Jóhanna Sig: Evrópa víti til að varast

Forsætisráðherra segir ESB með lélegan hagvöxt, mikið atvinnuleysi með fátækt og félagslegri einangrun. Orðrétt segir Jóhanna Sig. á vef forsætisráðuneytisins í tilefni af þriggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar.

Hagvöxtur hér á landi er raunar með því mesta sem um getur í allri Evrópu og spár eru á þann veg að hann aukist næstu árin fremur en hitt.Samanburðargögn sýna einnig að innan Evrópu er hættan á fátækt og félagslegri einangrun minnst hér á landi. Hér við bætist að atvinnuþátttaka var um síðustu áramót meiri hér á landi en í öðrum löndum Evrópu og atvinnuleysi er með því minnsta sem gerist þótt enn sé það um sjö prósent.

Þrátt fyrir að útmála Evrópusambandið sem eymdarsvæði er Jóhanna forsætisráðherra ríkisstjórnar sem er með umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Jóhanna, er ekki kominn tími til að tengja - og afturkalla ESB-umsóknina?


mbl.is Eitt af brýnustu stefnumálum ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Er ekki flótti Samfylkingarinnar frá ESB-umsókninni hafinn? Spurningin er hverjum verður fórnað á flóttanum? Kannski Össa og Árna Þór ásamt nokkrum heilaþvegnum fótgönguliðum. Allavega er ljóst að engin brjóstvörn er lengur í VG þar sem fylgi þeirra er horfið.

Eggert Sigurbergsson, 12.5.2012 kl. 13:29

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Evru og ESB landið Luxemborg er ríkasta land í heimi.

Í Evru og ESB landinu Austurríki er aðeins 4% atvinnuleysi.

Það er 7,2% atvinnuleysi á Íslandi. Þrátt fyrir okkar "elskulegu" krónu og "elskulegu" gjaldeyrishöftin.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.5.2012 kl. 13:55

3 identicon

Sæll Páll; líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Sleggju / Hvellir !

Rangt; hjá ykkur, piltar.

Luxemburg; er langt frá því marki, sem þið ætlið því.

Malaya Soldánsdæmið Brunei; hefir hampað þeim mjög svo sérstaka titli, um áratuga skeið - og gerir enn.

Ykkur tjóar lítt; að koma með einhverjar falsaðar tölur um annað, af hálfu Evrópskra svindlara burgeisa, ágætu Sleggju / Hvellir.

Svo; fram komi, að nokkru.

Með ágætum kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 14:05

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

skv World Bank þa trónir Luxeborg á toppnum.

sjá hér

 Brunei er ekki nema í sjötta sæti.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 12.5.2012 kl. 14:20

5 identicon

Sælir; á ný !

Sleggju / Hvellir !

Heims Bankinn; kann að falsa tölur, sem margur annarra, ágætu drengir.

En; síðan má velta fyrir sér, hvers virði það er, einhverjum ríkjum - eða einstaklingum yfirleitt, að teljast ríkastur vera, á peningalega mælikvarða.

Enginn Allsherjardómur; um ágæti - eða óágæti viðkomandi, ágætu drengir, aukinheldur.

Þurfti ekki; að mata Krösus Lýdíukonung, svo það, sem ofan í hann færi, yrði ekki að Gulli, sem flest annað, sem hann snerti á sinni tíð, ágætu drengir ?

Varla; eftirsóknarvert hlutskipti það, eða hvað ?

Ekki síðri kveðjur - hinum fyrri /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 14:33

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Mælingar IMF (AGS) sýnir svipaðar tölur.

Já Óskar það er mjög þægilegt að halda einhverju fram svo þegar tölur sýna eitthvað allt annað þá er auðvelt að segja bara "kjaftæði"... ég ætla að halda mínu fram til rauðan dauðann sama hvað.

En ef þú heldur því fram að Brunei sér ríkast þá væri eðlilegast að bakka það upp með heimildum. 

Það er rétt að peningur er ekki upphafi og endir á öllu. En ef við miðum við World Bank og skoðum tölurnar um landsframleiðslu á per íbúa þá trónir Luxemborg á toppnum. Þrátt fyrir ESB og Evuna..... sem er jafnt og dauðadómur fyrir marga NEI sinna.

Þetta sannar það að land getur staðið sig með príði innan um ESB og Evruna.  Þó að það sé vinsælt að benda endalaust á Grikkland til að slá ryki í augum fólks. 

Sleggjan og Hvellurinn, 12.5.2012 kl. 14:39

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Lágt atvinnuleysishlutfall í Austurríki, rétt rúmlega 4%, má skýra með því að þar er atvinnuþátttaka kvenna sú lægsta sem gerist í Evrópu.

Við þurfum ekki annað en senda 15 þúsund konur heim í eigið eldhús og verðum þá komin með mínus atvinnuleysi.

Reyndar voru síðustu tölur um atvinnuleysi í Luxembourg um 5,2%. Lítið lægra en hjá okkur...

Kolbrún Hilmars, 12.5.2012 kl. 14:39

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er ekki rétt hjá þér. Atvinnuþáttaka í Austurríki milli kynja er svipað og hér á Íslandi.

En þar er rúmlega 4% atvinnuleysi en á Íslandi er yfir 7% atvinnuleysi. atvinnuleysið á Íslandi hefur sjöfaldast eftir hrun. Þátt fyrir okkar elskulega krónu og þrátt fyrir að tugir þúsundar Íslendinga hafa flúið land frá hruni Þá aðalega til ESB landa (ásamt Noreg)

Sleggjan og Hvellurinn, 12.5.2012 kl. 14:45

9 identicon

Komið þið sæl; enn sem fyrr !

Sleggju / Hvellir !

Ég nenni nú yfirleitt ekki; að vera að blaða í einhverjum skýrslum - eða öðru pappíra kjaftæði, talandi um heimildir - eða ekki heimildir. Fyrir mér; eins konar aukaatriði.

Allavega; á 8. áratug síðustu aldar - og inneftir þeirri 21. hefir mér skilist, að Bruneijar Soldán og hans slekti, vermdi þetta sérstaka sæti, hið efsta.

Skiptir ekki öllu; ágætu drengir.

Hygg; að þið skilduð tala varlega um Grikkland - sem önnur þau lönd, sem sitja í áþján Þýzk - Frönsku ræningja samsteypunnar (ESB), piltar.

Hvers vegna; skiluðu Þjóðverjar, til Albana, rúmu 1 og 1/2 Tonni Gulls, árið 1996, sem þeir höfðu stolið þar syðra, ásamt öðru, Sleggju / Hvellir ?

Og það; þókti koma óvænt upp, árið 1996, minnir mig.

Þjóðverjar eru; og voru, ómerkilegasta þjóðarsafn, sem í Evrópu hefir dvalið - og það; langt aftur fyrir tíma þjóðflutninganna (4. - 6. alda), og hefði átt að skipta landinu upp, milli : Hollendinga - Pólverja  - Tékka og Ungverja; strax, í lok styrjaldarinnar, árið 1945.

Austurríkismenn og Svisslendingar; frændur Þjóðverjanna, hefðu getað tekið eitthvað af þessu liði, til sín - montnari og hrokafyllri hlutinn, hefði mátt dreifast, um allar koppa grundir veraldar, að ósekju. 

Fjarri því; lakari kveðjur - en þær fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 14:54

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tvíeyki, ef þú trúir mér ekki þá trúirðu etv Evrópustofu - sem segir: MEÐALatvinnuþátttaka kvenna í ESB er nú tæp 60%.

Hérlendis er atvinnuþátttaka kvenna 80%.

Kolbrún Hilmars, 12.5.2012 kl. 15:25

11 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Evru og ESB landið Luxemborg er skuldugusta land í heimi. skuldirnar nema 465.000.000ISK á hvert mannsbarn eða 34 föld landsframleiðslan. Þegar bankakerfi Evrópu hrynur þá hrynur Lúxemborg. http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_external_debt

Atvinnuleysi í Austurríki er 10,4% í samanburði við 7% á Íslandi enda er atvinnuþáttaka mun minni í Austurríki eða -6,4% lægri, ef atvinnuþáttaka allra á bilinu 15 til 74ára er skoðað þá eykst munurinn Austurríki í óhag. http://hagstofan.is/Hagtolur/Laun,-tekjur-og-vinnumarkadur http://epp.eurostat.ec.europa.eu/portal/page/portal/eurostat/home/

Eggert Sigurbergsson, 12.5.2012 kl. 15:26

12 identicon

Get ekki alveg orða bundist yfir vitleysunni í ESB sleggjunni.

Er lúxemborg þar sem streymir gamall auður gömlu Evrópu, nýir (illa fengnir) peningar Rússlands og annað heimsins bankabrask eitthvað sem hægt er að miða við fyrir Íslendinga.

Eða er það ekki bara rétt sem alltaf kemur í ljós?

Allir helstu ESB aðdáendur eru enn grátandi yfir falli fjármálamiðstöðvar Íslands og dreymir stórt um ný slík ævintýri.

Hefur reynslan ekki kennt öllum hvað svoleiðis þýðir ansi oft?

jonasgeir (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 15:27

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Noregur er enn utan ESB og gat þess vegna tekið á móti atvinnulausu flóttafólki frá Íslandi.

Takk Noregur, fyrir ykkar gestrisni og hlýju móttökur á landflótta og sviknum íslendingum hér heima á Íslandi, bæði fyrr og nú 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.5.2012 kl. 15:50

14 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Íbúaþróun frá 1990 sýnir að mannfjöldaþróun frá 2006 til 2009 var óvennjuleg, mannfjöldaþróun er að komast á það stig sem eðlilegt getur talist í samanburði við mannfjöldaþróun frá 1990. Að tugir þúsunda Íslendinga hafi flúið land er í besta falli stórkostlegar ýkjur.

Eggert Sigurbergsson, 12.5.2012 kl. 16:06

15 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála þessu Anna. Tvíeykið okkar setur samt Noreg innan sviga sem bakþanka þegar það skrifar "...tugir þúsunda hafa flúið land frá hruni þá aðallega til ESB landa (ásamt Noreg)"

Staðreyndir og statistikk er einnig eins og bakþanki á þeim bænum.

Kolbrún Hilmars, 12.5.2012 kl. 16:10

16 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Íslendingar hafa flúið til ESB aðalega.

50% fara til ESB

40% til Noregs.

6% til USA.

4% til annara landa.

ESB er ekki hræðilegra en þetta. Ef fólk fær ekki að kjósa um samninginn í þjóðaratkvæðisgreiðslu þá mun Íslendingar einfaldega halda áfram að kjósa með fótunum.

Sleggjan og Hvellurinn, 12.5.2012 kl. 16:16

17 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Lykiltölur mannfjöldans 1703-2012 - Aðfluttir umfram brottflutta

  • 2000 1.714
  • 2001 968
  • 2002 -275
  • 2003 -133
  • 2004 530
  • 2005 3.860
  • 2006 5.255
  • 2007 5.132
  • 2008 1.144
  • 2009 -4.835
  • 2010 -2.134
  • 2011 -1.404

Eggert Sigurbergsson, 12.5.2012 kl. 16:16

18 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eggert, leyfum tvíeykinu að draga ályktun af þessum tölum:

Á árunum 2005-2008 eru aðfluttir 15.391 umfram brottflutta.

Á árunum 2009-2011 eru brottflutnir 8.373 umfram aðflutta.

Semsagt: á árunum 2005-2011 hafa 7.018 manns flust til landsins umfram brottflutta.

Kolbrún Hilmars, 12.5.2012 kl. 16:50

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þar sem ég dvaldi í Austurríki í smábænum Forchteinsein voru mömmurnar allar heima að ala upp börnin.  Fólk fer líka fyrr á ellilífeyrir en hér.  Þannig að það er einfaldlega ekki rétt að atvinnuþáttaka sé svipuð milli kynja í Austurríki, reyndar eru þeir afar aftarlega  á þeirri meri.  Karlmenn fá til dæmis ekki vinnu á leikskólum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2012 kl. 17:06

20 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Kárahnjúkavirkjun?

Sleggjan og Hvellurinn, 12.5.2012 kl. 17:23

21 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nei, tvíeyki. Ekki nema virkjunaraðilar hafi týnt 10 þúsund verkamönnum.

Þ.e. ef við drögum frá þessa 3000 íslendinga sem hafa sannanlega flutt til Noregs síðustu 3 árin.

Kolbrún Hilmars, 12.5.2012 kl. 18:03

22 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er undarlegt að stjórnvöld vilja ekki viðurkenna raunverulegan landflótta vegna bankarána á Íslandi og lélegra launa fyrir bankaráns-skuldunum ólöglegu. Fólk sem er fært um að vinna, fer til Noregs til að ráða við afborganir af ólöglegum lánum glæpabanka og glæpalífeyrissjóða á Íslandi.

Fólk frá öðrum löndum hefur flutt aftur til sinna heimalanda vegna atvinnuleysis.

Það er ekki mögulegt að afneita þessum staðreyndum um landflótta og atvinnuleysi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.5.2012 kl. 22:51

23 identicon

Það er rétt Anna Sigríður,

"Það er ekki mögulegt að afneita þessum staðreyndum um landflótta og atvinnuleysi."

Samt hamast þau við að afneita öllum staðreyndum um hag alls hins

óbreytta almennings. Sú afneitun sýnir okkur að þau eru ekki bara heimsk,

heldur beinlínis illa innrætt og er nákvæmlega sama um alþýðu fólks.

Og þetta elítupakk kenndi flokka sína áður við alþýðu, hitt og þetta.

Þau eru hinir einu sönnu hræsnarar dauðans!

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband