Ríkisstjórnin gerir forsetakjör pólitískt

Tæpur meirihluti ríkisstjórnarinnar er sannanlega í minnihluta meðal þjóðarinnar en reynir samt ítrekað að þvinga sértrúarstefnu sinni í gegn; ESB-umsókn og stjórnarskrármálið eru skýrustu dæmin. Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. kyndir undir ófriði í samfélaginu, samanber fiskveiðistjórnarumræðuna.

Þegar ríkisstjórnin er jafn mikið á skjön við þjóðarviljann og raun ber vitni um Jóhönnustjórnina verða forsetakosningarnar miklu mun pólitískari en ella. Meirihluti þjóðarinnar lítur til Ólafs Ragnars Grímssonar forseta sem brimbrjót gegn fárviðri skæruliðastjórnmála vinstriflokkanna.

Þegar fyrir liggur að helsti áskorandi Ólafs Ragnars, Þóra Arnórsdóttir, er borin fram af samfylkingarfólki verður öllum óbrjáluðum ljóst að forsetakosningarnar snúast um það hvort vinstriflokkarnir eigi að verða einráðir í stjórnarráðinu og Bessastöðum eða fá mótvægi frá forseta sem ekki lætur pólitíska frekjuhunda vaða yfir lýðveldið.


mbl.is Þingið teygir sig inn í baráttuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Hvað kallar þú það að heil sjónvarpsstöð sem er rekin sameiginlega af sjálfstæðisflokknum og líú skuli mæra einn frambjóðanda umfram aðra?

Þorvaldur Guðmundsson, 12.6.2012 kl. 11:27

2 identicon

Ég held að þú vitir það vel Páll að vinstristjórnin mun ekki sitja meira en ár í viðbót...

Skúli (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 11:38

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Páll á klárlega grín ( eða flónsku ) dagsins:

" Ríkisstjórnin gerir forsetakjör pólitískt "

Sem sagt ekki Bessastaðaflokkurinn......

hilmar jónsson, 12.6.2012 kl. 11:40

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Páll á klárlega grín ( eða flónsku ) dagsins:

" Ríkisstjórnin gerir forsetakjör pólitískt "

Ekki Bessastaðaflokkurinn......

hilmar jónsson, 12.6.2012 kl. 11:43

5 identicon

".....lítur til Ólafs Ragnars Grímssonar forseta sem brimbrjót gegn fárviðri skæruliðastjórnmála vinstriflokkanna." Til gamla Allaballans.

Þú hefur allaveganna húmor Páll.

Forseta ræfillinn er tilgerðarlegur vindhani, sem veldur sundrungu og íllindum þar sem hann skítur upp kollinum. Vandræðagemlingur. Lesið bara ræðurnar sem hann hélt erlendis, þegar hann skreið á fjórum fótum fyrir útrasarpakkanu, dómgreindin í alkuli.

Christian Wulff var rekinn sem forseta Þýskalands fyrir títlíngaskít, miðað við axarsköft Óla. Það voru glannaleg mistök að kjósa manninn fyrir 16 árum, og verði það ekki leiðrétt, þrátt fyrir hæfileika manneskjur í framboði er, þá líst mér ekki blikuna fyrir íslensku þjóðina. Eða vilja menn áfram Gamla Ísland með Dabba og Óla í lykilhlutverkum? Báðir á bandi sérhagsmunahópa, stútfullir að þjóðrembu og hálfvitaskap. Halló, “Wake up”.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 11:44

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já Haukur, menn vilja áfram gamla Ísland,með nútímalegu sniði eins og það er. Hér erum við stödd á nýhafinni öld,sem sannarlega má líkja við ,,Sturlungaöld,,. Ef ekki væru fyrir þessir gömlu vitringar,með yfirburða þekkingu og vit,væri búið að ræna börn þessa lands arfleifð sinni,fullvalda Íslandi. Það er kominn tími til að þagga niður í þessum háværa minnihlutahópi. Íslandi allt.

Helga Kristjánsdóttir, 12.6.2012 kl. 12:33

7 identicon

Í boði eru tvær afburðarkonur. Baráttukona og hugsjónakona á landsvísu, hún Andrea, sem hefur sem höfuð Hagsmunasamtaka heimilanna um langt skeið unnið þúsundum heimila mikið gang, og síðan lögfræðingur á heimsmælikvarða og séní sem heitir Herdís, hugrökk kona sem er tilbúin að láta verkin tala. Síðan er í boði innantóma ljóskan Þóra, sem hefur sem fjölmiðlakona í landi sem hefur einhverja ófrjálsustu fjölmiðla heims, sem eru á hvað fæstum höndum sem beintengdustu fasíska armi auðvaldsins sem þekkist á Vesturlöndum (svo mjög að í raun má leiða líkum að því að fjölmiðlalögin sem Dabbi ætlaði að setja hefðu í raun komið í veg fyrir hrunið, þó hann kunni að hafa látið leiðast af öðrum hvötum en góðum einum, þá hefðu fjölmiðlar aldrei náð að svæfa og heilaþvo landanna svo mjög og slá skjaldborg þöggunnar um auðmenn og glæpi þeirra (enda margir góðir menn aðrir en Sigmundur reknir úr starfi fyrir að ætla að dirfast að rjúfa þagnarmúrinn, þó fáir hafi verið nógu hugaðir til að segja frá eftir allar hótanirnar) en nú vilja þessir sömu fjölmiðlar heilaþvo skrýlinn til að kjósa meinlausa ljósku sem hefur þegar fengið þjálfun á vegum fjölmiðla sem viljalaus strengjabrúða auðvaldsins og þöggunnaraflanna.

Þegar tveir augljóslega bestu og hæfustu frambjóðendurnir eru konur, þá eru þeir sem kjósa þær ekki til að einhver karl nái ekki endurkjöri, afþví þeir álíta, réttilega, að heimskur og heilaþveginn skrýll þessa lands sé líklegastur allra til að kjósa Þóru, einfaldlega kvenhatarar, en þeir sem kjósa þær ekki til að velja ljóshærða skrautdúkku hennar sjálfra vegna skárri en þessir menn, því þessa tegund kjósenda skortir einfaldlega alla greind, dómgreind og menntun. Þóra er kvenfjandsamleg táknmynd um gamaldags kvenímynd valdalausrar skrautdúkku sem fyrirmyndar ungra stúlkna, konu sem ætlar að vera sæt og prúð, þegja og rugga ekki bát auðvaldsins, heldur hlýða ríkisstjórn og eigendum hennar og strengjabrúðustjórendum í einu og öllu. Síðan eru myndir þær sem hún lætur taka af sér og börnum sínum í nazistastíl í besta falli viðurstyggilegar, en þú getur fundið margar mynd af upphafinni móður, nánast gyðju, af þessu hallærislega og úrelta tagi, með því að blaða í safni málverka frá þriðja ríkinu. Kona sem velur sér ímynd í fasískum stíl sannar innræti sitt með því. Í dag eiga konur að komast til valda sem einstaklingar rétt eins og menn. Hin upphafna móðir, og gildi konunnar sem samtvinnað móðurhlutverkinu, er fasískur arfur, í stíl páfa, kóngs og nazista, sem nútímafólki og frjálsum öndum verður flökurt af að horfa á. Móðurhlutverkið er góðra gjalda verk og ómetanlegt rétt eins og föðurhlutverkið, en kemur starfi fólks ekki við, og það eru bara fasistar sem reyna að samtvinna þetta tvennt. Herdís á líka börn, en sem alvöru manneskja, líkt og Vigdís sem heldur nær aldrei sást með dóttur sinni á mynd, sækir hún fylgi sitt til eigin verðleika, en hvorki til ljóshærðs barnahóp sem mænir á hana aðdáunaraugum eins og á þriðja ríkismynd af konunni sem náði sér í nælu frá Hitler og orður fyrir að hafa náð fimm barna tölunni (í eigin mætti eða með því að ættleiða og taka að sér börn af réttum kynþætti eins og þau sem voru til dæmis brottnumin frá Póllandi, væru þau nógu ljóshærð), eða að reyna að blóðmjólka fylgi heilalausra sjónvarpsaðdáenda sem velja einhvern sem þeir ímynda sér þeir þekki afþví hann hefur brosað nógu oft til þeirra á skjánum, þó hann hafi í raun ekkert lagt til málanna, sökum greindarskorts og þrælslundar kjósenda af því tagi.

Páll (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 13:19

8 identicon

Vinstri menn bera alla ábyrgð á forsetanum og þar með ástandinu.

Kusu stórhættulegan og ósvífinn stjórnmálamann 1996.

Lofasungu hann 2004 þegar hann neitaði að samþykkja fjölmiðlalögin vegna þess að það hentaði stundarhagsmunum þeirra og glæpalýðsins.

Sneru baki við forsetanum þegar ákvörðun hans í Icesave hentaði ekki þeim og þessari skelfilegu ríkisstjórn sem þeir kusu yfir þjóðina.

ÓRG er forseti Íslands vegna stuðnings og hentistefnu vinstri manna.

Þeir eiga hann og bera á honum alla ábyrgð.

Það er svo annað mál að enginn frambjóðandi er boðlegur í þessum forsetakosningum.  

Rósa (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 14:09

9 identicon

þÞegar stillt er upp TVEIMUR valkostum er einfaldlega verið að stilla upp til STRÍÐS, við á móti þeim, og engin grá svæði þarna á milli, en þetta er það sem fasískir fjölmiðlar í anda stöð 2, sem rak Sigmund fyrir að ætla að koma upp um bankana fyrir hrun, stunda markvist til að sundra þjóðum og heilaþvo þær. Það sem Herdís segir er allt satt, enda er hún hámenntuð og fluggáfuð kona, ekki einhver ljóska sem er atvinnu strengjabrúða þessara sömu fjölmiðla og eru nú að reyna að heilaþvo heimskasta hluta landsmanna, þann sem er minnst menntaður (ekki í merkingunni skólaður endilega, heldur bara verst lesinn og með minnsta þjálfun í að nota heilabúið, sökum skorts á sjálfstæðri hugsun) og með lægstu greindarvísitöluna til að kjósa þessa sömu ljósku. Alvöru fólk kýs Herdísi eða Andreu. Ari Trausti var einu sinni fínn en honum hefur förlast mikið og á ekki lengur erindi. Hermann er eins konar mini-Þóra, sammála henni í einu og öllu, en hefur ekkert til málanna að leggja. Heilaþveginn kjáni, sem ólíkt Þóru, hefur ekki vísvitandi selt sál sína þessu heilaþvotts öflum, heldur líkt og flestir kjósendur Þóru bara gert það óvart sökum skorts á hugsun. Herdís er heimsfrægur lögfræðingur sem nýtur virðingar starfsfélaga sinna um allan heim og veitir þeim forstöðu á alþjóðavísu. Hún er kona sem tekið er mark á. Andrea hefur bjargað þúsundum heilila frá hruni með Hagsmunasamtökum heimilanna. Þóra er bara stelpukjáni sem hefur ekkert merkilegra að flagga en börnum (sem er einstaklega kvenfjandsamlegt að gera að central-þema í svona kosningabaráttu) og hefur hingað til fengið laun fyrir að brosa og vera viðeigandi og lesa handrit, og ætlar að halda það áfram. Þeir sem kjósa hana skiptast í tvo hóða, en það eru auðvitað bara braindead zombies og kvenhatarar, og það er sorglegt, og hins vegar þeir sem álíta þjóðina almennt vera slíka braindead zombies, og ætla að kjósa Þóru því þeir álíta að sökum heimsku annarra landsmanna eigi hún ein séns, og því þess virði að svíkja lýðræðið og réttlætið með því að kjósa hana, bara til að vera Á MÓTI Ólafi Ragnari, en þegar slíkt fólk, sem er á MÓTI einhverju í stað þess að vera með einhverju, ræður of miklu í neinu samfélagi, þá verður óhjákvæmilegt niðurrif og afturför, því svona hugsunarháttur veldur stöðnun og skilar engum árangri, og á endanum veldur hann algjöru niðurbroti. identicon

Í boði eru tvær afburðarkonur. Baráttukona og hugsjónakona á landsvísu, hún Andrea, sem hefur sem höfuð Hagsmunasamtaka heimilanna um langt skeið unnið þúsundum heimila mikið gang, og síðan lögfræðingur á heimsmælikvarða og séní sem heitir Herdís, hugrökk kona sem er tilbúin að láta verkin tala. Síðan er í boði innantóma ljóskan Þóra, sem hefur sem fjölmiðlakona í landi sem hefur einhverja ófrjálsustu fjölmiðla heims, sem eru á hvað fæstum höndum sem beintengdustu fasíska armi auðvaldsins sem þekkist á Vesturlöndum (svo mjög að í raun má leiða líkum að því að fjölmiðlalögin sem Dabbi ætlaði að setja hefðu í raun komið í veg fyrir hrunið, þó hann kunni að hafa látið leiðast af öðrum hvötum en góðum einum, þá hefðu fjölmiðlar aldrei náð að svæfa og heilaþvo landanna svo mjög og slá skjaldborg þöggunnar um auðmenn og glæpi þeirra (enda margir góðir menn aðrir en Sigmundur reknir úr starfi fyrir að ætla að dirfast að rjúfa þagnarmúrinn, þó fáir hafi verið nógu hugaðir til að segja frá eftir allar hótanirnar) en nú vilja þessir sömu fjölmiðlar heilaþvo skrýlinn til að kjósa meinlausa ljósku sem hefur þegar fengið þjálfun á vegum fjölmiðla sem viljalaus strengjabrúða auðvaldsins og þöggunnaraflanna.

Ég er að velja milli Andreu og Herdísar. Allt almennilegt og gott fólk er í sömu sporum. Þegar þögull leiðir þögla þá ræður þöggunin ríkjum og fjölmiðlar hennar munu þá innleiða hér einræði og fasisma.

Þeir sem sjá ekki að Andrea og Herdís eru hæfustu frambjóðendur til þessa embættis frá upphafi eru kvenhatarar í anda Rósu sem finnst að konur sem hafi skoðanir séu bara "gribbur" og ættu að þegja og vera stilltar og þægar og prúðar eins og hirðmey Jóhönnu flugfreyju hún Þóra hin ljóshærða og skoðanalausa, sem þeim finnst hæf fyrirmynd ungra stúlkna í meinleysi og skoðanaleysi. 

Páll (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband