Framsókn skýlir þjóðinni fyrir höggum Jóhönnustjórnar

Framsóknarflokkurinn er sigurvegari langa vorþingsins. Framsóknarflokkurinn náði að hemja frekjuheimsku Jóhönnustjórnarinnar sem líkt og oft áður stóð fyrir atlögu að þjóðarhagsmunum.

Ríkisstjórnin afhjúpar sig enn og aftur sem gerræðisstjórn er lætur hvorki bjóða sér skynsemi né samráð heldur böðlast áfram og ætlar sér að troða málefnum sínum ofan í kokið á þjóðinni.

Syndaregistur Jóhönnustjórnarinnar er orðið langt: ESB-umsókn byggð á svikum VG og án umboðs kjósenda; Icesave-samningar sem stefndu fjárhaglegri framtíð þjóðarinnar í voða; atlagan að stjórnarskránni þar ólögmætt stjórnlagaþing var dubbað upp í stjórnlagaráð og þar með grafið undan úrskurði Hæstaréttar.

Líftími Jóhönnustjórnarinnar er mældur í mánuðum og þeir mánuðir geta ekki liðið nógu hratt.


mbl.is Framsókn vildi lágmarka tjónið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þar sem einn dagur,er sem þúsund ár!!!

Helga Kristjánsdóttir, 19.6.2012 kl. 09:40

2 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Hversu oft ertu búinn spá að ríkisstjórninni skömmum líftíma og aldrei gerist neitt í þeim efnum...held þú ættir að snúa þér að einhverju öðru leiðinda viðgangasefni sem þú ert vanur við.

Friðrik Friðriksson, 19.6.2012 kl. 09:42

3 identicon

Tad ma lika nefna skjaldborg banka tar sem heimilum var fornad fyrir krøfuhafa med ny einkavædingu bankanna.

...Audvitad til toknast ESB valdinu og Deutshe Bank.

Ad auki nuna ad forna hagsmunum islendinga i makrilmalinu sem virdist vera i uppskriftinni.

jonasgeir (IP-tala skráð) 19.6.2012 kl. 10:27

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú ert vongóður um það Páll að útgerðarmenn verði ekki stöðvaðir í að koma arðinum úr landi og jafnvel sé kominn tími á að undirbúa nýtt 2007 partý.

Eða kannski hefurðu bara svona mikið vit á útgerð og fiskveiðum að þú sjáir í hendi þér að fiskur verði ekki veiddur við Ísland nema skjólstæðingar LÍÚ fái forgjöfina framlengda.

Árni Gunnarsson, 19.6.2012 kl. 11:26

5 identicon

Svo lengi sem pólitík vinstri grænna og samfylkingar ræður er öruggt að allur ágóði útgerðarmanna og allra annarra sem hugsanlega komast yfir fé á Íslandi verður fluttur úr landi eins fljótt og hægt er.

Það þarf að vera þannig að það borgi sig ekki að flytja fé úr landi. 

Annars er það gert.  

jonasgeir (IP-tala skráð) 19.6.2012 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband