Ísland og helvíti Dante

Ísland græjar sig ágætlega þrátt fyrir ónýta ríkisstjórsstjórn og skaffar þegnum landsins lífskjör sem eru vel samkeppnisfær í alþjóðlegu samhengi. Evrópusambandið, á hinn bógin, er á leið inn í vítisloga Dante, segir helsti dálkahöfundur Spiegel.

Átta dagar eru í næsta neyðarfund leiðtoga ESB-ríkja, sem er líklega sá 21sti á tveim árum. Ef ekki finnst lausn á evru-kreppunni, segir Wolfgang Münchau, er úti um evruna og þar með Evrópusambandið.

Og við sitjum uppi með ríkisstjórn sem vill inngöngu í vítslogana. Huggulegur andskoti það.


mbl.is Landsframleiðslan 10% meiri hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Páll. Enn einu sinni ertu með "disinformation", eða "desinformation".

Wolfgang Münchau segir í pistli sínum að Merkels pólitík gæti endað í "Dantes Hölle". Gæti, en hann sér lausnir:

1. Eine Uebernahme der Schuld durch die EZ.

2. Oder eine teilweise Vergemeinschaftung der Schulden durch Euro-Bonds und

einer Bankenunion.

Wolfgang er sem sagt að ræða þá möguleika sem fyrir hendi eru og einng þær hættur sem eru yfirvofandi. Bara ósköp standard journalisnus.

Disinformation: Gerir þú þetta viljandi Páll, og ef svo er, hvar lærðir þú þetta, er þetta kennt á skerinu?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 13:33

2 identicon

Þessar "lausnir" eru margræddar og endur umræddar eftir að þeim hefur verið hafnað af þeim sem ætlað er að borga (Þjóðverjum).

Þjóðverjar hafa þó þegar svo miklar skuldbindingar af þessum og öðrum björgunaráætlunum sem hafa auðvitað ekki virkað að skuldatryggingarálag þýska ríkisins er orðið jafn hátt og hjá Chile.

Ekki einu sinni þýska ríkið getur ekki haldið uppi pólitískri elítu Evrópu.

jonasgeir (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 15:43

3 identicon

Það er einnig bent á það í Spiegel-greininni að það sé ekki til umræðu að Grikkir yfirgefi evru-samstarfið.

Góð grein.  Mæli með að menn lesi hana.

Stefán (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 16:28

4 identicon

Spiegel dálkahöfundurinn segir fleira athyglivert. M.a. að takist ekki ríkisstjórninni ( sem mynduð var í dag) að halda þjóðarskútunni á floti, bíði Grikkja aðeins eitt.: Herinn taki völdin !Það dimmir stöðugt yfir " vöggu lýðræðisins".

 Trúa deinhverjir strútar ennþá á ESB. ? !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 20:17

5 identicon

Það er ekki hægt að fegra þetta lengur. Eða að draga úr styrk lýsingarorða.

Þetta eru hreinræktaðir fávitar, þetta fólk í Samfylkingunni.

Í alvöru, ESB er í fullkominni upplausn, og við blasir að ofurskattpínd og atvinnulaus álfa, verður ekki til friðs.

Fávitarnir sækja í kampavínið í Brussel, en hætt er við, að órólegt geti orðið í kringum gnægtarbrunna ESB elítunnar, og varla drykkjufriður, svona þegar ESB druslan loksins gefur síðasta prumpið frá sér.

Hilmar (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 20:40

6 identicon

Kalli Sveins, getur þú bent mér á hvar þessi fullyrðing um að herinn taki völdin stendur í greininni? 

Ég get barasta ekki fundið neitt um að her taki stjórn Grikklands yfir ef illa fer í peningamálum.

Stefán (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 06:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband