Guðfríður Lilja: ESB-umsókn án umboðs

Þjóðin var aldrei spurð hvort hún vildi sækja um aðild að Evrópusambandinu. Aðeins einn flokkur, Samfylkingin, var með aðild á stefnuskrá sinni við síðustu kosningar. Samfylkingin fékk rúm 29 prósent atkvæða sem þýðir að yfir 70 prósent þjóðarinnar kaus flokka sem ekki voru með aðild að ESB á stefnuskrá.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður Vinstri grænna vekur athygli á umboðsleysi ríkisstjórnar Jóhönnu í Evrópumálum með því að leggja til að þjóðaratkvæði fari fram um það hvort þjóðin vilji verða aðili að Evrópusambandinu.

Umboðslausa ESB-umsókn Samfylkingar er krabbamein íslenskra stjórnmála.


mbl.is Kosið verði um ESB fyrir árslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðfríður Lilja ætti að átta sig á því að hún er ung og efnileg kona með gott mannorð og framtíðarmöguleika, en núverandi utanríkisráðherra Íslands, þó kænn sé í samskiptum sínum við eigin sveitunga (en því fljótfærari og heimóttarlegri á alþjóðavettvangi, svo til háðungar allrar þjóðarinnar hefur orðið), enda kann hann vel á lágstemt en áhrifaríkt smjaður, er hataðasti maður Íslands og það algjörlega með réttu og afþví hann hefur sjálfur unnið sér til þess. Hún má alls ekki bukta sig og beygja fyrir þessum manni, eða láta hann sveiga sig hið minnsta á sitt band. Ef hún gerir það er hennar eigin framtíð líka lokið, á opinberum vettvangi það er að segja. Össur er maður sem betra væri að hefði einfaldlega ekki fæðst. Hann er búinn að leiða bölvun yfir alla þjóðina sem verður ekki aflétt fyrr en honum hefur verið komið frá völdum.

Jón (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 14:24

2 identicon

Ég endurtek að við höfum fulla ástæðu til að vera hrædd meðan þessi maður er við völd, og á meðan hann er í forsvari fyrir okkur mun heimurinn hlægja að okkur. Hann talar ekki ensku nema hrafl og ekkert annað mál, skortir dómgreind til að skilja eftir hvaða strengjum sagan dansar og hvert mannkynið stefnir. Þar af leiðandi kann hann ekki neitt nema grafa sjálfum sér og öðrum gröf. Við eigum enn von. En þessum manni verður að koma frá völdum.

Jón (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 14:27

3 identicon

Ég held að ógæfa þjóðarinnar sé því miður meiri en svo en hún sé bundin við Össur Skarphéðinsson sem ég held að sé ágætur maður þótt hafi hann hafi illu heilli kosið að leggja fyrir sig pólitísk störf. 

Rósa (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 15:56

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já nú þarf að koma þessu máli frá og það sem fyrst.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.5.2012 kl. 17:04

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Vilji Samfylkingar og þjóðar þarf ekki endilega að fara saman;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.5.2012 kl. 17:11

6 identicon

ESB., að klofna.

 Grikkland á leiðinni út. Eftir munu fylgja Spánn, Portugal, Írland, jafnvel Frakkalnd !

 Hættum að hugsa um ESB, reynum hinsvegar að kyngja, að fréttaspyrill frá sjónvarpinu með reifarbarn í fanginu, virðist verða orðin Forseti Íslands eftir nokkrar vikur !

 "Something is rotten in the state of Iceland" !!

Kalli ASveinss (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 17:57

7 identicon

Hárrétt ályktun hjá Guðfríði Lilju:

„Þær fórnir sem aðildarferlið krefst, sundurlyndið sem það myndar, athyglin sem það dregur frá öðrum valkostum og ringulreiðin innan Evrópusambandsins eru allt röksemdir fyrir því að gera þjóðinni kleift hið fyrsta að koma að málinu“

Þjóðin þarfnast samstöðu, en ekki sundrungar og þess hræðslubandalags lamandi óttans sem Jóhanna og Steingrímur og allir þeirra júró-bíró-krata-dindlar hafa markvisst alið á.  Mál er að linni. 

Virkjum lýðræðið.  Þjóðin kjósi um þetta sundrandi mál hið allra fyrsta og kolfellum það og hugum svo að velferð okkar allra, hér sem þjóð út í gjöfulu ballarhafi og með auðlindir og banka troðfulla af peningum.  Stöndum saman, við getum það, við erum gósenland og við erum barasta eiginlega öll alveg ágætis fólk, þó kerfis-stalínistarnir og júró-bíró-teknó-kratarnir reyni endalaust að níða skóinn undan landi og þjóð.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 18:42

8 identicon

Af hverjum þjóðnýtum við svo ekki helvítis bankana, stútfulla af peningum?

Þeir voru einka-vina-væddir, án þess að króna kæmi fyrir.

Svo voru þeir endur-einka-glæpa-væddir af helferðarhjúum AGS.

Er ekki núna dúndrandi lag, að þjóðnýta helvítis bankana með neyðarlögum?

Bara svona tillaga, til athugunar. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 18:47

9 Smámynd: Elle_

Að ´leggja fyrir sig pólitísk störf´ gerir mann ekki að blekkjara og falsara.  Og skaðvaldi gegn landi og þjóð.  Og hefur ekkert með það að gera að fela skjöl og skýrslur sem koma ríkinu og þjóðinni mikið við.  Rósa, það er Össur og honum á að koma úr stjórnmálum.

Elle_, 22.5.2012 kl. 19:08

10 Smámynd: Elle_

Ekki nógu sterkt frá Guðfríði.  Enda manneskja sem snérist á hvolf í ICESAVE.  Manneskja sem þóttist opinberlega ætla að segja NEI og sagði samt JÁ. 

Málið kemur líka mikið við andlega þreytu fólks.  Líka bæði eyðslu á dýrmætum tíma og hrikalegum kostnaði ríkissjóðs okkar. Verið er að sturta niður skattpeningum okkar niður fyrir öfgamál Jóhönnu, Össurar og co.  Og Guðfríður samþykkti SJÁLF að kíkja í hinn niðdimma poka.

Það á að rukka Jóhönnu og co. fyrir eyðsluna og skaðann eftir að valdið hefur verið tekið af þeim.

Elle_, 22.5.2012 kl. 19:30

11 identicon

Finnst fólki ekki kaldhæðnislegt, nú þegar eurovision er á skjánum, að stóru þóðirnar þurfa ekki að ganga í gegnum forkeppni. Í mínum huga, táknrænt.

Benni (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 20:49

12 identicon

Elle, sá hængur er á gjöf Njarðar, að enn heldur Hreyfingin uppteknum ólíkindahætti sínum.  Flokkapólitíkin er furðuleg tík og Hreyfingin virðist í ESB helförinni gardera Jóhönnu og Steingrím með gjammi sínu.

Þór Saari hefur sagt að ESB aðlögunin skuli halda áfram.  Hann vill ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um málið fyrr en aðlögunin er algjör.  Það hefur hann beint og óbeint sagt í dag í bræðikasti vegna bókunar Guðfríðar Lilju, sem hún greindi frá á þingi í dag kl. 13:30.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.5.2012 kl. 20:54

13 Smámynd: Elle_

Pétur, eg hef bara ekkert traust á Guðfríði sem er óþarflega oft lyft upp á stall sem hún á ekki skilinn.  Líka ætti að stoppa Brusselfáráðið núna og þó löngu fyrr hefði verið.  Í lok desember er alltof seint.  Of mikil eyðsla og of mikil eyðilegging.

Elle_, 22.5.2012 kl. 23:29

14 identicon

En hvað segirðu um hækju helferðarinnar, Hreyfinguna Elle?

Og hvað segirðu um Bjarna Ben., sem allir heiðvirðir sjálfstæðismenn segja að sé á skilorði?  Það vita allir að hann er Brussel volgur.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 00:06

15 identicon

Er Brussel draumur Bjarna kannski ástæðan fyrir því,

að helferðarstjórnin hangi enn á roðinu? 

Veltu því fyrir þér Elle og íhugaðu málið gaumgæfilega.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 00:11

16 identicon

Getur það verið að Bjarni Ben. hugsi þar aðallega um hag aflandskrónueigenda, líkt og helferðarhjúin Jóhanna og Steingrímur?  Alla vega hugsar hann ekki um hag skuldsettra heimila landsins með stökkbreytt ríkis-verðtryggð lán, sem skuldaþræla-klafa og vafninga-hlekki.

Hvað segirðu um þá tilgátu mína Elle?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 00:18

17 identicon

Var nokkuð samasemmerki á milli þess að treysta ekki Guðfríði Lilju og hins að styðja Bjarna Benediktsson eða einhvern í Hreyfingunnni?

Ólafur (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 00:40

18 identicon

Ólafur, ég bara spurði Elle spurningar í upphafi, sem hún svaraði ekki og í framhaldinu velti ég upp sourningum um raunverulega afstöðu Bjarna.

Hefur þú svörin?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 00:48

19 identicon

Jú, fyrirgefið mér, ég velti líka upp tilgátu um það hvað gæti útskýrt það, að þessi helferðarstjórn lafi endalaust.  En það er rétt hjá þér að Elle trystir ekki Guðfríði Lilju, en ég er að reyna að átta mig á heildar stöðunni á þingi, því ma'ur skilur ekki baun í bala í einu né neinu á þessum síðustu,en að sögn valdastéttarinnar, ofur-gegnsæju tímum, eða hvað?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 23.5.2012 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband