Miðvikudagur, 25. júlí 2012
Nubo í skjóli Steingríms J.
Huang Nubo, sem telur Íslendinga ekki veika heldur hrædda, ætlar að setja upp kínverska nýlendu í kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar formanns VG og allsherjarráðherra. Áform Kínverjans snúast um flugvallarrekstur og hótelbyggingar á hálendinu annars vegar og hins vegar umskipunarhöfn.
Steingrímur J. hefur æmt af minna tilefni. Formaður VG er ekki beinlínis þekktur fyrir að koma hreint fram, samanber stuðning hans við ESB-umsókn Össurar þótt flokkssamþykktir VG hafni aðild.
Félagar Steingríms J., sem skrifa á Vinstrivaktina, gruna formanninn um að styðja kínverska auðmanninn til að hreiðra um sig á Norðausturlandi. Þögn Steingríms J. um stórveldisdrauma Nubo rennir stoðum undir þær grunsemdir.
Krefja Steingrím J. svara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
S. joð Il, einræðisherra Íslands, er óneitanlega farinn að minna á flokksbræður sína í Norður Kóreu.
Stefan Audunn Stefansson (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 14:36
Liggur ekki framtíð Steingríms einmitt í þessu. Hann á ekki afturkvæmt í pólítík svo þetta er hans haldreipi.
Valdimar Samúelsson, 25.7.2012 kl. 15:24
Valdimar, Sko Steingrímur er snillingur að eigin sögn, honum bauðst að fara út og bjarga Grikklandi og síðan örugglega einhverjum þar á eftir til þess að leiða IMF afram í sínu björgunarstarfi. Ég legg til að það fari fram rannsókn á endurreisninni og hvort bókhald stóru bankanna standist og mig langar að vita hverjir eru skráðir eigendur því að kröfuhafar hafa en ekki fengið þá.
valli (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 15:34
Það er ekki sama hvaðan erlenda fjármagnið kemur.
Steingrímur og Indriði hafa barist skipulega gegn öllum erlendum fjárfestingum á Íslandi komi þær frá Evrópu eða USA.
En þeir eru hlynntir fjárfestingum kínverskra kommúnista því þeir eru að mati þessara hættulegu manna betra fólk en kapítalistarnir í USA og Evrópu.
Líkur sækir líkan heim.
Einræðisöflin eru alls staðar eins.
Nú hljóta kjósendur þessa manns sem bera á honum alla ábyrgð loksins að sparka honum út úr íslenskri pólitík.
Rósa (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 15:58
Enn kennir þú kjósendum VG um hegðun Steingríms. Hvað hafa blekktir kjósendur VG með hans skringilegu hegðun að gera? Steingrímur einn ber ábyrgð á sér sjálfum, persónulega og lagalega, og öllum sínum gerðum. Nema hann hafi verið sviptur sjálfsforræði að þú vitir.
Elle_, 25.7.2012 kl. 17:01
Flokkurinn VG gat hinsvegar losað sig við manninn, en nei, hann er enn þarna að drýgja hór. Og kemst upp með það fyrir utan nokkrar mótmælaraddir, enda með nokkrum jafnskaðlegum í flokki.
Elle_, 25.7.2012 kl. 17:29
Tek undir með þér Elle,að við bættu, heldur þessi maður og meðráðherrar hans,að þeir séu ósnertanlegir. Það er meiri ástæða í dag til uppreisnar heldur en þegar efnahagskreppan skall á.
Helga Kristjánsdóttir, 25.7.2012 kl. 17:42
Alveg fyrirsjánlegt upplegg hjá Sjöllum. þeir hata SJS svo eftir að hann er margbúinn að rassskella þá að þeir reyna allt til að koma höggi á hann eða reyna að peppa Ömmalinginn upp.
Feitt geisp.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.7.2012 kl. 17:57
Hrun-skækjurnar 3, BDS í þinghelgi Vlór-goðans í Norðurþingi.
Fjór-falt fokk, helvítis fokkin fokk.
Tek undir með Helgu, að nú er svo sannarlega þörf á upp-reisn
al-mennings gegn öllum viðurstyggilegu Hrun-skækjunum 4, BDSV.
Hrjóðum viðurstyggðina úr þing-musterinu.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 18:05
Steingrímur lætur vel að þeim sem eiga peninga.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.7.2012 kl. 18:32
Á Steingrimur einkahöfn fyrir norðan?
Sólbjörg, 25.7.2012 kl. 19:34
Getur þjóðin ekki haldið samstöðufund um málið? Ekki mótmæla neinu samt.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 07:12
Það er eðlilegt að Mr. J hafi áhyggjur af umfjöllun fjölmiðla og að þeir muni ekki koma á framfæri þeim björgunaraðgerðum sem hann hefur staðið fyrir í Íslensku þjóðfélagi, þegar ummæli nokkra hér eins og Rósu, Heimis o.fl.
Ég kaus Steingrím J. Sigfússon og er löngu búinn að fá upp í kok af svikum hans við þann málstað sem ég kaus hann út á, þess fær hann að gjalda með atkvæði mínu en auðvitað er Mr. J skjálfandi á beinunum um að þeir sem hann hefur þjónað séu ekki eins og ég að kjósa eftir málefnum en ekki persónum.
Þess vegna fer Mr. J líklega á eftirlaun með stríðsglæpamönnum Íslands en vonandi verður stutt í það að tekið verði til og allt sjálftökulið og þjófar reknir úr valdastöðum bæði í pólitík og atvinnulífi á Íslandi.
sigurður haraldsson (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 07:41
Hvaða björgunaraðgerðum hefur maðurinn staðið fyrir? Hann hefur valdið miklum skemmdum. Sammála þér að öðru leyti.
Elle_, 26.7.2012 kl. 07:57
Nei, ég held ég skilji núna að þetta hafi kannski ekki verið alvara, heldur kaldhæðni. Gott mál.
Elle_, 27.7.2012 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.