Einn gjaldmiðill, ein ríkisstjórn

Kjarni evrukreppunnar er þessi: evran og 17 ríkisstjórnir virka ekki, einn gjaldmiðill þarf eina ríkisstjórn. Neyðarfundur númmer 19 eða 20 á evru-svæðinu verður með sömu dagskrána og flestir aðrir. Suður-Evrópa segir sameiginleg ríkisskuldabréf evru-ríkja lausnina en Þjóðverjar að fyrst verði að ná tökum á útgjöldum áður en skuldir eru sameinaðar.

Í Brussel er reynt að búa til sameiginlegt ríkisvald án þess að kalla það því nafni, heldur fjármálabandalag eða bankabandalag. Hreinskilnir stjórnmálamenn segja hlutina eins og þeir eru: Stór-Evrópa er forsenda fyrir sameiginlegum gjaldmiðli.

Þegar til stykkisins kemur mun ekki einu sinni stjórnmálamenn í álfunni, allra síst franskir, samþykkja Über-Evrópu.


mbl.is Þurfa tíu milljarða evra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Evrópusambandið hefur gripið til tvenns konar aðgerða í kjölfar yfirstandandi skuldakreppu á evrusvæðinu. Annars vegar aðgerðir til að létta undir með þeim ríkjum sem eiga í mestum skuldavanda, svokallaðar björgunaraðgerðir.

-----

Hins vegar er um að ræða áætlanir til að koma í veg fyrir að við sambærilegan skuldavanda verði að etja á evrusvæðinu í framtíðinni. Annar liðurinn í þeim áætlunum er nýi sáttmálinn um stöðugleika, samræmingu og stjórnun í Efnahags- og myntbandalaginu (SSSS, e. Treaty on stability, coordination and governance in the Economic and Monetary Union, TSCG), sem fjallað er um í svari við spurningunni Um hvað fjallar nýi sáttmálinn um samræmi í ríkisfjármálum evruríkjanna? Hinn liðurinn snýr að endurbótum á samningnum um stöðugleika og vöxt (e. Stability and Growth Pact, SGP) og um þær er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvernig hefur samningnum um stöðugleika og vöxt verið breytt í kjölfar ríkisfjármálakreppunnar á evrusvæðinu?

------

gangleri (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 09:37

2 identicon

Helstu hugmyndir ráðamanna í ESB eru þessar skv. Der Spiegel.

"eine Bankenunion mit einem gemeinsamen Einlagensicherungsfonds. Gegenseitige Hilfe soll so ermöglicht werden. Später könnte noch eine Bankenabgabe dazukommen. Zudem soll eine neue Aufsichtsbehörde alle Geldhäuser überwachen, diese bei der Europäischen Zentralbank angesiedelt sein.

Der ESM-Rettungsschirm soll direkt Banken helfen, ohne dass das betroffene Land - wie jüngst Spanien - noch einen Antrag stellen muss. Auch soll das Land selbst keine über den Bankensektor betreffenden weiteren Auflagen erfüllen müssen.

Ebenso verlangen die Vier einen Schuldentilgungsfonds. In einem zweiten, in der Zukunft liegenden Schritt soll dann kein Land der derzeit aus 17 Ländern bestehenden Eurozone mehr Schulden aufnehmen können ohne die Einwilligung der anderen Euroländer.

weiterhin wird eine Finanztransaktionsteuer und eine einheitliche Bemessung der Körperschaftsteuer angestrebt."

Í lauslegri þyðingu ; aukið samstarf banka á evrusvæðinu,sameiginlegur sjóður til að tryggja innleignir.---Esm björgunarpakkinn fær aukið svigrum, afskriftir skulda og takmörkun á aukinni skuldsetningu....

gangleri (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 09:49

3 identicon

Réttilega bendir þú Páll á að menn stefna í raun á eitt ríki, enda ekki annað hægt (og svo kemur í ljós að það er ekki hægt í tilfelli Evrópu). Pistill Ganglera er akkúrat dæmi um Brussel þvaðrið og orðagjálfrið í kringum hlutina þannig að þeir skiljist ekki en hljómi gáfulega. Þegar froðan er blásin af kemur staðfesting á því sem þú segir fram.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 09:58

4 identicon

GangLeri er GjaldKeri

samfýósa allra skinhelgu hræsnsis skrattakollanna. 

Kolbeinn kjaftur (IP-tala skráð) 25.6.2012 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband