Orð Hitlers í London valda usla

Fyrsta ólympíugull Þjóðverja í London kom í hestaíþróttinni. Minnugur þess að gullið var tekið af Þjóðverjum á leikunum í Aþenu 2004 eftir kæru frá keppinautunum sagði íþróttafréttamaðurinn Carsten Sostmeier eftirfarandi

Und das haben sich die Deutschen gemerkt, denn seit 2008 wird zurückgeritten. Wir holen uns Gold zurück, gnadenlos.

Orðin ,,seit 2008 wird zurückgeritten" eru tilvísun í alræmt ávarp Adolf Hitlers við upphaf seinna heimsstríðs 1. september 1939. Hitler laug því til að Pólverjar hefðu skotið á þýska grund um nóttina. Og sagði síðan

Seit 5.45 Uhr wird jetzt zurückgeschossen. Und von jetzt ab wird Bombe mit Bombe vergolten.

Þýskir eru næmir á merkingu orða, einkum ef þau vísa til þriðja ríkisins. Sostmeier var gert að biðjast afsökunar, samkvæmt Die Welt. Hann afsakaði sig með þessum orðum: mér þykir mjög leitt ef ummæli mín pirruðu einhvern. Líklega er til bljúgari ósk um fyrirgefningu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það verður víst seint offramboð af friði, auðmýkt og fyrirgefningum í veröldinni, og síst af öllu þegar keppt er um stöðuupphafningar-verðlaun, peninga og völd.

Við getum víst öll bætt okkur í þessum mikilvægu dyggðum. Ég tek til mín minn skerf af þessari þörfu áminningu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.8.2012 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband