ESB-aðlögun verður kosningamálið

Breytt ráðherraskipan ríkisstjórnarinnar gildir einu: kosningamálið verður hvort þjóðin veiti Samfylkingu og VG umboð til aðlögunarferlis. Eins og skýrt kemur fram á bloggsíðu Heimssýnar er undirbúningur hafinn að aðlögun Íslands að Evrópusambandinu.

Steingrímur J. Sigfússon formaður VG ætlar að láta ESB-umsóknina standa fram yfir alþingiskosningar og setja síðan aðlögunarferli Íslands inn í Evrópusambandið á fullt skrið - fái ríkisstjórnarflokkarnir haldið velli. Þetta má lesa úr svari Steingríms J., sem ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar, við fyrirspurn þingmannanna Jóns Bjarnasonar og Atla Gíslasonar.

Í svarinu viðurkennir Steingrímur J. aðlögunarkröfu Evrópusambandsins með þessum orðum

Þeir Atli og Jón spurðu einnig hvort ESB geti krafist þess að tilteknum áföngum verði náð í aðlögun íslenskrar stjórnsýslu að löggjöf ESB áður en samningskaflanum um landbúnað verður lokað. Í svari ráðherra segir að viðræður um samningskaflann séu ekki hafnar og því ótímabært að geta sér til um hvort og þá hvernig ESB kunni að setja fram lokunarviðmið í kaflanum. „Rýniskýrsla ESB um landbúnaðarkafla viðræðnanna nefnir stefnu íslenskra stjórnvalda um að ekki verði ráðist í breytingar fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú aðgerðaáætlun sem nú liggur fyrir byggist á þeirri nálgun.“

Aðeins 18 kaflar af 35 samningsköflum í viðræðum við ESB hafa verið opnaðir. Ástæðan er sú að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur ekki treyst sér til að mæta aðlögunarkröfum Evrópusambandsins.

Ef ríkisstjórnin heldur velli verður litið svo á að hún sé komin með umboð frá kjósendum til að setja aðlögunarferli Íslands inn í Evrópusambandið á fullt skrið.

 


mbl.is Ráðherrabreytingar lagðar fram um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er þingræðislegur meirihluti fyrir því að ESB málið verði sett í salt.

Það er lýðræðislegur meirihluti fyrir því að aðlögunarferlinu að ESB verði hætt.

Þinginu ber því að senda málið til þjóðaratkvæðagreiðslu,

sem fari fram í nóvember 2012.

Spurningin er einföld:  Vilt þú að áfram sé haldið með aðildarferlið að ESB,

sem hófst með samþykkt alþingis 2009?

Amk. 70 % þjóðarinnar mun segja dúndrandi Nei.

Ekkert annað kemur til greina, en alþingi sjái sóma sinn í að fara að vilja

meirihluta þjóðarinnar.  Það líður að kosningum, einnig alþingiskosningum! 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 12:23

2 identicon

Ferlið átti að taka 1 og 1/2 ár.  Nú eru komin rúm 3 ár af tossagangi gæsanna.

Mál er að linni. 

Það er löngu kominn tími til að meirihluti þjóðarinnar fái að segi sitt Nei við tossagangi ali-gæsanna. 

Við krefjumst lýðræðis í stað fasismans sem þingið hefur lengi ástundað.

Þingdruslur allra flokka, mútu og spillingarþegar upp til hópa,

ekkert annað kemur til greina, en að þið afgreiðið málið til

þjóðaratkvæðagreiðlu, sem fram fari í nóvember 2012. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 12:38

3 identicon

Að bíða með málið óklárað fram að alþingiskosningum er ávísun til helvítis.

Fjórflokknum er ekki treystandi fyrir horn.  Hann svíkur öll kosningaloforð sín.

Því kemur ekkert annað til greina en þjóðaratkvæðagreiðsla, nóvember 2012.

Málið dautt og verði ekki vakið upp nema með annaarri þjóðaratkvæðagreiðslu.  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 12:52

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Pétur tek undir með þér. Þessi mikli meirihluti þjóðarinnar,kjósendur frá 2009,sjá að þeir voru blekktir.Ef einhverjir hafa lært að rýna í stöðu stjórnmála eru það þeir. Þetta vita alþingismenn og reyna ekki að sniðganga vilja almennings (illabrenndir af Icesavemálinu) ,þeir munu því samþykkja að senda málið til Þjóðaratkvæðagreiðslu í nóv 2012.

Helga Kristjánsdóttir, 22.8.2012 kl. 13:04

5 identicon

Alþingi nýtur einungis 10% traust meðal þjóðarinnar.

Það mundi verða því til smá vegsauka, ef það léti nú svo lítið í fyrsta sinn,

að eigin frumkvæði, að vísa þessu máli vafningalaust til dóms þjóðarinnar.

Að virkja lýðræðislegan vilja þjóðarinnar, að hætti Bessastaðabóndans.

Eða vilja alþingismenn áfram vera miklu minni menn en Bessastaðabóndinn,

í huga meirihluta almennings?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 13:26

6 identicon

Hárétt hjá þér Helga.  Ef einhverjir hafa lært að rýna, af heilbrigðri skynsemi, í stöðu stjórnmálanna, þá er það meirihluti þjóðarinnar, kjósendur.  Þeir sömu kjósendur og munu ráða örlögum þeirra þingmanna sem nú sitja á vanhæfu alþingi.

Þess vegan ber brýna nauðsyn til þess að þingið, því til smá vegsauka, láti nú svo lítið, að eigin frumkvæði, að senda málið til dóms þjóðarinnar, í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem fram fari í nóvember 2012.

Til þess þarf þingið að afgreiða málið strax frá sér í byrjun október 2012.

Ég neita að trúa öðru en að allir þingmenn vilji að lýðræði þjóðarinnar sé virkjað.

Þeir sem kunna að standa gegn því, geta ekki kennt sig við lýðræði.  Þeim verður vart fagnað þegar að alþingkosningum kemur.  Þeir skyldu gá að því.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband