Forysta VG skipuð ESB-sinnum

Þrátt fyrir ítrekaðar flokkssamþykktir Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess þá vinnur forysta flokksins þétt með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra að því að gera Ísland að aðildarríki ESB.

Fremstir í flokki fara Steingrímur J. Sigfússon formaður og Árni Þór Sigurðsson þingflokksformaður. Báðir mylja þeir undir aðildarumsóknina hvenær sem færi gefst. Steingrímur J. barmar sér opinberlega yfir ógöngurnar sem Evrópusambandið hefur ratað í og finnst ótækt að vakin sé athygli á þeim í umræðunni hér heima.

Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu eiga ekki lengur heima í Vinstrihreyfingunni grænu framboði.


mbl.is Gagnrýnir forystumenn VG harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er skoðun þeirra að Íslandi sé best borgið í ESB. Vandamálið er að kjósendur þeirra eru ekki á sama máli. Sama má segja um þessa ríkisstjórn og kvótann. Þar er auðvitað enginn vilji til að taka á þeim málum.

Þess vegna eru þessir sömu kjósendur alltaf að horfa á mennina segja eitt og gera annað og í meðvirkni sinni tala um þá að þeir hafi verið beygðir til að gera eitthvað eða ......

Anna María (IP-tala skráð) 7.7.2012 kl. 10:23

2 identicon

"Allt er hey í harðindum". Páll farinn að vitna í ruglið í Ragnari Arnalds.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.7.2012 kl. 10:29

3 Smámynd: Elle_

Gagnrýni Ragnars Arnalds var sönn og vel skrifuð, enda góður penni og réttsýnn.  Og þú sæir það kannski, Haukur, ef þú tækir lambúshettuna af höfðinu.  Ragnar hefði haft efni á að vera enn harðari gegn þessum fölsku og undirförlu mönnum sem vinna fyrir Evrópusambandið og Samfylkinguna en ekki Ísland. 

Elle_, 7.7.2012 kl. 12:38

4 identicon

Laukrétt. " Andstæðingar aðildar Íslands að ESB., eiga ekki lengur heima í VG."

 Undrunin stóra er hinsvegar.: Hvar eru máttarstólparnir, mennirnir sem í upphafi mótuðu stefnu VG ?

 Hvar er Hjörleifur Guttormsson ?

 Hvar er Ragnar Aernalds ?

 Já, hvar eru allir landsfundarfulltrúarnir sem á sínum tíma í VG., samþykktu EINUM RÓMI - ALDREI Í ESB ! !

 Var meirihluti þess liðs, falskir og undirförlir málaliðar Samfylkingarinnar ?? ! 

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 7.7.2012 kl. 13:50

5 identicon

VG er kasúldið vörumerki, eitt kasúldið hræ, sem bíður huslunar í óvígðri gröf.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.7.2012 kl. 15:20

6 identicon

Segjum bara sannleikann:

VG er orðinn að mútuþægum ESB nómenklatúru flokki.

VG er orðinn að ömurlegum samtíningi af ríkis-verðtryggðum júró-bíró-krötum til launa og bólgnandi lífeyris á kostnað almennings, búrkuklæddra öfgafemínista, hræsnara og hryðjuverkaliðs gegn hagsmunum almennra borgara.

VG er nú þegar orðið kasúldið hræ, sem bíður þess eins að verða huslað í óvígðri gröf.

Spurningin er hins vegar hvort þau Ögmundur Jónasson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Jón Bjarnason ætli að bíða þess að verða husluð í sömu óvígðu gröfinni með Steingrími J., Árna Þór, Birni Val og Svavars-Icesave-mafíunni?

Þau hafa haft alla möguleika til að taka Steingrím og Jóhönnu hreðjataki til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB aðlögunina.

Þau hafa haft alla möguleika til að sprengja þessa ömurlegustu hræsnis-ríkisstjórn allra tíma, sem flest hefur svikið sem hægt var að svíkja af koningaloforðunum,

en þau hafa þess í stað kosið hingað til að sitja mjálmandi hjá, sem vel aldir rjómkettir, eða hringað sig makindalega ofan í káetu, á meðan helferðarkafteinninn Steingrímur hringsnari sendir Ólaf Þór Gunnarsson og viðlíka liðléttinga til að ýta á aðlögunar-hnappana á þingi.

Meðan þau þrjú haga sér þannig, eru þau ekki einungis gungur, heldur druslur líka.

Ögmundur Jónasson hefur sagt að í síðasta lagi fyrir áramót skuli þjóðin fá að kjósa um ESB.

Ef þau þrjú standa ekki saman og standa ekki við þau orð, að þjóðin fái að kjósa um ESB fyrir áramót, þá verða þau þrjú, Ögmundur Jónasson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Jón Bjarnason ... personae non gratae.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.7.2012 kl. 16:18

7 Smámynd: Elle_

Eg ítreka að Guðfríður Lilja gerir ekki það sama og hún segir.  Heldur snýst eins og blað í vindi í nánast öllu eða öllu.  Þannig að það er ekkert að marka hana, því miður.

Elle_, 7.7.2012 kl. 17:48

8 identicon

Einkar snjöll skrkif hjá Pétri Erni.

 Þau þrjú sem hann nafngreinir í lokin, yrðu ekki aðeins " personae non gratae" -

 Ó nei, þau yrðu miklu verra, eða það sem Rómverjar sögðu til forna: "Risum teneatis amaci ? - Þ.e. "Er hægt að gera sig öllu ómerkilegri?" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 7.7.2012 kl. 17:52

9 identicon

Varðandi bólgnandi lífeyri þaulsetinna þingmanna samtryggðs fjórflokksins, ráðherra og embættismanna, er vert að minna hér á þarfa ádrepu Vilhjálms Birgissonar í bloggpistli hans á dv.is. 

Snýst þaulseta vanhæfs alþingis og vanhæfrar ríkisstjórnar kannski um það sem Vilhjálmur orðar svo kjarnyrt í pistli sínum?  Vilhjámur segir þar ma.: 

"Lífeyrir ráðamanna skerðist ekki um krónu

Það undarlega í þessu öllu saman er að alþingismenn, ráðherrar, embættismenn og aðrir opinberir starfsmenn hafa ekki fengið skerðingu á sínum lífeyrisréttindum um eina einustu krónu þó svo að Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna hafi tapað 100 milljörðum í hruninu og að þann sama sjóð vanti 447 milljarða til að geta staðið við sínar skuldbindingar.

Réttlætið og jöfnuðurinn ríða ekki einteyming enda virðist réttlætið og jöfnuðurinn sem margir stjórnmálamenn vilja kenna sig við vera fólginn í því að skerða lífeyri launafólks á hinum almenna vinnumarkaði um 130 milljarða og að láta almennt launafólk baktryggja sín eigin lífeyrisréttindi. 

Eins og áður sagði er LSR með neikvæða tryggingafræðilega stöðu upp á 447 milljarða. Það er morgunljóst að þessi reikningur mun falla af fullum þunga á skattgreiðendur á næstu árum og áratugum.

Því spyr ég: Hvað hyggjast alþingismenn og aðrir ráðamenn gera í ljósi þeirrar bláköldu staðreyndar að bakábyrgð Lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna er eins krabbameinsæxli  sem stækkar og stækkar og getur stefnt lífsgæðum íslensks almennings í voða?

Ég spyr einnig: Er þetta réttlætið og jöfnuðurinn, að láta lífeyri almenns launafólks blæða út á meðan meðal annars alþingismenn og ráðamenn eru tryggðir í bak og fyrir gagnvart sínum ofurlífeyrir?"

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.7.2012 kl. 18:04

10 Smámynd: Elle_

Jón Bjarnason mjálmaði ekki í EU-málinu þó næstum allir í VG hafi gert það.   Hann og Atli stóðu alltaf fast gegn umsókninni þó þeir og allur VG nema Lilja M. hafi sættst á ICESAVE á einum eða öðrum punkti.

Elle_, 7.7.2012 kl. 18:10

11 identicon

Það kýs ekki nokkur sála VG í næstu kosningum. Ég reyndi að benda Ragnari Arnalds á það um daginn þegar hann var að skrifa um villu VG forystunnar að það væri orðið of seint fyrir flokkinn þó forystan gerði stefnubreytingu  það þýddi ekki að reyna að selja okkur kósendum sama maðkaða mélið tvisvar. En hann er nú frekar ósammála því þannig að VG líður sennilega undir lok við næstu kosningar.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 7.7.2012 kl. 18:13

12 identicon

Kristján,

er ekki málið, að gamlir jötuliðar fjórflokksins hugsa fyrst og fremst um bólgnandi ríkis-verðtryggðan lífeyri sinn, samtryggðan í sérhagsmunum þeirra, hvort heldur þeir andæfa aðlögun að ESB eða ekki? 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.7.2012 kl. 19:03

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sem oftar hittir þú naglann á höfuðið.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.7.2012 kl. 19:22

14 identicon

 Elle,

að mjálma eða mjálma ekki, er ekki stóra spurningin,

heldur hvort þau þrjú hafi dug til að taka Jóhönnu og Steingrím hreðjataki.

Reyndar snýst málið einnig um það, að þau þrjú skáka enn sem fyrr í því skjóli að forusta svokallaðs "Sjálfstæðis"flokks með Bjarna Benediktsson sem fremsta sauð, er villuráfandi og myndi svíkja hvað sem er, ef sérhagsmunir samherja þeirra og kostunaraðila væru tryggðir ... á kostnað al-mennings sem fyrr.

Þetta veit meirihluti þjóðarinnar og lék því Ólafi Ragnari fram sem mótleik.   

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.7.2012 kl. 19:30

15 identicon

Þessu sorpi verður mokað úr fyrir næstu kosningar.

Nákvæmlega enginn mun minnast þessara manna eftir 4-5 ár.

Og enginn mun sakna þessara valdníðings og öfgamanna.

Þeir gleymast á örskotsstundu á vistvænum öskuhaugum ógleðinnar.

Þetta rusl skilur ekkert eftir sig annað en ógleði og viðbjóð sem nýjar kynslóðir munu líta á sem fjörbrot spillingar og ógeðs.

Þetta fólk fer í mykjuhaug þjóðarinnar. 

Rósa (IP-tala skráð) 7.7.2012 kl. 20:10

16 Smámynd: Árni Gunnarsson

.....þetta veit meirihluti þjóðarinnar og lék því Ólafi Ragnari fram sem mótleik.

Þetta er líklega sú ályktun sem mest er á bak við af því sem hér ofar er skrifað.

Árni Gunnarsson, 7.7.2012 kl. 20:56

17 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hverjum er ekki sama um alþingiskosningar,eftir að spillingarliðið hefur náð því takmarki sínu að neyða okkur í Evrópu-sovétið. Hvort þeir verði kosnir aftur eður ei,skiptir engu,eftir að hryðjuverkin hafa verið framin. Þeim er skítsama,ef þeir gera það þá ekki bara sjálfir með fulltingi Esb..Það er fátt eftir nema ofbeldi,rétt eins og þau viðhafa,til að ,,forða okkur hættu frá,, þætti það nú ekki við hæfi þess Íslendings sem má ekki vamm sitt vita. En ofbeldi stjórnarliða birtist í lygunum,svikunum,leyndinni/laumuspilinu, yfirgangi á RUV.,mútuþægninni,róginum. Raunverulegt réttlæti,væri að ganga inn í ráðuneiti og reka þau út. Það er einvalalið afburða Íslendinga til taks. Við höfum alist upp við að virða orð þjóðhetju okkar “með lögum skal land byggja” það munum við að sjálfsögðu gera.

Helga Kristjánsdóttir, 7.7.2012 kl. 23:38

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þetta er áreiðanlega dagsins þvælutoppur, sem hér má lesa. og sá útúrsnúningur að SJS sé orðin hlynntur inngöngu í ESB vegna þess að hann hefur gagnrýnt raddir sem hlakka yfir vandanum þar , er með hreinum ólíkindum.

Magnús Geir Guðmundsson, 7.7.2012 kl. 23:42

19 identicon

Magnús Geir, þvælan er þín og ykkar ESB-sinna. Lestu fyrst og skrifaðu svo. Þú hefur greinilega ekki hlustað á eitt orð af lygum Steingríms og Össurar sl 3 ár eða kannski ekki skilið neitt sem fram fór í landinu. 

Ólafur (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 00:12

20 Smámynd: Steinþór Kristjánsson

C,mon er einhver hérna virkilega að halda að við séum á leið inní ESB, hættum þessu andskotans þvargi, tökum til heima hjá okkur og rísum upp

Steinþór Kristjánsson, 8.7.2012 kl. 01:44

21 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Því miður er Ögmundur Jónasson falskastur af öllum fölskum í VG.

Hann hefur hvað eftir annað kosið með áframhaldandi aðlögun Íslands að ESB, og Guðfríði Lilju hefur hann í spillta vasanum sínum. Hann getur ekki með nokkru móti afsakað sín svik við kjósendur VG. Hann er áratuga-gamall pólitíkus og kann ekkert annað en svik, blekkingar og misnotkun á kerfinu og lýðnum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.7.2012 kl. 12:20

22 identicon

Rétt undir miðnætti 25. apríl 2009 mátti sjá í hvað stefndi. 

Í salarkynnum RÚV, í í beinni útsendingu að afloknum alþingiskosningum, hóf Ögmundur ámátlega tilburði til fleðulegra faðmlaga við Össur, hinn digra hrun-ráðherra vanhæfs ríkisvaldsins, stjórnsýslu þess og opin-berra stofnana.  Og kossi náði Ögmundur loks á búldna vinstri kinnina.  Það var hans skinheilaga alsæla.

Össur ætlaði að sópa öllum syndum sínum og allra hinna samtryggðu og opin-beru undir Brussel-teppið, þar sem stóru syndirnar eru faldar.  Það virtist hrífa Ögmund um sinn.  Hann varð draumlyndur á svip, jafnvel að hafi farið um hann sæluhrollur.

Þetta er sagan.

Höldum því til haga, að það var Ögmundur sem hafði frumkvæðið að fleðulegu faðmlögunum við Össur og hefur síðan verið líkastur riddaranum sjónumhrygga, Don Kíkóta að faðma Sancho Panza. 

Dulcinea hvað?  Huldumeyjan hvað?  Þjóðin hvað? 

Þvílík sorgarsjón, að sjá nú riddarann sjónumhrygga, Ögmund Jónasson, áfram og enn áfram, já áfram í faðmlögum við Sancho Panza, Össur Skarphéðinsson.

Vaknaðu nú Ögmundur Jónasson!

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.7.2012 kl. 14:19

23 identicon

Þegar rakkaboffs ræfilslegt heyrist úr greni...

Magnús Geir (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 00:35

24 identicon

Magnús Geir, þvælan er þín og ykkar ESB-sinna. Lestu fyrst og skrifaðu svo. Þú hefur greinilega ekki hlustað á eitt orð af lygum Steingríms og Össurar sl 3 ár eða kannski ekki skilið neitt sem fram fór í landinu.

Ólafur (IP-tala skráð) 9.7.2012 kl. 04:24

25 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Pétur Örn. Ég hef of oft verið svikin af Ögmundi Jónassyni, til að geta varið hans verk lengur.

Hann valdi spillinguna umfram kjósendur sína. Hann valdi ESB-stjórnina umfram lýðræðislegan vilja kosningabærra íslendinga í síðustu alþingiskosningum. 

Það tekur mig langan tíma og kostar mig mikið mótlæti, að gefast upp á ótraustu fólki. Það geri ég ekki fyrr en ég er alveg viss um að of langt hafi verið gengið gegn réttlætinu.

Það er heiðarleg sjálfbjargarviðleitni að loka á þá kjörnu fulltrúa, sem endalaust nota fólk á siðlausan og samviskulausan hátt, og svíkja það svo.

Ögmundur getur reynt að blekkja almenning áfram, en hann blekkir mig ekki lengur. Reyndar blekkti hann mig ekki, heldur lét ég blekkjast, og vildi ég gefa honum tækifæri til að standa gegn dómaramafíunni. Hann stillti sér upp svo upp með dómaramafíunni, frekar en að segja af sér. Þar með vissi ég fyrir víst hver hann er í raun. Hann er hugsjónalaus stjórnmálaklíkuþjónn, sem er umboðslaus ráðherra í "lýðræðisríkinu" sem kallað er Ísland.

Enginn hefur talað meir um mannréttindi og lýðræði upp í gegnum árin, heldur en Ögmundur.

Það var ekki flókið fyrir hann að svíkja sjálfan sig, áróðursklisjur sínar, samstarfsfólk sitt og kjósendur sína.

Hver vill hafa svona mann eins og Ögmund á launaskrá, sem er á kostnað lýðsins á Íslandi? Lýðsins sem heldur íslensku samfélagi uppi? Lýðsins sem er á þrælalaunum? Þrælalaunum sem brjóta mannréttindi!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.7.2012 kl. 14:00

26 identicon

Það var víst hermikráka að hafa upp eftir mér það sem ég skrifaði að ofanverðu (8.7.2012 kl. 00:12). Það er endurtekið af öðrum löngu seinna eða í þessu næstsíðasta að ofanverðu.

Ólafur (IP-tala skráð) 13.7.2012 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband