Valhöll í braskinu

Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Jónumundur Guðmarsson, tók þátt í braski þar sem SpKef lánaði félagi Jónmundar ógrynni fjár án veða. Peningarnir voru notaðir til að kaupa hlutabréf í Sparisjóðabankanum. Tapið á þessari fjármálafléttu er þrír til fjórir milljarðar króna.

Jónmundur var bæjarstjóri á Seltjarnarnesi þegar hann ákvað að taka snúning með félögum sínum suður með sjó. 

Með því að Jónmundur er núna framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins þá sendir flokkurinn þau skilaboð til samfélagsins að braskarar séu heppilegir til mannaforráða á Íslandi. 

Við næstu kosningar verða flokkar og frambjóðendur spurðir um aðild sína að hruninu. Sjálfstæðisflokkurinn ætti að íhuga sína stöðu vel og vandlega.

 


mbl.is Þrotabúið eignalaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið duglegur við að senda skilaboð út í samfélagið.

http://www.mbl.is/frettir/kosning/2007/05/20/arni_og_bjorn_faerast_nidur_um_eitt_saeti/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 09:44

2 identicon

Nákvæmlega.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur hummað fram af sér nauðsynlegt hreinsunarstarf.

Athyglin mun í vaxandi mæli beinast að fólk í trúnaðarstörfum  fyrir flokkinn sem tók þátt í sukkinu og siðleysinu.

Nú reynir á Bjarna Benedkiktsson.

Komi hann siðleysingjum og idjótum ekki frá mun sóknarfærið glatast.

Gott gengi í skoðanakönnunum getur snúist við á augabragði. 

Rósa (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 09:57

3 identicon

Palli. Það væri nú vert að skoða hvernig ákveðnir einstaklingar í Bæjarstjórn Reykjanesbæjar (Sjálfstæðismenn) mjólkuðu SPKEF með engin veð á bakvið sig. Hver skyldi eiga eignirnar á Ásbrú ha, hefur einhver skoðað hverjir það eru?

Margrét (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 12:03

4 Smámynd: Birgir Kristbjörn Hauksson

Það er stefna hjá sjálfstæðisflokknum að tala um Banka-krísu og Svokallað Hrun.Reyndar hjá framsókn líka.

Birgir Kristbjörn Hauksson, 13.6.2012 kl. 14:32

5 identicon

Taka jakkafötin af honum !

allavega 12.000 kall þar uppí svik og pretti !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 17:14

6 identicon

Sæll.

Menn gleyma alveg ábyrgð lánveitandans. Af hverju lánar viðkomandi þessum mönnum? Lánveitandinn hefur tekið út sína refsingu og ef menn í bönkum eru framsýnir lokar þetta klúður þessara manna á allar frekari lánveitingar til þeirra. Þeirra ábyrgð ætti að liggja í því.

Helgi (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband