Fráleitt rugl Egils og ríkisstjórnin

Egill Helgason telur ,,fráleitt rugl" að trúa ekki Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra þegar hún segir væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið bindandi. Tvennt er að segja um þá fráleitni.

Í fyrsta lagi umgengni ríkisstjórnarinnar við form, venjur og lög: Hæstiréttur úrskurðaði kosningar til stjórnlagaþings ólögmætar - ríkisstjórnin breytti þeirri niðurstöðu í stjórnlagaráð. Fleiri dæmi mætti tína til, s.s. aðferð ríkisstjórnarinnar við að bregða Icesave-skuldbindingum á almenning. 

Í öðru lagi er stendur yfir aðlögun að Evrópusambandinu, sem ríkisstjórnin neitar að eigi sér stað. Aðlögunin felur í sér að Ísland sem umróknarríki tekur jafnt og þétt upp regluverk Evrópusambandsins. Þegar aðlögun er lokið er Ísland orðið aðili að ESB í reynd. Þetta er aðferðafræði ESB við að taka inn ný ríki. 

Aðeins ein leið er inn í Evrópusambandið og það er leið aðlögunar. Eins og segir í útgáfu Evrópusambandsins, bls. 9 efst til hægri

First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable.

 

Hér segir Evrópusambandið skýrt og skorinort að orðið ,,viðræður" geti valdið misskilningi þar sem ferlið er aðlögun og viðræður snúist um tímasetningar á stjórnkerfisbreytingum. Í aðlöguninni felst að umsóknarríki taki upp 90 þúsund blaðsíður af ESB-reglum og þær eru ekki umsemjanlegar.

Auðvitað er þetta fráleitt enda hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ekki umboð frá þjóðinni í þennan leiðangur.

(Viðbót: Samkvæmt yngri útgáfu af leiðbeiningum ESB um aðlögun að Evrópusambandinu er reglugerðarbáknið núna 100 þúsund blaðsíður.)

 

 


mbl.is „Þetta eru mjög ámælisverð vinnubrögð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Aðlögunnarruglið" í ykkur heimssýnarmönnum og LÍÚ er löngu afsannað. þið gerðuð ykkur að fíflum með þessari lygi ykkar. Ótrúlegt siðleysi að geta fengið það sér af sér að vinna við það að ljúga misserum og árum saman.

þessi dæmataka varðandi þjóðaratkvæðagreiðlu er ennfremur afar erfitt að sjá nokkra lógík í og þetta er fremur kjánalegt. Var ekki farið eftir atkvæðagreiðslunni ´varðandi stjórnlagaþingið? Jú, var farið eftir henni.

Moreover er Skuldarmál ykkar Andsinna, forsetagarmsins og sjallaútrásarvíkinga fyrir Alþjóðlegum dómsstóli. Ríkið tók þá stöðu upphaflega, sem siðuðum vestrænum lýðræðisríkjum sæmdi, að semja um skuldina. það stóð aldrei til að setja það í eitthvað þjóðaratkvæði enda enganvegin hægt að afgreiða það í þjóðaratkvæðagreiðslu sem vonlegt var.

Skuldarmálið getur aðins orðið relevant þessu viðvíkjandi ef sú staða kemur up að Ísland verði dæmt inní EU af Alþjóðlegum Domsstóli. Eg veit eigi hvað dómsstóll þa ætti þá að vera. það væri þá helst Sjalladómsstóllinn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.7.2012 kl. 13:25

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Skuldarmálið getur aðins orðið relevant þessu viðvíkjandi - nema ef sú staða kemur up að Ísland verði dæmt inní EU af Alþjóðlegum Dómsstóli. Eg veit eigi hvað dómsstóll þa ætti þá að vera. það væri þá helst Sjalladómsstóllinn en hann er ekki Alþjóðlegur Dómsstóll. Svo það er akkúrat zero lógík í þessu hjá ykkur heymsýnarbúskussum. Meira eins og bandóðir vitleysingar séu að gapuxast eitthvað."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.7.2012 kl. 13:27

3 identicon

Egill heldur áfram að rugla, næsti pistill, sem ekki er aðgengilegur, heldur bara úrdrátturinn úr honum á forsíðu Eyjunnar. Yfirskrift hans er: Makríllinn og ofveiðin

"Árni Þór Sigurðsson alþingismaður skrifar skynsamlega grein um makríldeiluna á heimasíðu sína. Árni vekur athygli á því að ans er......."

Árni Þór er að undibúa að Jóhönnustjórnin gefi verulega eftir í makrílmálunum, enda liggur fyrir að hún kemst hvorki lönd né strönd nema að gefa eftir í öllum kröfum.

Og Egill tekur undir. Skynsamleg grein segir hann.

Landsölufólki er ekkert heilagt, þegar kemur að því að selja Ísland inn í brunarústir ESB.

Reyndar virðist þetta hafið staðið í Agli, því hann treystir sér greinilega ekki til að birta pistilinn sinn. Gæti verið að úrdrátturinn sé þarna fyrir mistök. Kannski Egill hafi sín takmörk?

Hilmar (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 14:08

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Segðu okkur Ómar,hversu langt er síðan þú/þið afsönnuð eitthvert ,,aðlögunarrugl,,Staðreyndin er að,Ísland tekur jafnt og þétt upp regluverk Evrópusambandsins, sem ,ríkisstjórnin þrætir fyrir að eigi sér stað,því hún fékk ekki umboð til þess.

Helga Kristjánsdóttir, 9.7.2012 kl. 14:32

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er margafsannað og þ.a.l. sannað að heimasýn var vísvitandi að ljúga. það er ljótt að ljúga!

Ísland er hinsvegar í EES, Efrópska Efnahagssvæðinu, sem er nokkurskonar aukaaðild að EU. Ísland tekur upp laga og regluverk EU samkvæmt því eftir þar til gerðum prósess og strúktúr.

Prófaðu að gúggla ,,alögunarferli ESB". Sjáðu hvað þið eruð búin að gera ykkur að miklum ómerkingum með þessari lygi ykkar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.7.2012 kl. 15:56

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og ps. Hinsvegar skal bætt við, að eg sá í gegnum þessa lygi, einn manna á Íslandi, frá degi eitt. Frá day one. Eg sagði strax: þetta er lygi. Sem gekk og eftir og er nú sannað og óumdeilt hjá öllum sem kynna sér mál 1% eða meira.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.7.2012 kl. 15:58

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er þessi óheiðarlega uppsetning á öllu ferlinu sem er ólíðandi, af hálfu stjórnvalda. Þá eru báðar elítublokkirnar jafn óheiðarlegar og svikular. Bæði sú gamla og svo nýja.

Stjórnsýsla af svona blekkingar-svikatagi er verri en engin stjórnsýsla, fyrir venjulega og heiðarlega íslandsbúa, og heimsbúa alla.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.7.2012 kl. 16:23

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Anna, nei að er ekkert ,,óheiðarlegt" við einhverja uppsetningu. það eina sem er óheiðarlegt er málflutningur andsinna sem er til stórskammar og verulega leiðinlegt hve margir innbyggjar líða svona málflutning.

þetta mál, EU mál, fjallar bara um að það verða samningaviðræður og að því loknu liggur fyrr Aðildarsamningur og um hann kýs fólk. Norðmenn hafa tvisvar fengið að kjósa um svona samning.

þessi strategía Andsinna, sem er viljandi og vísvitandi, að hleypa öllu uppí einhverja fokkumræðu þar sem helmingurinn er lygi og hitt allt svik og prjál - þetta er ekki boðlegt. þetta ætti ekki að líðast í siðuðum samfélögum.

En fólk veit þá hvað tekur við ef aðild verðr ekki samþykkt. því Andsinnar eru mestanpart afleggjar ýmissa sérhagsmunaklíka sem hafa altaf stjórnað landinu hérna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.7.2012 kl. 16:30

9 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ómar Bjarki heldur því þá fram að útgáfa Evrópusambandsins sé lygapési samanber það sem síðuhaldari kom með upplýsingar um...

 útgáfu Evrópusambandsins, bls. 9 efst til hægri

First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable.

Með kveðju frá þeim sem trúir ekki bulli...

kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 9.7.2012 kl. 16:35

10 identicon

Þvermóðskukjaftæðið í þér er orðið ansi þreytandi, Ómar Bjarki. 70% þjóðarinnar er ekki í hagsmunaklíkum sem gera það að verkum að þeir vilji ekki ganga í Evrópusambandið. Við erum að tala um að meirihluti þjóðarinnar vilji ekki ganga í Evrópusamband Samfylkingarinnar. Það verðið þið að virða hvort sem ykkur líka betur eða verr.

Það er bara þannig að 70% þjóðarinnar kærir sig ekkert um þetta gjörræðislega Evrópusamband og vilja vera sjálfstætt ríki. Þið Evrópusinnar eruð ein stór og gjörspillt hagsmunaklíka miklu frekar. Þið blekkið, bullið og ljúgið út i eitt.

Ólafur J. (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 17:00

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fáir menn hafa skilið eftir sig meira af skrifuðum texta sem gagnast fyrst og fremst málstað þeirra sem vilja standa utan ESB. Þessi öfugmælaaðferð við að rífa niður málstað Evrópusamruna er í senn lævís og útsmogin. Ég bíð þess með eftirvæntingu að Ómar Bjarki opinberi sig sem pennaheiti Davíðs Oddssonar.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.7.2012 kl. 17:13

12 identicon

Þetta er eins og skilningsskortur eða veruleikafirring í Evrópusinnum, og ótrúlegasta þvermóðskuárátta í þessum Ómari Bjarka.

Ólafur J. (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 17:19

13 identicon

Enn birtist mér sýn, sem í sjónhendingu:

Ég sé það svo skýrt,

að Ómar Bjarki Kristjánsson mun enda sem aðlagaður brandari

á grasbala í Brussel.

Ég sé hann ekkert fá að borða þar, nema eitt hundrað þúsund

ESB morknar blaðsíður, dag eftir dag

og hann mun tyggja þær allar ofan í sig

og skila þeim sem

saur á hverjum einasta degi.

Þannig fer fyrir þorpsfíflinu

sem komst að lokum - aleinn -

sem aðlagaður brandari

á grasbalann sinn. 

Sjáandinn (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 18:00

14 Smámynd: Bragi

Ísland; spillt lýðræði. ESB; spillt sovétríki. Auðvelt val. Lýðræðið vinnur.

Bragi, 9.7.2012 kl. 18:22

15 identicon

Hann ÓBK og Helgason

háma í sig úrganginn.

Brátt varð þeim í brókar von,

baula og sjá ekki útganginn.

Sjándinn (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 18:24

16 identicon

Sem amen fylgir efninu, a skal vera í Sjáandinn:

Hann ÓBK og Helgason

háma í sig úrganginn.

Brátt varð þeim í brókar von,

baula og sjá ekki útganginn.

Sjáandinn (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 19:50

17 identicon

Hverjum dettur í hug að taka ruglið í Agli Helgasyni alvarlega?

Held að menn ættu aðeins að slaka á.

Karl (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 20:19

18 identicon

Ég skil ekki um hvað menn eru að röfla hér. Það mætti halda að allir séu orðnir sjáendur, og viti fyrirfram hvað stendur í samningi þeim sem borinn verður undir þjóðina.

Það eina rétta er að BÍÐA og láta ferlið klárast, og kjósa síðan um samninginn. Það er lýðræði. Ég skil ekki við hvað "andsinnar" eru svona hræddir. Eru þeir kanski á móti lýðræði? Hvað samninginn áhrærir segi ég þetta:

Life is like a box of chocolade. You know what you get.

(Forrest Gump)

Kristinn Rósantsson (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 21:51

19 identicon

Mr. Rosantsson,

as you say,

we know what we get

and

that´s why we should vote now.

Let´s respect the democracy!

Sjáandinn (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 22:43

20 Smámynd: Elle_

Væri sjens að Kristinn útskýrði fyrir okkur bláeygðum hvar LÝÐRÆÐI hans og Jóhönnuflokksins var 16. júlí, 09 þegar við vorum ekki spurð um eitt eða neitt og alþjóðlega niðurlægð þess í stað??

Elle_, 9.7.2012 kl. 22:55

21 Smámynd: Elle_

Væri líka sjens að hann skýrði fyrir okkur hví hann heldur að við ættum að halda að LÝÐRÆÐIÐ muni ráða frekar nú en þá og við nauðungina ICESAVE1 + ICESAVE2 + ICESAVE3 sem við bláeygð og græn KOLFELLDUM??

Elle_, 9.7.2012 kl. 23:00

22 identicon

Ekki gleyma þeim brúneygðu Elle mín:-)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 00:10

23 Smámynd: Elle_

OK, við bláeygð og græn og sjáendur:)  Vonandi ætlar hann að svara hvað hann og Jóhanna ætla að gera við hið mikla og gegnumgangandi Jóhönnu-Steina-LÝÐRÆÐI? 

Elle_, 10.7.2012 kl. 00:19

24 identicon

Bara svo að það gleymist ekki í öllum þessum ummælum: Páll byrjar pistil sinn á orðunum "Egill Helgason telur ,,fráleitt rugl" að trúa ekki Jóhönnu Sigurðardóttir forsætisráðherra þegar hún segir væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið bindandi." Páll er ósammála Agli.

Sumir hafa kannski gleymt því, að samhliða því að senda inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu afgreiddi alþingi tillögu um, að væntanleg þjóðaratkvæðagreiðsla yrði bindandi. Vefslóðin á tillöguna er þessi: http://www.althingi.is/altext/137/s/0256.html (átt er við 2. tölulið tillögunnar, sem var afgreiddur sérstaklega).

Jóhanna Sigurðardóttir og allt stjórnarliðið felldi þessa tillögu, að væntanleg þjóðaratkvæðagreiðsla yrði bindandi. Slóðin á þá atkvæðagreiðslu er þessi: http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=41078

Þarna gafst Jóhönnu kostur á að sýna lýðræðisást sína, en það gerði hún bara ekki. Hún sagði nei. Ef hún var ekki ánægð með orðalagið, gat hún áreiðanlega látið breyta því. Hún gat líka farið í ræðustól og lýst sig efnislega samþykka því, að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði bindandi. Hún gat lofað því úr ræðustól þingsins að fara eftir niðurstöðum hennar. Það gat allt stjórnarliðið gert. En það gerði enginn þeirra. Enginn úr stjórnarliðinu hefur nokkru sinni skuldbundið sig úr ræðustól þingsins eða með atkvæði sínu til að virða þjóðaratkvæðagreiðsluna nokkurs. Þetta er staðreynd. Það eru orð og afstaða á þinginu, sem spurt er að. Ekki gaspur úti í bæ, sem á engan hátt er sett fram á skuldbindandi hátt. Þess vegna eru orð Egils Helgasonar í bezta falli vitnisburður um litla athyglisgáfu eða hriplekt minni.

En hafi Jóhönnu snúizt hugur og þingmannaliði hennar, þá er ekkert einfaldara fyrir þau, þegar þing kemur saman aftur, en endurflyrja tillöguna, sem þau felldu. Og nú getur hún verið með því orðalagi, sem Jóhönnu geðjast bezt, ef henni svo sýnist. En ég sé það ekki fyrir mér í þetta sinn frekar en á undanförnum þingum. Egill Helgason er því miður alveg úti á túni, og það er svo ótvírætt, að hann hlýtur að sjá það sjálfur, hvort sem hann vill niðurkenna það.

Það er síðan annað mál, að öll ummæli Páls um aðlögun að ESB eru svo rétt, að ESB sjálft hefur margsinnis stafað þetta ofan í alla þá, sem vilja hafa hið sinnara. Á þessum síðum Páls og víða annars staðar er margsinnis búið að sýna fram á það með krækjum, sem er ómögulegt að misskilja. Það er þó þakkarvert, þegar ESB kemur heiðarlega fram, sem ekki er alltaf að treysta.

Sigurður (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 00:37

25 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega, Sigurður.  Lýðræðið felldu þau þau þann svarta dag og lýðræði Kristins og þeirra mun ekki verða.  Lýðræði Jóhönnu og Stalíns er nákvæmlega núll.  Við getum ekki treyst þeim fyrir einu eða neinu.

Elle_, 10.7.2012 kl. 01:04

26 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það þarf ekki sjáendur til að skilja hvað er að gerast í ESB-löndunum, Evrópu og vestrinu öllu. Það þarf einungis aðgang að raunverulegum fréttum traustra fréttamiðla.

Slíkir frétta-fjölmiðlar finnast varla á Íslandi, fyrir utan gagnauga.is og hjá sumum á Útvarpi Sögu.

Sumir kalla þá ómarktæka sjáendur, sem kynna sér málin sjálfir og láta ekki mata sig af pólitískum fjölmiðlum. Svo rökþrota getur sumt fólk orðið, að það grípur til gömlu klisjunnar um ómarktæka geðsjúklinga og ómarktæka sjáendur til að réttlæta sínar blekkingar og lygar.

Þetta er að sjálfsögðu hættulegt stjórnsýslu-einræði keyptra stjórnmálamanna, sem rugla í stjórnsýslunni eins og hefur alla tíð verið gert á Íslandi. Og þeir hafa mann/menn í öllum flokkum, til að svíkja og blekkja.

Allir sem benda á svikin af heiðarleika og réttlætiskennd, eru gerðir tortryggilegir, og hæðst að þeim í keyptum pólitískum þöggunar-svikafjölmiðlum, sem troðið er inn á hvert heimili landsins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.7.2012 kl. 10:12

27 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er þörf á að fara með þessa þulu kvölds og morgna rétt eins og stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins.Og lesa svo leiðarana Staksteina og Reykjavíkurbréfin í Mogga þar á eftir.

Halldór Jónsson, 10.7.2012 kl. 22:51

28 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halldór. Ekki veit ég hverra þulu þú ert að tala um.

Mér gengur illa að gera Dabba gamla tortryggilegan, því hann er svo samkvæmur raunveruleikanum og sannleikanum, og rökfastur í öllu sem hann skrifar.

Það er heldur hæpið að gera lítið úr skrifum Dabba, á meðan svikul verk þeirra sem tóku við stjórnsýslu-keflinu eru miklu verri en hans verk voru, og þá er það slæmt hjá núverandi stjórnendum, myndu margir réttsýnir segja.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.7.2012 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband