Tveir forsetaflokkar

Þóra Arnórsdóttir er frambjóðandi ríkisstjórnarflokkanna og það kemur skýrt fram í kjósendahópunum sem fylgi hennar byggir á.  Vinstrimenn með ESB-hneigð eru bakland Þóru. Stuðningsmenn Ólafs Ragnars eru aftur úr kjósendahópum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Fullveldi og borgaralegar dyggðir eru aðalsmerki þessa hóps.

Forsetakosningarnar verða styrkleikapróf á hvert Ísland stefnir.

Valið stendur á milli vinstiristjórnmála með ESB-aðild á dagskrá eða fullveldi miðju- og hægristjórnmála.


mbl.is Þóra með mestan stuðning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er frétt sem bragð ar að.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.5.2012 kl. 08:59

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott hjá Norðmönnum.  Sýnir bara að við höfum rétt fyrir okkur.  Líka sammála Páli með að Þóra er kandídat Jóhönnu og norrænu velferðarstjórnarinnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2012 kl. 10:51

3 identicon

Nú þarf Forseti vor að koma vitinu fyrir peningastefnunefnd

Seðlabankans, sem var að hækka vexina um 0.5%, því ekki virðist Jóhönnu stjórnin ætla að gera það.

Því þessi vaxta hækkun fer beint út í verðlagið og hækkar lán heimilanna í landinu,og allt vöruverð í landinu, og verðbólguna sem er mikil fyrir.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 10:54

4 Smámynd: Elle_

Það styðja líka margir af stuðningsmönnum eða fyrrverandi stuðningsmönnum VG Ólaf.

Elle_, 16.5.2012 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband