Tveir skólar evru-kreppunnar

Lausnin á evru-kreppunni er ekki í sjónmáli. Tvær meginhugmyndir, eða skólar, takast á, samkvæmt Frankfurter Allgemeine og Die Welt. Önnur meginhugmyndin er að halda fast í meginreglur um að Evrópski Seðlabankinn hafi verðstöðugleika að sínu eina markmiði og skipti sér ekki af ríkisfjármálum 17 aðildarríkja evur-samstarfins. Hin meginhugmyndin er að Evrópski Seðlabankinn, eða björgunarsjóður með umboð frá bankanum, sjái til þess að lántökukostnaður einstakra evru-ríkja verði ekki ósjálfbær.

Lántökukostnaður ríkja fer eftir tiltrú þeirra á markaði. Spánn og Ítalía verða að borga hærri vexti vegna þess að lánveitendur efast um að efnahagskerfi þessara landa fái þrifist að óbreyttu. Ósjálfbærar skuldir munu fyrr heldur en seinna leiða til afskrifa á lánum, - líkt og reynslan af Grikkjum kenndi. Og lánveitendur eru tregir til að lána slíkum ríkjum.

Meginreglu-skólinn segir að kjarni kreppunnar í Suður-Evrópuríkjum sé töpuð samkeppnisstaða. Til að leysa kreppuna þurfi að vinna tilbaka tapaða samkeppnisstöðu. Það verður aðeins gert með því að lækka launakostnað og skera niður opinberan rekstur. Sameiginlegir björgunarsjóðir eru til að hjálpa Suður-Evrópu til að hrinda í framkvæmd nauðsynlegri uppstokkun. Þetta taki tíma, fimm til tíu ár.

Hagkvæmnis-skólinn segir að evru-kreppan stafi af rangri hönnun á gjaldmiðlasamstarfinu. Þá hönnun verði að leiðrétta samtímis sem böndum sé komið á lántökukostnað Suður-Evrópuríkja. Aðalhönnunargallinn, samkvæmt þessum skóla, er að Evrópski Seðlabankinn hafi of takmarkað umboð. Auk verðstöðugleika eigi bankinn að tryggja fjármálastöðugleika. Engan tíma megi missa og grípa verði sem fyrst til nauðgynlegra aðgerða.

Í grófum dráttum eru Þjóðverjar megin-reglumenn en Suður-Evrópa og margir hagfræðingar í Bretlandi og Bandaríkjunum fylgja hagkvæmni-skólanum að málum.

Eftir því sem kreppan dýpkar harðna átökin milli þessara meginskóla. Að flestra dómi mun evru-krappan versna enn á næsta ári. 

 


mbl.is Lánshæfi 15 ítalskra banka lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband