VG tapar landsbyggðinni

ESB-umsóknin og kvótafrumvörpin reyta fylgið af VG á landsbyggðinni. VG reis úr öskustónn með því að sækja í fylgi Framsóknarflokksins í dreifbýlinu þegar Halldór Ásgrímsson þáverandi formaður skildi það vígi eftir óvarið til að sækja fram í þéttbýlinu með ömurlegum árangri.

Framsóknarflokkurinn er í dauðafæri að sækja aftur fyrri styrk á landsbyggðinni en Sjálfstæðisflokkurinn mun reyna sitt til að krafsa til sín atkvæði sem áður féllu til VG.

Undir forystu Steingríms J. er ríkisstjórnarþátttaka VG sjálfsmorðsleiðangur til Brussel.


mbl.is Segir ESB-umsókina vera að drepa VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tydir tetta ekki bara einfaldlega ad heidarlegt vinnandi folk sem oft byggir landsbyggdina hafi fengid nog af Steingrimi og ømurlegum efndum loforda hans.

Eftir sitja ta ørfair kaffihusaunnendur og tja, audnuleysingjar i høfudborginni sem skilja ekki alveg mun a rettu og røngu.

jonasgeir (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 10:54

2 identicon

VG er bara á leiðinni að verða hefðbundinn evrópskur umhverfisfeministaflokkur sem sækir fylgi sitt í kaffihúsahverfi stærri borganna.

Gulli (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 11:16

3 identicon

Þið gleymið því að Steingrímur er norðlenskur og hefur dygga aðdáendur allt þar í kring, hvort sem honum tekst að gera hitt eða þetta ! 

En með fullri virðingu fyrir honum þá held ég að hann verði hvort sem er ekki í ríkisstjórn eftir þetta ár, því annað hvort verðum við orðin leppar í ESB með hann og Jóhönnu "sitjandi hlægjandi á stalli í Brussel" eða að hann og Jóhanna verða með skottið fast á milli lappanna einhvers staðar í bæjarpólitíkinni, því ekki munum við losna við þau þrátt fyrir hrakfallakosningu þeirra !

Lotta (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 11:46

4 Smámynd: Elle_

Með engri ´virðingu fyrir honum´, snýst málið lítið um hvað honum tókst að gera eða ekki.  Heldur hvað hann hefur verið falskur og ósvífinn.

Elle_, 12.5.2012 kl. 12:06

5 identicon

Óþarfi að vera svartsýnn fyrir hönd Steingríms. Kannski gerir hann eins og Árni Mathiesen og sest í stól einhverrar stofnunar í Evrópu. Eða eins og Ásdís Halla og sest í einhvern forstjórastól. Það er merkilega mikil eftirspurn eftir þessu liði.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 12:16

6 identicon

Ef ráðuneyta"stefna" Jóhönnu um að fækka þeim heldur áfram þá vona ég að hún og Steingrímur séu að skjóta sig í lappirnar, en ég held samt að þau séu búin að spotta út ákveðin störf eftir "tap þeirra á næsta ári" , og séu búin að sá fræ þeirra nú þegar með "tryggum hætti" ....

Lotta (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 12:48

7 identicon

Steingrímur Sigfússon er holdtekja íslensku þjóðarinnar.

Hann spannar allt sviðið.

Við losnum ekki við hann í bráð.

Fremur en við losnum við okkur sjálf.

Ógæfa þjóðarinnar er hún sjálf.

Rósa (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 19:23

8 Smámynd: Elle_

Eg mótmæli harðlega að vera neitt lík Steingrími í innræti.

Elle_, 12.5.2012 kl. 22:19

9 identicon

Rósa er þetta nýjasta útgáfan af flatskjárkenningunni?

Að þjóðin hafi orsakað Hrunið vegna kaupa á nokkrum flatskjám?

Að þjóðin beri ábyrgð á lygum Steingríms?  Hólímólikræst!

Steingrímur er rað-lygari. 

Þjóðin biður aðeins um sannleikann, heiðarleika, réttlæti og jafnræði. 

Steingrímur þegir bara og þaggar allt niður, vald-gírugugur og sýnir sífellt

meiri einræðisherra takta.  Gerir þjóðin það?

Steingrímur er bara holdtekja sinnar eigin valdagræðgi til eigin sérgæsku. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 00:42

10 identicon

Enn munum við mörg öll kosningaloforð "fyrstu hreinu vinstri stjórnarinnar";

og þegar loforðin eru borin saman við efndirnar, þá veit nú öll þjóðin,

að Jóhanna hrunráðherra og Steingrímur "hér verður uppreisn" lögðust

strax eftir kosningar sem  ríkis-verðtryggðar og útbólgnar mellur undir

alræði gróðapunga, fjárglæpamanna, hrægamma og vogunarsjóða,

undir vökulu auga Wall Street, City og Frankfurt og AGS!

Og Svavar Gestsson, ríkis-verðtryggður og sama útbólgna mellan og þau hin,

enda lærimeistari Steingríms, glotti og var nákvæmlega sama

hvort þjóðin skyldi krossfest fyrir syndir alræðis fjármálafursta heimsins.

Hann, gamli allaballa þingmaðurinn, ráðherrann, sendiherrann, hugsaði bara

um eigin velsæld, EN á kostnað hins "venjulega fólks" (eins og lærisveinninn kaus að kalla það, af stalínískum ís-kulda í garð "venjulega fólksins"). 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 01:12

11 identicon

Af hverju stofna þau helferðarhjúin ekki bara aftökusveitir og drepa okkur?

Þá rætist kannski draumur þeirra um hið absolúta Kremlarvald, sem þau þrá!

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 01:15

12 Smámynd: Elle_

Ofurvaldstefna eða valdsníðsla þeirra er nefnilega fyrir löngu farin að vera ógnvekjandi.  

Minni á eftirfarandi: Vitnar um hótanir forystu VG - mbl.is

„Þessar ályktanir ganga gegn öllum þeim lýðræðisgildum sem ég trúi á. Svo fannst mér þær líka svolítið í anda þeirra vinnubragða sem einkennt hafa forystu VG frá þingkosningunum, það er að hóta okkur og refsa í stað þess að leita málamiðlanna,“ segir Lilja Mósesdóttir - - - 

Elle_, 13.5.2012 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband