sigmundi Davíð, eða hvað ?

Takist Íslendingum ekki; að afmá ónýtt þingfyrirkomulagið, og koma á skikkanlegri landsstjórn, sýnist mér bezt úr þessu, að Kanadamönnum og Rússum verði boðið, að skipta landi og lýð og fénaði öllum; bróðurlega á milli sín - og Íslendingar rynnu þar með, afar hljóðlega, inn í þeirra þjóða höf, nafni minn; Óskar Guðmundsson.

Já; og raunar, beini ég þessarri ályktun til Páls síðuhafa, einnig.

Við óbreytt ástand; getum við ekki unað, að minnsta kosti !

Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 12:13

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Fyrirsögnin hefði átt að vera "Ríkisstjórnin elur VÍSVITANDI á upplausn".

Með því að koma öllu í kaldakol telja stjórnvöld auðveldara að teyma lýðinn inní allt-um-lykjandi faðmlag ESB apparatsins sem okkur er sagt að leysi öll vandamál. Nema sín eigin, augljóslega...

Kolbrún Hilmars, 24.8.2012 kl. 14:42

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt Kolbrún! Brusselsk dagskipun án efa,en Jóka þekkir ekki grasrótina lengur. Kynnum okkur fyrir henni!!

Helga Kristjánsdóttir, 24.8.2012 kl. 15:10

5 identicon

Já, herfræðin er greinilega komin út um víðan völl hjá ríkisstjórnarflokkunum. Örvæntingin greinilega algjör og væri forvitnilegt að vera fluga á vegg á þingflokksfundunum sem nú fara í hönd.

Tek undir með þér og líka Kolbrúnu Hilmars sem réttilega segir að ríkisstjórnin ali vísvindandi á upplausn.

Nýjasta dæmið er tilgangslausa kosningin um tillögur stjórnlagaráðs sem fer víst fram 20. okt. Þeim hefur ekki hugnast að fara að lögum í boðun þeirra frekar en öðru.

Við heyrum í anda ramakveinin þegar það verður kært.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband