Forysta VG stundar umræðuþöggun

Vinstrivaktin, sem nokkrir félagar úr VG halda úti, vekur athygli á sérkennilegri tilraun forystu flokksins til umræðuþöggunar á næsta fulltrúaráðsfundi í lok ágúst. Í dagskrá fundarins er ekki gert ráð fyrir almennum umræðum en þar er sá vettvangur sem flokksmenn nota til að ræða frammistöðu flokksins.

Afnám dagskrárliðsins almennar umræður er tilraun flokksforystunnar að þagga niður í þeim röddum flokksmanna sem haldið hafa á lofti samþykktunum flokksins um utanríkismál - einkum er varðar aðildarumsóknina að Evrópusambandinu.

Forysta sem þorir ekki að hleypa almennum flokksmönnum í púltið er ekki upp á marga fiska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé að það eru ekkert nema konur sem fronta þessa haltu kjafti og vertu sæt stefnu flokksins.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 14:12

2 identicon

Kommúnískar starfsaðferðir.

Kemur ekki á óvart.

Konurnar notaðar sem puntudúkkur fyrir valdasjúklinginn.

Rósa (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 14:18

3 Smámynd: Jón Sveinsson

það þarf ekki mörg orð um VG ráðherra og þingmenn þjóðarskömm

Jón Sveinsson, 31.7.2012 kl. 15:32

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Forysta VG gerir greinilega ekki ráð fyrir fjöldamætingu á þennan fulltrúaráðsfund. Staðarvalið eitt og sér er ágæt vísbending.

Kolbrún Hilmars, 31.7.2012 kl. 16:05

5 identicon

Þetta verður spaugileg samkunda.  Og það á Hólum, kannski kögunarhólum? 

Vonandi gleyma ekki þessar VG konur búrkunum.  Það verður allt að vera í stíl.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 17:06

6 identicon

Talibanarnir heimta að konur séu huldar búrkum í nálægð þeirra.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 17:10

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Pétur Örn, þú ert ágætur, en - slakaðu aðeins á. Þú drepur umræðuna með öllum þessum rað-innleggjum.

Kolbrún Hilmars, 31.7.2012 kl. 17:40

8 identicon

Bara þessi að lokum.

Takk fyrir góðar ráðleggingar Kolbrún.  Ég mun nú virða þær, héðan í frá:-)

Ég er hættur.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 19:07

9 identicon

Ungar konur bjóða fram ógeðsstefnuna og setja hana í smekklegan og umfram allt vel stílfærðan búning og á góðri íslensku. Hvenær ætlar einhver ærlegur úr vinstri grænum að æla opinberlega eða er enn hægt að kyngja?

p.s. Það er vegna manna eins og Péturs Arnar Björnssonar og örfárra annarra sem maður hefur enn trú á mannkyninu. Vinsamlegast slökkvið ekki á ljósinu.

Anna María (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 20:44

10 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Svona er pólitíkin. Það má aldrei segja neitt á skjön við línuna.

Ásgrímur Hartmannsson, 31.7.2012 kl. 22:10

11 identicon

Innleg þín Pétur Örn eru meðal þeirra allra skemtilegustu. Láttu því ekki smámunasemi Kolbrúnar á þig fá.

Toni (IP-tala skráð) 5.8.2012 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband