Þingflokkur Samfylkingar gerður hlægilegur

Helgarumræðan var útspil tveggja góðkrata um að afturkalla ætti ESB-umsóknina. Innsýn Stefáns Ólafssonar og Andrésar Jónsonar í íslenska pólitík er þessi: ESB-umsóknin er haldbesta verkfærið til að berja niður fylgi Samfylkingar.

Þingflokkur Samfylkingarinnar eru svo þokulagður brusselvímu að hann fattar ekki grunndvallarstöðu íslenskra stjórnmála. ESB-umsóknin er myllusteinninn sem sekkur fylgi.

Þingflokkur Samfylkingarinnar hleypur í dag til og gaggar ýmist um stjórnarslit eða að klára eigi viðræður sem staðið hafa í þrjú ár án árangurs á nokkrum vikum.

Þingflokkur Samfylkingarinnar er ekki í neinum takti við íslenskt samfélag.

 

 

 


mbl.is „Snögg en skynsamleg u-beygja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er búið að vera ljóst nokkuð lengi að forysta Samfylkingarinnar og nokkrir heilaþvegnir áhangendur hennar eru ekki í neinum takti við þjóðarsálina né hvað er að gerast í Evrópu.  Ég hef fylgst með þessu af undrun á hvað gangi þeim eiginlega til.  Ótrúlegt að fylgjast með þessu máli öllu saman.  Og svo koma kosningar sem betur fer, og þá fer allt á annan endann, þegar þau gera sér grein fyrir því að þau eru í miklum minnihluta með þetta óskamál sitt, von að nú linni þessari áþján.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.8.2012 kl. 11:35

2 identicon

Hvaða tímamótahugmynd er þetta sem Sigmundur vill eigna sér? Frestur er á öllu bestur? Út með þetta lið - án tafar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 11:36

3 identicon

Já enga ókeypis peninga frá Evrópusambandinu takk! :D

Hvað haldið þið að gerist þó svo að þetta svokallaða aðlögunartímabil rennur á enda?  Það verða kosningar, og hvað með það?  Eða þarf núna að byrja að kjósa um það að kjósa, áður en kjósa verður?

Fyrst sumir geta ekki verið þolinmóðir, hvernig væri þá bara að aflétta þeim þessari mæði og ljúka þessu endalausa væli og kjósa núna!

Kjósa núna um Evrópusambandið (án þess að vita kostina og tilboðin nota bene) og fá líðræðið beint í hendurnar núna?  Nei það er sko heldur EKKI á dagskrá stjórnarandstöðu og VG.

Það mætti halda að stjórnmálamenn í andstöðu og á móti eyði a.m.k. helminginum af tíma sínum í annað en trafalir og seinkanir.  Það er fólk á götunni, það er fólk án atvinnu, það eru samfélagsþjónustur komnar að þrotum, það er menntakerfi í krísu, það er fólk og fyrirtæki á leiðinni á hausinn, það er fólk að flytja úr landi.

J.

Jonsi (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband