ESB-sinnar í afneitun

Evrópusambandið stendur frammi fyrir dýpri og víðtækari kreppu en nokkru sinni - bjartsýnustu áætlanir gera ráð fyrir að í kringum árið 2020 sjái ESB til sólar. Talsmann tæplega 70 prósent iðnfyrirtækja á Íslandi eru mótfallnir aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Hvað segir formaður Samtaka iðnaðarins um andstöðu félagsmanna sinna við aðild að Evrópusambandinu.

Jú, formaðurinn telur andstöðuna ekki ,,endanlegt viðhorf." Góðar fréttir af evrunni á næstu vikum gæti breytt afstöðu félagsmanna Samtaka iðnaðarins, segir formaðurinn, sem er virkur í starfi ESB-sinna á Íslandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ESB og Evrutrúin gerir fólk helsjúkt hreint og beint!

Góðar fréttir í nánd!  Hahaha...

Þetta er illvígt fyrirbæri og eiginlega merkilegt að einhverjum góðum vinstri manninum hafi ekki dottið til hugar að banna umræður um fyrirbærið á íslandinu, vegna alvarlegs dómgreindarbrests sem virðist leggjast á þá trúuðustu...

jonasgeir (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 10:41

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

   Já, Jónas Geir, trú varð til þegar menn vissu ekki betur og en þann dag í dag, þá vita margir ekki betur en svo, að trú sé betri en rök.

Hrólfur Þ Hraundal, 13.5.2012 kl. 11:13

3 identicon

Á þeim þremur mánuðum síðan í ljós kom, að skýr meirihluta félagsmanna SI er ósamþykkur aðild að ESB og upptöku evru, hefur engu verið breytt á vef samtakanna, að stefnt skuli að þessu hvoru tveggja. Og formaðurinn hefur ekki enn sætt sig við skoðun félagsmanna sinna. Svolítið furðulegt, að hafa samtök um það að vinna gegn stefnu þeirra, sem bindast samtökunum. Fyrir þetta borga menn síðan hlutfall af veltu sinni í félagsgjöld.

Sigurður (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 13:00

4 identicon

100 prósent öruggt að ekki einn einasti sjómaður sem hingað til hefur kosið Samfylkinguna muni kjósa þann  grátlega landsöluflokk framar !

 Og vinstri-grænir ?

 Steingrími hefur  tekist hið ómögulega !

 Svikið hvert eitt einasta kosningaloforð flokksins.

 Geri aðrir betur ? !!

Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 14:29

5 identicon

Ragnarök evrunnar

Meira að segja Egill Helgason er tekinn að bila all verulega í trúnni.

Egill skrifar nú eftirfarandi pistil:

"Paul Krugman dregur upp dökka mynd af ástandinu á evrusvæðinu í grein á vef New York Times.

Greinin ber heitið Eurodämmerung eða Evru-ragnarök.

Krugman spáir því að Grikkland yfirgefi evruna í næsta mánuði.

Þá sogist fjármagn úr bönkum á Spáni og Ítalíu.

Við það þurfi Þýskaland að breyta stefnu sinni – ellegar gætu endalok evrunnar verið framundan.

Með grein sinni birtir Krugman þetta myndskeið úr Götterdämmerung eftir Wagner, þar sem Brünnhilde tortímir sér."

--------------------------------------------------

Þetta sýnir að öll hin mikla aðdáun Egils á Habsborgurum, Völsungum og Ottómönum er algjörlega að bilast. 

En mikið þykir mér vænt um að Egill er tekinn að vitkast, þó því fylgi vafalaust smá taugaskjálfti hjá honum blessuðum.  En Grikkland verður væntanlega ódýrt á kostnað skattgreiðenda hér og einnig þar. 

Alltaf rekur eitthvað gott á fjöru ferðalangsins.  Það sér Egill og sankar nú áfram í skotsilfursjóð sinn, á kostnað skattgreiðenda hér og einnig þar. 

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband