Alþingi svíkur þjóðina, 6000 vilja þingrof

Með því að meina þjóðinni að segja álit sitt á ESB-umsókninni gengur meirihluti alþingis í berhögg við lýðræðislegar grunnstoðir. Afstaða meirihlutans er því óskiljanlegri að á sama tíma og þjóðinni er meinað að segja skoðun sína á ESB-umsókninni er samþykkt að efna til þjóðaratkvæðis um krossapróf stjórnlagaráðs.

Á kjosendur.is hafa tæplega 6000 skrifað undir áskorun um að þing verði rofið og efnt til kosninga. Ekki er liðinn sólarhringur síðan áskorunin var sett á netið.

Þunginn á bakvið kröfuna um nýtt alþingi eykst til muna eftir að meirihluti alþingis sýndi þjóðinni fingurinn í morgun.


mbl.is Kosning um viðræður óvanaleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig getur þessi maður kennt stjórnmálafræði svo mynd sé á? Er 35 - 24 og 4 fjarverandi skýr skilaboð? Er það ekki frekar hlutaverk þing"manna" að hlusta á skýr skilaboð samfélagsins? Ekki að mati Skugga- Baldurs tilbera Jógrímu!

Almenningur (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 16:12

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er það í berhögg við grunnstoðir lýðræðisins að ekki sé þjóðaratkvæðagreiðsla um hvert mál sem Alþingi afgreiðir? Þetta er alveg nýtt!

Það verður nú aldeilis munur að lifa þegar íhaldið þitt kemst aftur til valda Páll og breytir Alþingi í ráðgefandi afgreiðslustofnun fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur.

Ef 6.000 kjósendur (ef þeir eru allir kjósendur) hafa skrifað undir þingrofsáskorunina þýðir það að 225.000 kjósendur hafa ekki skrifað undir hana. Auðvitað engin vigt í því! 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.5.2012 kl. 16:22

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Axel: Er einhver að tala um þjóaðratkvæðagreiðslu um "hvert mál" sem alþingi afgreiðir?  Þú áttar þig væntanlega á þessari vísvitandi rökvillu?

Hér er um að ræða mál sem varðar fullveldi þjóðar og framtíð og ekkert mál hefur nokkurntíman verið jafn mikilvægt í þessu samhengi. Aldrei.

Þú áttar þig kannski líka á blygðunarlausri hræsninni að bregða fæti fyrir lýðræði á sama tíma og verið er að troða í gegn marklausum spurningalista um breytingar á stjórnarskrá þar sem ein spurningin varðar beint lýðræði, sem sömu aðilar leggja áherslu á.  Í þessum spurningalista koma menn sér hinsvegar hjá að spyrja um ákvæði er varða framsal fullveldis yfir grunnstoðum landsins.

Ég á bágt með að trúa að fólk hafi svo ógeðfellda sannfæringu eins og þú svo þóttalega setur fram hvað eftir annað. Ég vill heldur trúa því að um fáfræði og blinda trúarvitfirringu sé að ræða. Það meikar allt meiri sens.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.5.2012 kl. 16:49

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvenær urðu 6000 þjóðin ?

hilmar jónsson, 24.5.2012 kl. 16:52

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hræðslan við bölvað íhaldið er orðin slík að menn eru fúsir til þess að framselja fullveldi landins í þeirri trú að það sé eina aðferðin sem dugir til þess.

Þetta var kallað í gamla daga "að kasta barninu út með baðvatninu".

Kolbrún Hilmars, 24.5.2012 kl. 17:26

6 identicon

"Ég á bágt með að trúa að fólk hafi svo ógeðfellda sannfæringu eins og þú svo þóttalega setur fram hvað eftir annað. Ég vill heldur trúa því að um fáfræði og blinda trúarvitfirringu sé að ræða."

Það sem ég hef lesið eftir hann er allt ógeðfellt og liggur við ég segi heimskulegt þó ég vilji ekki ganga svo langt.

Ólafur (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 18:15

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvenær urðu 6000 þjóðin ?

Nánar tiltekið núna 6436.

Ef undirskriftir halda áfram að safnast á sama hraða, þá verður þetta búið að jafna IceSave-III eftir viku.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.5.2012 kl. 18:23

8 identicon

Það er rétt að benda á að ekki er hægt að skora á forseta að rjúfa þing. Slíkt vald hefur forsetinn ekki og hefur aldrei haft.(Við undirrituð lýsum yfir vantrausti á ríkisstjórn Íslands.

Við krefjumst þess að þing verði rofið og boðað verði til alþingiskosninga í samræmi við gildandi stjórnarskrá.

Í samræmi við ákvæði stjórnarskrár skorum við á forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur, að ganga til fundar við forseta Íslands og biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt eigi síðar en tveimur vikum eftir afhendingu þessarar áskorunar.

Verði forsætisráðherra ekki við áskorun okkar um að biðjast lausnar skorum við á forseta Íslands að rjúfa þing og boða til kosninga í samræmi við 24. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands.)

gangleri (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 19:02

9 identicon

Sæll Páll; sem aðrir gestir, þínir !

Ég ætla bara; að biðja þá félaga, vini mína; Axel Jóhann og Hilmar, að fara ekki í kerfi, þó aðeins blási á móti, þeirra kúnstugu krata vindum, gott fólk.

Og; minni þá á - sem og Pál síðuhafa og aðra, að III. valkostur er til, engin nauðsyn til, að einblína á Helvítis rolurnar og dauðyflin; Bjarna og Sigmund Davíð, þó tækist að koma Skoffínunum Jóhönnu og Steingrími frá, jafnframt.

Þeir hljóta; að þola mótbyrinn - sem yfirburði Páls síðuhafa, í rökræðu ýmissi, svo sem.

Með kveðjum góðum; úr Árnesþingi, sem oftar / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 19:05

10 identicon

11. gr.: Forseti Íslands er ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum, 13. gr. Forseti lætur ráðherra framkvæma vald sitt, 14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum og loks 19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum. Þarna kemur í ljós að völd forseta eru í reynd framseld til ráðherra – með tilheyrandi ábyrgð.

----Þingrofsréttur er hjá forsætisráðherra í umboði forseta. Forseti hefur ekki sjálfstæðan þingrofsrétt----

gangleri (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 19:09

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvernig túlka menn 24. grein Stjórnarskrárinnar?

Kolbrún Hilmars, 24.5.2012 kl. 19:10

12 identicon

Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

24. gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, [áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið],1) enda komi Alþingi saman eigi síðar en [tíu vikum]1) eftir, að það var rofið. [Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.]1)
   1)L. 56/1991, 5. gr. 

Hvað segir Gangleri? Hvað þýðir þetta ef ekki það sem það segir? Þarna stendur: Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi .......

Ólafur (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 19:33

13 identicon

http://blog.eyjan.is/vthorsteinsson/2012/05/18/vold-forseta-islands/

24. gr.: Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið, enda komi Alþingi saman eigi síðar en tíu vikum eftir, að það var rofið. Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags. Ef forseta líst ekki á ástandið á Alþingi – finnst þar kannski vera tómir bavíanar – getur hann þá rofið þing og boðað til kosninga?----

Vegna þess að þessar greinar þarf að lesa í samhengi við 11. gr.: Forseti Íslands er ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum, 13. gr. Forseti lætur ráðherra framkvæma vald sitt, 14. gr. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum og loks 19. gr. Undirskrift forseta lýðveldisins undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veitir þeim gildi, er ráðherra ritar undir þau með honum. Þarna kemur í ljós að völd forseta eru í reynd framseld til ráðherra – með tilheyrandi ábyrgð.---

---Þar af leiðandi liggur landið á endanum svona (og um þetta eru að ég best veit allir stjórnskipunarsérfræðingar sammála, þ.á.m. Ólafur Jóhannesson sem oftast er vitnað til um túlkun stjórnarskrárinnar):

Forsetinn getur aðeins skipað þá ráðherra sem þingið sættir sig við. Ráðherrar og ríkisstjórn verða að víkja ef þingið vottar þeim vantraust. (Þetta er skilgreiningin á þingræði.)

Ráðherrar og önnur stjórnvöld veita embætti (sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins). Forseti staðfestir veitingu ýmissa æðstu embætta en sú staðfesting er formsatriði. Ráðherrar bera alla ábyrgð á embættaveitingum. Óvíst er hvaða afleiðingar það hefði ef forseti neitaði að staðfesta veitingu embættis. Til þess hefur aldrei komið.

Þingrofsréttur er hjá forsætisráðherra í umboði forseta. Forseti hefur ekki sjálfstæðan þingrofsrétt.

Lagafrumvörp og tillögur ríkisstjórnar eru lögð fram á Alþingi með formlegri heimild forseta skv. 25. gr. stjórnarskrárinnar. Forseti hefur ekki frumkvæði að framlagningu lagafrumvarpa enda gæti hann ekki lagt fram frumvarp án meðundirritunar ráðherra.

gangleri (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 19:41

14 identicon

Getur þér verið alvara? Þú vísar í siðblindan Samfylkingarsóðann Vilhjálm Þorsteinsson máli þínu til stuðnings. Geturðu vísað í marktækari aðila sem væri hægt að taka alvarlega? Við erum ekki öll siðspillt eða í Samfylkingunni.

Ólafur (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 19:47

15 identicon

Hér er vísað til greinar á Vísindavef:" 24. gr. stjórnarskrárinnar er aftur á móti heimild til þess að rjúfa þing án þess að tilteknar aðstæður komi upp. Í texta stjórnarskrárinnar er talað um að forseti lýðveldisins rjúfi þing en forsætisráðherra fer í reynd með það vald, samanber það sem fram kemur í 13. gr. stjórnarskrárinnar um að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt og í 14. gr. um að ráðherrar beri ábyrgð á stjórnarframkvæmdum. Það er mikilvægt að hafa þessa reglu í huga þegar kaflinn um forsetann í stjórnarskránni er lesinn, því textinn gefur til kynna að forsetinn fari með mikil völd en í reynd eru þau aðeins formleg.

Þetta á við um þingrofsréttinn sem er á hendi forsætisráðherra. Forseti lýðveldisins hefur almennt það hlutverk að staðfesta ákvörðun forsætisráðherra en dæmi er þó um að forseti hafi verð mótfallinn hugmyndum um þingrof. Það gerðist árið 1950 þegar Sveinn Björnsson forseti lýsti sig andvígan skoðunum Ólafs Thors forsætisráðherra um að rjúfa þyrfti þing vegna stjórnarkreppu. Sigurður Líndal, prófessor í lögfræði, telur til dæmis að forseti geti neitað að rjúfa þing að tillögu forsætisráðherra. Þetta svigrúm forseta er þó takmarkað og ætti fyrst og fremst við ef til dæmis augljóslega er verið að misbeita þingrofsheimildinni. Almennt er matið á hendi forsætisráðherra."

http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=51227

gangleri (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 19:58

16 identicon

Til frekari fróðleika á Vísindavef Háskóla Íslands:

Hvenær er þingrof réttlætanlegt? eftir Árna Helgason

Hvaða áhrif hefur þingrof? eftir Árna Helgason

Hvernig starfar þing eftir þingrof? eftir Árna Helgason

Getur Alþingi Íslendinga komið saman utan Reykjavíkur og stundað löggjafarstörf t.d. á Akureyri eða á öðrum stað? eftir Árna Helgason

Hvenær var Alþingi stofnað? eftir Pál Emil Emilsson og Heiðu Maríu Sigurðardóttur

Hverjir voru starfshættir Alþingis til forna og hvert var gildi þess fyrir þjóðina? eftir Gunnar Karlsson....

gangleri (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 20:00

17 identicon

Höfundur svars á Vísindavef:Tilvísun

Árni Helgason. „Getur forsetinn rofið þing eða þarf forsætisráðherrann að gera það? “. Vísindavefurinn 21.10.2009. http://visindavefur.is/?id=51227. (Skoðað 24.5.2012).

Höfundur

Árni Helgason

lögfræðingur

gangleri (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 20:03

18 identicon

Ég er ekki viss um að þetta sé rétt túlkun hjá þér á 24 g. stjórnarskrárinnar þar sem segir að forsetinn hafi það vald. Það kemur hvergi fram að 13. og 14. g. séu æðri þessu valdi forsetans og ef hann kýs að láta forsætisráðherra ekki fara með vald sitt í þessu.

Ólafur (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 20:21

19 identicon

gangleri er Vilhjálmur Þorsteinsson

Þessi gangleri er greinilega Vilhjálmur Þorsteinsson, gjaldkeri Samfylkingarinnar, sem vísar nú sitt á hvað í sjálfan sig eða á vef pabba síns, Þorstein Vilhjálmsson sem skrifaði hlálegustu grein um siðfræði sem nokkur hefur lesið. 

Let me tell you this: 

Wolfgang Schauble hefur hugsað í 67 ár:  "Ich bien ein ubermensch!"  EN hann og austur-þýska nornin munu falla eins og ESB og evran.  Alveg eins og þeirra fuhrer fyrir 67 árum, gas-fretandi sjálfan sig stein-dauðan í bönkernum!                                                       

Og þeir munu falla, komma og krata kvislingarnir og dýrbítarnir sem eru nú orðin sem krabbamein í íslenskri stjórnsýslu og stofnunum þess. 

Þeir mútuþegarnir, sem stinga mútufé sínu í eigin vasa, en skattpína svo jafnframt íslenskan almenning til að halda sínu verðbólgnu ofur mánaðarlaunum í áskrift, til að innlima landið og miðin.                              

NEI, þessi fyrirlitlega krata og komma kvislingahjörð mútuþega ESB, sem rænir á sama tíma landa sína fyrir hönd vitfirrts stór-þýsks gas liðs, sem enn er komið á ferð sem uppvaktir djöflar, 67 árum eftir að þeirra fuhrer gas-fretaði svo mjög út ú öllum sínum opum og götum að hann steindrapst þar titandi vesalingur í bönkernum.  Nú eru gömlu keflavíkurgöngu kommarnir og kratarnir orðnir að nasista og fasista tíkum, kvislingum, en það sjá þeir ekki, enda staurblindir af stundargræðgi sinni og sérgæsku sinni. 

Burt héðan með krabbamein kvislinganna! 

Kvislingar, landráðamenn, skulu dæmdir til skógargangs, ekki hér á landi, heldur á bökkum Rínar, allt til loka þeirra fyrirlitlega lífs og lífernis.  Þeir munu enda sem villuráfandi hjörð í leit að Lorelei.

Orðrétt (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 20:57

20 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er allt sem bendir til að mjög margt fólk hafi ekki lesið og/eða skilið 24. gr. stjórnarskrárinnar, og trúa því að einhverjir keyptir svika-lögspekingar ESB-stjórnarinnar hafi frelsi til að rangtúlka þessa grein stjórnarskrárinnar.

24.gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið, enda komi Alþingi saman eigi síðar en tíu vikum eftir að það var rofið. Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.

Ísland er forseta/stjórnarskrár-stýrt lýðveldisríki samkvæmt öllum gildandi stjórnarskrár-reglum, og núgildandi stjórnarskrá gildir, ef allt er löglega framkvæmt í lýðræðisríkinu Íslandi.

Ég hvet fólk til að hugsa sig vel um, og kynna sér allt vald forseta samkvæmt stjórnarskránni, áður en það kýs forseta í Júní (nú erum við að enda Maí), og velta því fyrir sér hversu afdrífaríkt forsetaembættið í raun er, samkvæmt gildandi stjórnarskrá.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.5.2012 kl. 20:57

21 identicon

Eftir að mannfýlan Ollie Rehn, þá stækkunarstjóri ESB og þá sem nú fulltrúi Bilderberg gróðapunganna sem halda djöflamessur sínar með reglulegu millibili, lagði hér alla stjórnsýslu og ráðuneyti undir sig í marga mánuði með alls kyns fíflagangs krossaprófunum, eftir vel undirbúinn forleik Jóhönnu og Steingríms á þingi sumarið 2009, sem byggðist á þingræðislegri valdnauðgun af sama caliber og í Icesave nauðgunarafgreiðslum á þingi,

þá birtist enn á ný einhver finnsk erindrekamannfýla, einhver Summa, sem Egill Skalla-Grímsson hefði vafalaust krækt úr auga og ælt upp í tóttina, væri hann enn við lýði. 

Hvaða feita frík er þessi Summa, hann minnir á trúðinn Össur.

Hvenær fáum við frið fyir þessum finnsku útsendurum Bilderberg djöflanna?

Orðrétt (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 21:00

22 identicon

Hér er gömul frétt sem vonandi skýrir málið :Það er röng túlkun að enginn forsætisráðherra sé starfandi í landinu, að mati Bjargar Thorarensen, forseta lagadeildar Háskóla Íslands.

„Forsætisráðherra í starfsstjórn er starfandi forsætisráðherra," segir Björg. Um leið og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti fréttamönnum í dag að hann hefði beðið ráðherra ríkisstjórnarinnar um að starfa áfram í ráðuneytum sínum sagði hann að þar sem Geir Haarde forsætisráðherra hefði beðist lausnar væri enginn starfandi forsætisráðherra, sem gæti gert tillögu um þingrof. Þess vegna væri þingrofsvald hjá forseta Íslands.

Björg er ekki sammála þessu. Hins vegar telur hún að vafasamt sé hversu umdeildar ákvarðanir forsætisráðherra starfstjórnar geti tekið án þess að vera búinn að tryggja sér að minnsta kosti óformlega stuðning frá meirihluta þingsins. Forsætisráðherra yrði því að tryggja sér meirihluta í þinginu til þess að rjúfa þing. Annað væri andstætt þingræðisreglunni.

http://www.visir.is/radherra-tharf-studning-fra-meirihluta-things-fyrir-thingrof/article/200985612

Að lokum: þeir sem skrifa undir á kjosendur.is eru að skora á Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að rjúfa þing. Gangi ykkur vel

gangleri (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 21:02

23 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Stjórnarskrá Íslands er æðri lögum landsins, og þess vegna gilda stjórnarskrár-greinar ef ágreiningur verður milli laga og stjórnarskrár.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.5.2012 kl. 21:02

24 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ollie Rehn er málpípa ESB-stjórnleysisins.

Við verðum að hugsa og skilja með okkar eigin heila/skynjun, en ekki sækja innantóma og yfirborgaða svika-"viskuna" til mútaða ESB-starfsmannsins og áróðursmeistarans Ollie Rehn. Hann fær ekki borgað fyrir að segja íslendingum sannleikann.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.5.2012 kl. 21:16

25 identicon

Gangleri, við búum ekki við þingræði þó sumir stjórnmálamenn kjósi að halda þessu fram. Þú augljóslega vilt ekki að þessari óstjórn verði komið frá og heldur uppi vörnum.

Ólafur (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 21:39

26 identicon

Hann var fljótur að hopa af velli vesalingurinn

Vilhjálmur gangleri Þorsteinsson,

þegar hann var afhjúpaður á einu augabragði.

Nú skælir hann sem gunga utan í Stebba Fúla.

Orðrétt (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 22:02

27 identicon

Nákvæmlega Anna Sigríður, enda mælum við einungis tungu sannleikans,

annað en gjaldkeri Samfylkingarinnar, gangráðurinn höktandi, gerir.  Tími landsölumanna og Trójuhestanna er nú brátt liðinn.  Fjöldi undirskrifta stigmagnast.  Nú er fjöldi undirskrifta kominn vel á áttunda þúsundið.  Við viljum virkja 24. greinina og við erum svo heppin að á Bessastöðum situr forseti sem þorir að virkja þjóðina til lýðræðis hennar:

24.gr. Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið, enda komi Alþingi saman eigi síðar en tíu vikum eftir að það var rofið. Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.

Orðrétt (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 22:15

28 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Orðrétt! Einmitt! Þetta stendur á skiljanlegri íslensku, og ekki lagalega mögulegt að snúa út úr 24.gr. stjórnarskrárinnar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.5.2012 kl. 22:53

29 identicon

Umsjón með vísindavefnum hefur Þorsteinn Vilhjálmsson,

faðir Vilhjálms Þorsteinssonar, en Vilhjálmur vill nú farga gömlu og góðu Stjórnarskrána, ma. vegna greinar 24, sem Anna Sigríður birtir orðrétta.

Varðandi vísindavef (HÍ):  Háskólavændi prófessoranna og leigupenna þeirra hefur nú farið niður í áður óþekkt forað. 

Blekkingar og lygar kalla þeir nú siðfræði.  Megi þeir hafa algjöra skömm af. 

Orðrétt (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 00:13

30 identicon

VG sagði þegar búsáhaldabyltinginn náði hámarki 8-10.000 manns, að þar

væri þjóðin að mótmæla. Þannig þegar undirskriftirnar ná 10.000 manns

hlýtur þjóðin að vera komin samkvæmt þeirra skilgreiningu.

En eins og venjulega með allt sem kemur frá þeim flokki, þá hentar það ekki

þeim núna að þjóðin sé aðeins 6000 manns. Hræsnin er slík að hér eru menn

að slá fram tölum uppá 225.000 manns. 

Segir það ekki bara allt um þeirra hugarástand og afstöðu til lýðræðis..??

M.b.kv

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 14:58

31 identicon

Heyr, heyr Sigurður Kristján Hjaltested.

Þú tekur hér allan samfylktan flokk VG á klofbragði og þau munu steinliggja.

Með betri klofbrögðum sem ég hef séð:-)

Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 15:21

32 identicon

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 14:58: Af gefnu tilefni SKH. Þegar svonefnd "Búsáhaldabylting" náði hámarki mældu skoðanakannanir ítrekað um 80% stuðning þjóðarinnar við aðgerðir Radda fólksins. Hrunstjórnin, með aukin meirihluta þingmanna á bak við sig, naut einungis stuðnings um 20% þjóðarinnar.

Þegar þetta er ritað hafa er fjöldi undirskrifta: 8629(!) og engin könnun hefur verið gerð á raunverulegri afstöðu þjóðarinnar. Og hver er svo krafan?: "Við krefjumst þess að þing verði rofið og boðað verði til alþingiskosninga í samræmi við gildandi stjórnarskrá."

Það er ekki í samræmi við gildandi stjórnarskrá að 8629 Íslendingar geti krafist þess að þing verði rofið. Það er þvert á móti klárt stjórnarskrárbrot.

Þessi fáfengilega undirskriftarsöfnun er gjörsamlega marklaus og hlægileg tilraun til að viðra öryggisventilinn á ORG.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 10:25

33 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hilmar. Haltu bara áfram að hlægja.

Fólkið í landinu veit sínu viti, og betur núna, heldur en rétt eftir hrun. Þú ættir að fara varlega í að hæðast að vilja almennings, því hann borgar fyrir þessa svikastjórn sem nú svíkur allt sem hún var kosin út á.

Er eitthvað erfitt að skilja 24.gr. stjórnarskrárinnar? Hún er á skýrri íslensku.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.5.2012 kl. 10:58

34 identicon

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.5.2012 kl. 10:58: Já ASG, ég get ekki að því gert að skella upp úr þegar ég sé jafn útúrruglaðan og yfirskilvitlegan málatilbúnað og þennan.

Ég vil, af allri hógværð og litillæti, vinsamlegast biðja þig að lesa skýringar við stjórnarskrá Íslands, 24.gr. (http://www.forsaetisraduneyti.is/media/frettir/skyringar.pdf) áður en þú og þínir líkar fara í smiðju Hádegismóra að finna upp Valhallarlögspekina.

Staðreyndin er einfaldlega sú að Suðurskautsmörgæsin ORG á ekkert með að "rjúfa þing" á grundvelli 8629 undirskrifta wannabe FLokkssauða. Það sem ég er að reyna að segja þér ASG - og öðrum stjörnuglópum þessa þjóðfélags - er að við verðum að virða þá stjórnarskrá sem við búum við, annars fer fyrir okkur eins og G.H.Haarde sem braut gegn stjórnarskránni og var dæmdur fyrir.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 12:46

35 identicon

Málefnaleg þrot lýsa sér í lýsingaorðum þeim sem þú notar um fólk Hilmar

Hafsteinsson og er þér bara til minkunar. Landsdómur er ein sú ömurlegasta

tilraun sem gerð hefur verið í íslenskri sögu til að hengja mann fyrir aðra.

Hvítþvotturinn sem átti sér stað hjá þessar Samfylkingu hefur dregið þingið

niður á það plan að almenningur mun seynt geta treyst því aftur og allt út af 

þessari óstjórn. Ef neyðarlaganna hefði ekki notið við væri hér allt í kalda koli

og er það viðurkennt á heimsvísu. Maðurinn sem kom þeim á er sá eini

sem dreginn var til ábyrgðar á meðan hinar skræfurnar hlupu í skjól í boði

spillingar. Hver hreykir sér svo á þessum lögum..??? Jú, átrúnaðargoðið

þitt Steingrímur J Sigfússoon.  Ekki í fyrsta skipti sem vinstri stjórnir eigna sé

annarra manna verk.

Eigum við svo að rifja upp lögin sem forsætisráðherrann er búin að

brjóta....???  Þau eru orðin ansi mörg og ekki er henni refsað.

En það er allt í lagi hjá ykkur vinstri sinnum, því Jóhanna er heilög.

Svo langar mig að benda á að þessi stjórn hefur mælst með minna fylgi 

heldur en hrunstjórnin..!!  En eins og ykkur er tamt, þá má ekki tala um það

og þær skoðanakannanir eru marklausar.  Þá er klikt út með því að fullyrða

"Að engin könnun  hefur verið gerð á raunverulegri afstöðu þjóðarinnar"

Hér logar  allt stafna á milli og aldrei hafa heimilin og fólkið í landinu verið

eins illa svikið og af þessari stjórn og ykkur þykir bara allt í lagi og viljið

ekki sjá raunveruleikan.

Þessari stjórn og hennar áhangendum er best lýst í eftirfarandi málshætti:

"Blindur leiðir blindann."

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 16:04

36 identicon

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 16:04: Þakka hlýjar kveðjur SKH Til að fyrirbyggja allan misskilning minn kæri er óravegur frá því að þú getir (með sanni) hengt samspillingarstimpilinn á mig. Ég var, er og mun verða óFLokksbundinn, enda eru allir hugsandi Íslendingar búnir að sjá að fjórFLokkurinn er búinn að renna sitt skeið á Íslandi.

Varðandi meint "málefnaleg þrot" er e.t.v. rétt af þér að halda þig við málefnið, þ.e. makalausa undirskriftasöfnun til að knýja á um stjórnarskrárbrot.

En þú getur auðvitað ekki fært rök fyrir rökleysunni SKH og hengir þig því á notkun lýsingarorða(!)

Í  þínum plebíska undirpallaanda vil ég þá benda þér á að orðskrípið "minkun" er ekki til í íslenskri tungu. Þér færi betur að ígrunda stafsetninguna örlítið betur áður en þú slettir málfræðiþekkingunni.

Nema  þú sért svo verseraður í dýrafræðinni að þú verðir að viðra þá þekkingu á landsvísu? Í öllu falli slettir þú þekkingu þinni á dýrum merkurinnar þegar þú minnist á fyrrum landsföður og sólkonung FLokksins, G.H.Haarde.

Ekki er örgrannt um að þú blandir trúarbrögðunum líka inn í þá umfjöllun þar sem Mr. Maybe I should have er skyndilega orðinn Guðslambið sem ber syndir heimsins. - og þú vílar það ekki fyrir þér að fegra fyrirbærið með einum ósvífnasta þjófnaði allra tíma á heimsvísu - neyðarlögunum!

Það er sannarlega Guðsþakkarvert hjá FLokksverjum að rýja allra þjóða kvikindi inn að skyrtunni, þ.m.t. alþýðu þessa lands, til að 1% ofureignamanna Íslands (innvígðra og innmúraðra FLokksmanna) hafi sitt á þurru!

Af rökunum skulu menn þekkja þá SKH, og þú ert aumkvunarverður FLokksdindill, blindur, heyrnalaus og skilningslaus á þjáningar þessarar þjóðar - en, að sönnum FLokkssið, tilbúinn að þenja brjóst og sperra stél fyrir foringjann.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 19:16

37 identicon

Eina sem þú getur Hilmar Hafsteinsson er ákúrat það sem ég tók fram í fyrri

athugasemdum varðandi vinstri sinna.  Ekkert nema útúrsnúningar og

ómálefnalegur og skreytir þig með einhverju orðaflaumi til að sýnast

 gáfulegri. 

Því miður fyir þig, þá sannaðir þú fyrir öllum sem hér lesa að þar fer maður

sem þolir illa gagnrýni á foringja sinn, þrátt fyrir að reyna að bera það af sér.

Þú upplýstir okkur hversu vel að þér þú ert í dýrafræðum og hittir vel á

vondan. Orðið sem mér varð svo hrikalega á að nota, lýsir þér þá best.

Þú ert eftir allt "Minkur"

Það eru dýr sem þarf því miður að útrýma þó krúttleg séu. 

Þú skautar fram hjá athugasemdum og heldur áfram að tala niður til fólks

alveg eins og þín ríkisstjórn gerir. Það skiptr engvu máli hvað og hvar

menn í flokki standa,(vill svo til að ég vill líkar helv.fjórlflokkinn burt)

þá gangið þið vinstri sinnar að því öruggu, að ef kemur fram gagnrýni á

stjórnvöld, þá er  það öruggt að þar séu flokksbundir sjálfstæðismenn á ferð.

Bara það eitt sýnir hversu illa er komð hjá ykkur ef fólk reynir að

gagnrýna, Þá er það stimplað af ykkur vinstri sinnum sem sjálfstæðismenn. 

Reyndu svo ekki að setja aðra í þinn flokk hvað blindu snertir, því flestir 

landsmenn sjá ljósið og dagsbirtuna, en það þola "Minkar" mjög illa.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 20:25

38 identicon

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 20:25: "(vill svo til að ég vill líkar helv.fjórlflokkinn burt)" Syndir þínar eru fyrirgefnar SGH.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 22:34

39 identicon

Sömuleiðis...

Sigurdur Kristjan Hjaltested (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband