Lýðræðinu fórnað fyrir evruna

Danir eru hættir við evruna til frambúðar. Þróun mála í evru-samstarfinu er þannig að aðeins tvær lausnir koma til greina. Í fyrsta lagi að evran verði aflögð sem misheppnuð tilraun. Í öðru lagi að Stór-Evrópa verði smíðuð utan um evruna. Þau 17 ríki sem mynda evru-svæðið yrðu sveitarstjórnir í stórríkinu.

Gavin Hewitt hjá BBC bendir á að lýðræði, eins og það er venjulega skilgreint, fer ekki saman við þær breytingar sem topparnir hjá Evrópusambandinu leggja til um að ríkisfjármál evru-ríkja verði ákveðin í Brussel.

Tillögur Evrópusambandsins um Stór-Evrópu með sameiginleg fjármál miða að því að fá Þjóðverja til að axla ábyrgð á skuldum annarra evru-ríkja. Angela Merkel kanslari sagðist ekki ætla að veita blessun sína á sameiginlegum skuldabréfum evru-ríkja á meðan hún sjálf tórði. 

Leiðin sem ESB-topparnir stika út til að bjarga evrunni er löng. Til að ná landi verða þjóðir að fórna fullveldi og lýðræði. Áður en yfir lýkur verður spurt hversu miklu er fórnandi fyrir einn gjaldmiðil.


mbl.is Ekki kosið í Danmörku næstu árin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það verður aldrei, heyri bara í fólkinu í Austurríki, það myndi aldrei samþykkja svona samruna.  Heyrist að mörg önnur ríki séu að fá bakþanka um þessa sem á að heita samstarf en er ekkert annað en yfirtaka á sjálfstæði þjóðanna.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.6.2012 kl. 09:05

2 identicon

Stórhættuleg staða og mikil glámskyggni Þjóðverja að tala eins og þeir tala m.t.t. sögunnar. Og einmitt þess vegna er sérstaklega öruggt að þetta mun ekki gerast. Hins vegar verður vandasamt að losa Evrusvæðið í sundur því að hinir ríku eru áreiðanlega í óða önn að taka allt sem hönd á festir og koma í skjól og verða svo tilbúinir að koma til baka og hirða restina (kannast einhver við þetta?) Við getum hrósað happi að hafa ekki álpast lengra inn í þetta apparat. En það að við séum ekki þegar búin að flauta af minni æ meir á myndina; The Hitchhikers guide to the Galaxy.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 10:38

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við getum sannarlega hrósað happi,að vera ekki þegar innlimuð í apparatið. Rétt eins og Angela Merkel,veiti ég ekki ,,blessun mína,, á sameiginlegum skuldabréfum Evru ríkja,með inngöngu í Esb. Angela er varkárari og lofar engu eftir að hún er öll.

Helga Kristjánsdóttir, 27.6.2012 kl. 12:41

4 identicon

Sæll.

Það er orðið löngu ljóst að topparnir í Evrópu skilja ekki vandann og geta því engan veginn leyst hann sama hve marga fundi þeir halda. Fundir þeirra munu þó halda áfram. Ætli þeir séu ekki að dagpeningum við að þeysast um álfuna til að "leysa" þennan vanda? Hefur þetta lið ekki persónulegar tekjur af því að halda fullt af fundum um efni sem það skilur hvorki upp né niður í?

Vandi Evrópu er margþættur og jafnvel þó þessi evruvandi leysist með einhverjum hætti breytir það litlu um slæma stöðu álfunnar :-(

Helgi (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband