Jón Ásgeir og ónýtu fjölmiðlalögin

Stór ástæða fyrir hruninu var að auðmenn stjórnuðu flestum fjölmiðlum og drógu upp glansmynd af útrásinni. Jón Ásgeir Jóhannesson fyrrum Baugsstjóri var þar fremstur í flokki. Eftir hrun voru sett ný fjölmiðlalög sem áttu að koma í veg fyrir misnotkun á dagskrárvaldi fjölmiðla.

Enn stjórnar Jón Ásgeir fjölmiðlaveldi sínu, 365-miðlum, í gegnum eiginkonu sína Ingibjörgu Pálmadóttur.

Vinstriflokkarnir sem bera ábyrgð á ónýtu fjölmiðlalögunum börðust með Jóni Ásgeiri þegar reynt var að koma böndum á veldi hans árið 2004 - fjórum árum fyrir hrun.

Jón Ásgeir er með Samfylkinguna í vasanum og VG í taumi.


mbl.is Þreytt á umræðunni um 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu ekki að gleyma hlut Ólafs?

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=192326&pageId=2560094&lang=is&q=Pr%FA%F0b%FAi%F0%20rangl%E6ti

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 11:57

2 identicon

"Jón Ásgeir er með Samfylkinguna í vasanum og VG í taumi."

Hefur Páll kannski rétt fyrir sér hérna?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 11:57

3 identicon

Þetta er alveg borðliggjandi Páll. Svona er íslensk póitík í dag. Ekkert nema svik, lygar, pukur og leyndarhyggja.

Sigurdur Kristjan Hjaltested (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 12:33

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég sé ekki að það sé verið að gleyma neinu hér Elín. 

Það sem Páll segir hér er bara rétt og hefur verið lengi vitað.  Vissulega lét Ólafur hafa sig að kjána, þar sem hann húkti á Bessastöðum og beið í spenningi eins og krakki sem bíður efir jólunum.  En akkúrat á þeim tíma þá átti hann að vera fyrir okkar hönd í brúðkaupi. 

En það var þó ekki Ólafur sem var mesta fíflið, það var Ingibjörg Sólrún og allt hennar Samfylkingar hænsnabú.  Einmitt í því máli þá sannaðist hverskonar æruþjófur Ingibjörg Sólrún er og slóðin liggur eftir hanna til dagsins í dag.      

Hrólfur Þ Hraundal, 15.5.2012 kl. 15:39

5 identicon

Af hverju fór fjölmiðlamálið ekki í þjóðaratkvæði eins og lög gera ráð fyrir þegar synjunarvaldi er beitt?

Skúli (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 16:08

6 identicon

Skúli. Fjölmiðlafrumvarpið var dregið til baka. Þessvegna engin þjóðaratkvæðagreiðsla.

 Laukrétt hjá Páli.

 Skuldugasti maður Íslandssögunnar - og líklega þótt víðar væri leitað í nágrannalöndum - Baugssnillingurinn Jón Ásgeir Jóhannesson á 365 miðla ( notar nafn eiginkonunar )

 Hafa menn hugmynd um rekstrarafkomu 365 miðla ?

 Stöð 2 ? Fréttablaðið ? Blað sem er GERFIÐ FRÍTT á degi hverjum.

 Menn sem gjörþekkja þennan " bransa" fullvissir að hreint tap þessara miðla liggi í milljörðum.

 En Samfylkingin gleðst. Enda ekki afleitt eftir hörmungar Alþýðublaðsins forðum, að hafa ókeypis málgagn !

 Og enginn segir neitt !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 18:13

7 identicon

Já ég veit það, en af hverju?  Voru þeir Davíð og Halldór svona hræddir um niðurstöðuna úr þjóðaratkvæðinu?

Skúli (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband