Ólafur Ragnar: Ísland á ekki heima í ESB

Ólafur Ragnar Grímsson forseti sýndi það í Icesave-málinu að hann getur skilið kjarnann frá hisminu. Og það sem meira er þá er Ólafur Ragnar ekki bundinn af þrælslund gagnvart valdinu.

Ólafur Ragnar fékk endurkjör í embætti vegna þess að hann er með aðra framtíðarsýn fyrir Ísland en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem reynir að þvæla okkur inn í ríkjasamband þar sem við eigum ekki heima. Hér útskýrir Ólafur Ragnar í fáum orðum það sem heil ríkisstjórn skilur ekki

Mín afstaða hefur byggst á nokkrum atriðum. Eitt er að við erum hluti af Norður-Atlandshafinu og norðurhluta Evrópu. Nágranni okkar í vestri, Grænland ákvað að yfirgefa Evrópusambandið. Nágranni okkar í austri, Noregur, gekk tvisvar í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslur um inngöngu í Evrópusambandið og mistókst í bæði skiptin. Ef þú ferð um alla norðanverða Evrópu frá Grænlandi gegnum Ísland, Bretland, Noreg, Danmörku og Svíþjóð er það ekki fyrr en á Finnlandi sem þú finnur evruríki.

Í reynd hefur nánast öll Norður-Evrópa ákveðið að halda í eigin gjaldmiðil og ef þú bætir við landfræðilegri staðsetningu okkar og hvernig nágrannaríki okkar hafa valið að fara aðra leið í gjaldmiðilsmálum og bætir svo við yfirráðunum yfir landhelginni og auðlindum landsins. Það hefur alltaf verið mitt mat að það væri betra fyrir Ísland, að þessu gefnu, að halda þjóðinni utan við Evrópusambandið,“ sagði Ólafur Ragnar.

Sértrúarsöfnuðurinn í stjórnarráðinu er kominn með utanríkismál þjóðarinnar í hönk. Forsetinn greiðir úr og vísar leiðina fram á við. Þjóðin veit sínu viti og veitti Ólafi Ragnari endurnýjað umboð.


mbl.is „Sigur lýðræðislegrar byltingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er deginum ljósara, að ef Ísland hefði verið komið í þetta ríkjabandalag ESB fyrir ca. 6-7 árum,væri engin makrílveiði við Íslandsstrendur í dag, en það er einmitt makrílinn sem er að bjarga hálf gjaldþrota þjóð í dag.

Makrílinn er að breyta fæðukeðjunni við strendur landsins.

Makrílinn borðar ekki aðeins fæðuna svifið frá sandsílinu, heldur borðar hann sandsílið líka, þannig að það er engin furða að lundastofninn við Eyjar, sé í mililli niðursveiflu.

Sandsílið heldur sig á 10-50 metra dýpi þar sem sandbotn er,eimitt á þessu dýpi 10-50 metrum við strendur landsins, er makrílinn fryðaður, því sem næst, engar veiðar á makríl leifðar nema á handfæri.

Auðvitað á að gefa allar netaveiðar á makríl frjálsar þar sem sandsíli heldur sig, og það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan ráðherra undritaði reglugerð við banni við netaveiðum á makríl við strendur landsins.

Það virðist engin takmörk fyrir því hvað hálvitagangurinn geti haldið lengi áfram.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 09:28

2 identicon

http://bylgjan.visir.is/kannanir/

GB (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 09:56

3 identicon

Það virðist alveg ótrúlegt í dag að Ólafur hafi nokkurn tíma haft nokkuð saman við þetta fáráða lið í stjórnarráðinu að gera.

Hann vex sem eldri maður á meðan Jóhönnustjórnin er með alvarlega þróaðan Alzheimer.

Svoleiðis  eldist fólk mis vel.

(Í tillegg, Halldór, Grænlendingum bannað að landa á Íslandi.  -Ég sem héld að strandveiðar t.d. ættu einmitt að auka löndun á Íslandi, sem svona kanski það einasta jákvæða).

jonasgeir (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 10:12

4 identicon

Það er blásið til byltingar í austri! Afríka og arabaríkin slíta sig frjáls frá ofríki fyrrum nýlendna sinna. Bandaríkin öðlast nýjan kraft, slíta sig laus frá sinni Evrópsku arfleið og skuggaöflum, og öðlast mátt með straumi frumbyggja sem hafa snúið til baka frá Suður Ameríku, og hin spænskumælandi Bandaríki framtíðarinnar fjarlægjast Evrópu og skuggaarf hennar á órahraða. Asía er frjáls og flýgur sem fuglinn, ekki lengur eftirbátur og undirlægja, laus við kvalara sinn. Og í Norðri slíta hinar fáu þróttmiklu þjóðir Evrópu, þær sem hafa betra mannorð og hreinni samvisku, sig frá bákninu illa, og stofna sitt eigið bandalag og bræðralag, mannkyninu til heilla, en Evrocentrískum heimi til dauða.

Norðurbandalagið (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband