ESB með leiksýningu á meðan Evrópa brennur

Frönsku og grísku kosningarnar um helgina, ný hagvaxtarspá fyrir ESB-löndin, þýðing fjárlagabandalagsins og framtíð evrunnar eru eru allt áhugaverð málefni Evrópusambandsins og ætti að kynna hér á landi með fyrirlestrum, málfundum og útgáfum.

Ekkert er gert af hálfu Evrópusambandsins til að kynna helstu áskoranir sem sambandið stendur frammi fyrir og hvernig þróunin gæti orðið næstu árin.

Evrópustofa setur  á svið leiksýningu þar sem sambandið er fegrað. Uppákomur með tónlist og skemmtun eiga að kaupa þjóðina til fylgis við ESB-aðild.


mbl.is Hvatti Össur til að draga frá gluggatjöldin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Neró lék á lútu meðan Róm brann.

 Mærin Jóhanna plús Össur - með manninum sem svikið hefur bókstaflega ÖLL kosningaloforð vinstri-grænna frá 2009 - þessi þrjú leika á óupplýsta landa sína, eða frékar þá sem vita  sannleikann um ESB., en gera sem strútarnir - stinga höfðum í sandinn !

 Leiksýningar fyrir lýðinn voru einnig býsna algengar hjá Rómverjum til forna !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 17:01

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er allt að koma hjá þeim. Öll leikmyndin sú sama og forðum þótt fánaborgirnar beri annan lit.  Þeir eru sérstaklega ánægðir teknókratarnir ókjörnu (reichsmarschall) enda er divede and conquer strategían að voirka vel. Á Spáni skálar forsætisráðherrann Mariano Rajoy Brey Hitler Destch Mussolini í átt að Francomyndinni í ráðuneytinu. (Já hann heitir þetta í raun og veru)

Jón Steinar Ragnarsson, 11.5.2012 kl. 19:05

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Keisarinn spilaði á meðan Róm brann. Skipshljómsveitin spilaði á meðan Titanic sökk í hafið.

Hver mun spila fyrir dansinum á uppákomum Evrópustofu?

Kolbrún Hilmars, 11.5.2012 kl. 19:45

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Merkileg pæling Kolbrún, sannar hvað hljómlist spilar inn á tilfinningar manna,í þrengingum og túlka ,allt búið spil,. Ætli Samfylkingin dansi ekki við bjölluhljóm Ástu Ragnheiðar,sé þau í anda á tjúttinu í Jailhouserock.

Helga Kristjánsdóttir, 11.5.2012 kl. 21:25

5 Smámynd: Elle_

Í Brusseláróðursstofunni mun Össur syngja Johanna.

Elle_, 11.5.2012 kl. 21:27

6 Smámynd: Elle_

JAILHOUSEROCK?  Helga þó.  Sakleysingjarnir?????  Stjórnvöld hefðu átt að hlusta á Pétur Blöndal og nokkur okkar og nota ljóta fokdýra morðfjár kumbaldinn við sjóinn í JAILHOUSE-ROCK.

Elle_, 11.5.2012 kl. 21:39

7 Smámynd: Sólbjörg

Kolbrún það er því miður stjórnarandstaðan sem spilar undir meðan þjóðarskútan sekkur. Óánægjukliður stjórnarandstöðunnar er undirspilið á meðan þau bíða næstu kosninga. Þau verða að skilja að þegar bókstaflega allt liggur að veði eins og staðan er í þjóðfélaginu í dag eru það aðgerðir en ekki orð sem reiknast.

Sólbjörg, 11.5.2012 kl. 23:26

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Íslandshreppur í ESB-einræðislandi. Íslands-útkjálkahreppur með kjör í samræmi við kjör fámennra útkjálkahreppa. Ætli Jón Baldvin og Ólafur Ragnar séu ekki stoltir? Þeir komu frá útkjálkahrepp/kaupstað.

Svona er framtíðarsýn ráðandi afla á Íslandi.

Þessu skilaði menntaelítan til alþýðunnar, sem borgaði skólagjöld fyrir þá elítu, og ofurlaun til ráðamanna/kvenna, með þrotlausu striti og illa launaðri vinnu, og með glæpsamlega lágum launum og lánakjörum okurbanka/lífeyrissjóða.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.5.2012 kl. 01:38

9 Smámynd: Sólbjörg

Það sem ég á við með aðgerðarleysi stjórnarandstöðunnar eru tækifærin til að beita sér harðar og kom með beinskeittari lýsingu á sannleikanum um ríkistjórnina og tala umbúðalaust um að almenningur verði að láta meira í sér heyra og sýna hug sinn. Blaðamenn elska yfirlýsingar. Þetta er vel hægt að steypa þessari ríkistjórn þó Hreyfingin sem er hraðlygin haldi líftórunni í ófreskjunni. Við þolum ekki annan vetur við óbreytt ástand þó stjórnarandstöðunni þyki notalegt að verma þingsætin á meðan beðið er næstu kosning, við vitum að stjórnarandstaðan er dauðhrædd við útstrikanir innan eigin flokka.

Sólbjörg, 12.5.2012 kl. 05:51

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sólbjörg. Annaðhvort skilur sumt fólk ekki hvað er í gangi, eða það er sátt við lygarnar í sjálfu sér. Það dugar Hreyfingunni skammt að gera lítið úr þeim sem reyna að synda gegn straumnum og segja satt og rétt frá staðreyndum, og vara við því augljósa feigðarflani sem þessi mafíukeypta ríkisstjórn stundar.

Það er til lítils að losna við gömlu mafíuna, til þess eins að fá nýja, enn verri en þá gömlu.

Mér finnst eins og þér, undarlega slappt af formönnum stjórnarandstöðunnar, að gera ekki meira veður út af vinnubrögðum og blekkingum ESB-stjórnarinnar raunveruleikafirrtu og siðblindu. Ég veit hvað mér finnst um slík vítaverð slæpingjavinnubrögð stjórnarandstöðu-forystunnar.

Ætli Lilja Mósesdóttir sé ekki með eina flokkinn sem mögulegt er að stóla á forystuna hjá?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.5.2012 kl. 11:14

11 Smámynd: Sólbjörg

Sigríður, veit ekki hvaða flokk ég á að kjósa. Bjarni Ben er oft of linur en hann er múlbundin sínum viðskiptatengslum það veikir hann held ég. Alltof mikið er af ESB fólki í xD, líka innan xB. Treysti Lilju í samstarfi með öðrum hvorum áðurtöldum engum af hinum flokkunum.

Sólbjörg, 12.5.2012 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband