Nubo í skjóli Steingríms J.

Huang Nubo, sem telur Íslendinga ekki veika heldur hrædda, ætlar að setja upp kínverska nýlendu í kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar formanns VG og allsherjarráðherra. Áform Kínverjans snúast um flugvallarrekstur og hótelbyggingar á hálendinu annars vegar og hins vegar umskipunarhöfn.

Steingrímur J. hefur æmt af minna tilefni. Formaður VG er ekki beinlínis þekktur fyrir að koma hreint fram, samanber stuðning hans við ESB-umsókn Össurar þótt flokkssamþykktir VG hafni aðild.

Félagar Steingríms J., sem skrifa á Vinstrivaktina, gruna formanninn um að styðja kínverska auðmanninn til að hreiðra um sig á Norðausturlandi. Þögn Steingríms J. um stórveldisdrauma Nubo rennir stoðum undir þær grunsemdir.


mbl.is Krefja Steingrím J. svara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

S. joð Il, einræðisherra Íslands, er óneitanlega farinn að minna á flokksbræður sína í Norður Kóreu.

Stefan Audunn Stefansson (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 14:36

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Liggur ekki framtíð Steingríms einmitt í þessu. Hann á ekki afturkvæmt í pólítík svo þetta er hans haldreipi.

Valdimar Samúelsson, 25.7.2012 kl. 15:24

3 identicon

Valdimar, Sko Steingrímur er snillingur að eigin sögn, honum bauðst að fara út og bjarga Grikklandi og síðan örugglega einhverjum þar á eftir til þess að leiða IMF afram í sínu björgunarstarfi. Ég legg til að það fari fram rannsókn á endurreisninni og hvort bókhald stóru bankanna standist og mig langar að vita hverjir eru skráðir eigendur því að kröfuhafar hafa en ekki fengið þá.

valli (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 15:34

4 identicon

Það er ekki sama hvaðan erlenda fjármagnið kemur.

Steingrímur og Indriði hafa barist skipulega gegn öllum erlendum fjárfestingum á Íslandi komi þær frá Evrópu eða USA.

En þeir eru hlynntir fjárfestingum kínverskra kommúnista því þeir eru að mati þessara hættulegu manna betra fólk en kapítalistarnir í USA og Evrópu.

Líkur sækir líkan heim.

Einræðisöflin eru alls staðar eins.

Nú hljóta kjósendur þessa manns sem bera á honum alla ábyrgð loksins að sparka honum út úr íslenskri pólitík.

Rósa (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 15:58

5 Smámynd: Elle_

Enn kennir þú kjósendum VG um hegðun Steingríms.  Hvað hafa blekktir kjósendur VG með hans skringilegu hegðun að gera?  Steingrímur einn ber ábyrgð á sér sjálfum, persónulega og lagalega, og öllum sínum gerðum.  Nema hann hafi verið sviptur sjálfsforræði að þú vitir.

Elle_, 25.7.2012 kl. 17:01

6 Smámynd: Elle_

Flokkurinn VG gat hinsvegar losað sig við manninn, en nei, hann er enn þarna að drýgja hór.  Og kemst upp með það fyrir utan nokkrar mótmælaraddir, enda með nokkrum jafnskaðlegum í flokki.

Elle_, 25.7.2012 kl. 17:29

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tek undir með þér Elle,að við bættu, heldur þessi maður og meðráðherrar hans,að þeir séu ósnertanlegir. Það er meiri ástæða í dag til uppreisnar heldur en þegar efnahagskreppan skall á.

Helga Kristjánsdóttir, 25.7.2012 kl. 17:42

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Alveg fyrirsjánlegt upplegg hjá Sjöllum. þeir hata SJS svo eftir að hann er margbúinn að rassskella þá að þeir reyna allt til að koma höggi á hann eða reyna að peppa Ömmalinginn upp.

Feitt geisp.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.7.2012 kl. 17:57

9 identicon

Hrun-skækjurnar 3, BDS í þinghelgi Vlór-goðans í Norðurþingi.

Fjór-falt fokk, helvítis fokkin fokk.

Tek undir með Helgu, að nú er svo sannarlega þörf á upp-reisn

al-mennings gegn öllum viðurstyggilegu Hrun-skækjunum 4, BDSV.

Hrjóðum viðurstyggðina úr þing-musterinu. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 25.7.2012 kl. 18:05

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Steingrímur lætur vel að þeim sem eiga peninga.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.7.2012 kl. 18:32

11 Smámynd: Sólbjörg

Á Steingrimur einkahöfn fyrir norðan?

Sólbjörg, 25.7.2012 kl. 19:34

12 identicon

Getur þjóðin ekki haldið samstöðufund um málið? Ekki mótmæla neinu samt.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 07:12

13 identicon

Það er eðlilegt að Mr. J hafi áhyggjur af umfjöllun fjölmiðla og að þeir muni ekki koma á framfæri þeim björgunaraðgerðum sem hann hefur staðið fyrir í Íslensku þjóðfélagi, þegar ummæli nokkra hér eins og Rósu, Heimis o.fl.

Ég kaus Steingrím J. Sigfússon og er löngu búinn að fá upp í kok af svikum hans við þann málstað sem ég kaus hann út á, þess fær hann að gjalda með atkvæði mínu en auðvitað er Mr. J skjálfandi á beinunum um að þeir sem hann hefur þjónað séu ekki eins og ég að kjósa eftir málefnum en ekki persónum. 

Þess vegna fer Mr. J líklega á eftirlaun með stríðsglæpamönnum Íslands en vonandi verður stutt í það að tekið verði til og allt sjálftökulið og þjófar reknir úr valdastöðum bæði í pólitík og atvinnulífi á Íslandi.

sigurður haraldsson (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 07:41

14 Smámynd: Elle_

Hvaða björgunaraðgerðum hefur maðurinn staðið fyrir?  Hann hefur valdið miklum skemmdum.  Sammála þér að öðru leyti.

Elle_, 26.7.2012 kl. 07:57

15 Smámynd: Elle_

Nei, ég held ég skilji núna að þetta hafi kannski ekki verið alvara, heldur kaldhæðni.  Gott mál.

Elle_, 27.7.2012 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband