Þingfararkaupið tryggir óvinsælli stjórn framhaldslíf

Þingmenn Hreyfingarinnar þora ekki að hitta kjósendur sína af ótta við uppsögn. Þess vegna framlengja þeir líf næst óvinsælustu ríkisstjórnar lýðveldistímans - aðeins hrunstjórnin var óvinsælli.

Þingmenn Hreyfingarinnar taka eigið atvinnuöryggi fram yfir lýðræðislega kröfu um að þjóðin fái að kjósa sér nýtt alþingi.

Farsakennd verslun þingmanna Hreyfingarinnar með atkvæði sín á alþingi staðfestir að einkahagsmunir ráða ferðinni.


mbl.is Munu verja ríkisstjórnina vantrausti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fólk er ekki hugsandi.

Og ekki heldur skrifandi eins og sést þegar tilkynning hreyfingarinnar er lesin.

Þar ræddum þau mál sem helst brenna á þjóðinni

 á aðgerðir að hálfu  

Ótrúlegt að fólk sem hvorki er hugsandi nér skrifandi komist í slíka aðstöðu í samfélaginu.

Sýnir hversu hörmulega er komið fyrir þessari voluðu þjóð.  

Rósa (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 15:31

2 identicon

Þetta sýnir firringu þingmanna Hreyfingarinnar að halda að Stjórnarskrárm´lið brenni á þjóðinni .

Það eru skert lífskjör af völdum þessarar ríkisstjórnar sem almenningur hefur áhyggjur af.

Ætlar Þór Saari líka að berjast fyrir betri ráðherrabílum og fleiri blaðafulltrúum handa ráðherrum

sæmundur (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 15:37

3 Smámynd: Elle_

Já, það kom aldrei fram frá þjóðinni að okkur vantaði eða vildum nokkuð nýja stjórnarskrá.  Ætlun Jóhönnu og co. er að fá fram valdaafsal til erlendra sambanda/stofnana. 

Elle_, 14.5.2012 kl. 15:47

4 identicon

Er þetta þá stefna Dögunar líka? 

Er Frjálslyndi flokkurinn ánægður með, að þremenningaklíkan verji helferðarsjórn Jóhönnu Sigurðardóttur falli?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 15:59

5 identicon

Stjórnarskrármálið er hobbý.  Aðalmálin eru allt, allt önnur.  Það vita allir.

Bara eitt orð um hreifinguna;  "Drasl".

jonasgeir (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 16:03

6 identicon

Um þetta segir Lilja Mósesdóttir á facebook:

"Á meðan ég var enn hluti af stjórnarliðinu gagnrýndu þingmenn Hreyfingarinnar/Dögunar mig fyrir að styðja ríkisstjórn sem hefði samþykkt Icesave og stæði ekki við loforð sitt um skjaldborg heimilanna.

Ríkistjórn sem ég samþykkti vanstraust á fyrir rúmu ári eftir að mér varð ljóst að hún ætlaði ekki að verja heimilin og velferðarkerfið.

Það er því einkennilegt að sjá þessa sömu þingmenn reyna að halda ríkisstjórninni á lífi með endalausum samningaviðræðum við hana og stuðningi við umdeild mál eins stjórnarráðsbreytingarnar."

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 16:03

7 identicon

Þremenningarnir, Þór, Birgitta og Margrét, láta teyma sig áfram á asnaeyrunum

og það sem verra er, þeim líkar það svo vel, því þau fá vel borgað fyrir það.

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 16:05

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það hallar nú ekki á kynin í þeirri verslun,3 í pakka, 2 kvk.,1 kk. pakkaverð!! Góð kaup.

Helga Kristjánsdóttir, 14.5.2012 kl. 16:20

9 identicon

Sigurjón Þórðarson hefur sennilega hoppað af kæti, þegar hann heyrði af þessu.

Ætli honum hafi verið hugsað til þess, að hans pólitíska framtíð var seld í skiptum fyrir þingfarakaup þremenninganna?

Ætli hann hafi gefið leyfi fyrir sölunni?

Kaldhæðni örlaganna getur verið svolítið fyndin, stundum.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 16:21

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Frjálslyndir hafa enn svigrúm til þess að hoppa af Hreyfingarvagninum.

Með sama framhaldi á ég von á því að þeir geri það.

Kolbrún Hilmars, 14.5.2012 kl. 16:32

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Vonandi er það rétt hjá þér Kolbrún því það er orðin forsenda þess að ég og fleiri styðjum Frjálslynda flokkinn áfram.............

Jóhann Elíasson, 14.5.2012 kl. 17:24

12 identicon

Mannkynssagan hefur margoft sýnt að allt er fallt fyrir 30 silfurpeninga !

 "Hreifingar-leysið", Þór, Birgitta og Margrét, mega vart hugsa til atvinnuleysisins sem þeirra þriggja bíður að ári.

 Þessvegna og eingöngu þessvegna, er markmiðum, stefnu og hugsjónum fórnað - fyrir 30 silfurpeninga frá Jóhönnu og Steingrími J. !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 17:40

13 identicon

Þremenningarnir lifa í sýndarveruleika Jóhönnu og Steingríms.

Fyrr en síðar mun þó ískaldur veruleikinn mæta þeim í kosningagættinni.

Ágætt að þau hafi hér afhjúpað sig endanlega.  Þau hafa roðflett sjálf sig. 

Þau sundruðu Borgarahreyfingunni.

Þau stefna að því að sundra Dögun.

Þau sitja nú í skjóli Jóhönnu og Steingríms.

Þau sundra öllu fyrir stundargræðgi eigin sjálfsfróunar.

Þau munu heyra klukkuna tikka og svo falla þau,

því tíminn mun dæma sjálfsfróandi vonbrigðin úr leik.

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 17:53

14 identicon

Í umboði Jóhönnu og Steingríms

stefnir þremenningaklíkan að því að sprengja Dögun í tætlur

og sérstaklega Frjálslynda flokkinn!

Allir vita að það er stefna þeirra; svo hverfa þau út í reykjarkófi

brunarústanna með búnt af evrum í rassvösum.

Þau eru Þór, Birgitta og Margrét.  Þau eru föl fyrir búnt af evrum!

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 18:40

15 identicon

Það verður grátlegur brandari þegar Birgitta, Margrét og Þór byrja að blessa kvótafrumvarp Steingríms,

sem Guðmundur Vikar, Dögun, lýsti í gær í Silfri Egils sem verra kvótafrumvarpi en núverandi 

og mun verra en það sem Jón Bjarnason var skammaður fyrir af þeim Jóhönnu og Steingrími, enda meina þau ekki orð af því sem þau segja.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 18:56

16 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Páll Vilhjálmsson. Það er bara ekki greind þinni og virðingu sæmandi þessi bloggfærsla þín hér. Það er bara ekki ein setning sannleikanum samkvæm.

Þingmenn Hreyfingarinnar óttast ekki kosningar, þau geta öll horfið til betur launaðra starfa á morgun.

Ríkisstjórnin er með meirihluta og þarf ekkert á Hreyfingunni að halda til að halda lífi.

Hreyfingin er einfaldlega að eiga eðlilegar viðræður um að koma sínum stefnumálum áfram ef hægt er. Allt annað væri óábyrgt.

Það væri óskandi að fleiri höguðu störfum sínum af sömu ábyrgð í þinginu eins og þau Birgitta, Þór og Margrét gera.

Baldvin Björgvinsson, 14.5.2012 kl. 23:48

17 identicon

Baldvin, ég mæli með sálgreiningu á Birgittu, Þór og Margréti,

því nú þarf að fara að sálgreina fleiri en Þráinn, bara alla restina.

Tekur Margrét það að sér að sálgreina fyrst og þannig koll af kolli? 

Sálgreinir svo Þráinn Margréti?  Þá verður nú aldeilis fjör í Múmíndal

og öll smádýrin á Dýrabæ alveg ógesslega góðir vinir svínanna. 

Dr. Sigmundur fróði (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 03:48

18 identicon

Hreyfingin er einfaldlega að eiga eðlilegar viðræður við bavíana.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 08:20

19 identicon

Baldvin Björgvinsson fullyrðir hér að ofan:

"Ríkisstjórnin er með meirihluta og þarf ekkert á Hreyfingunni að halda til að halda lífi."

Fullyrðing Baldvins stenst ekki nánari skoðun,

því hvers vegna ættu  Jóhanna og Steingrímur að leita opinberlega til Þórs, Birgittu og Margrétar um að verja ríkisstjórn þeirra vantrausti

nema Jóhanna og Steingrímur meti það svo sjálf, að þau hafi ekki lengur starfhæfan meirihluta á þingi?

Ætlar Hreyfingin að sprengja fremur Dögun en ríkisstjórnina?

Það er stóra spurningin Baldvin og þú veist það alveg, að þau þrjú leika nú tveimur skjöldum.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband