Sundrung í samfélaginu er hjálpræði vinstriflokkanna

Allt frá 1930, þegar Alþýðuflokkurinn klofnaði fyrst, er vinstrimenn á öndverðum meiði í stórum málaflokkum. Eftir stríð urðu róttækir þjóðhollir vinstrimenn sterkari en kratar. Samfylkingin átti að breyta þessu en kosningasigur Vinstri grænna 2009 gerði út um vonir Samfylkingar að verða einráð á vinstri kantinum.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. leiddi saman tvær gagnólíkar vinstrihefðir. Til að ríkisstjórnin ætti minnstu von að lifa af kjörtímabilið varð að draga fjöður yfir sundurlyndi vinstrimanna.

Átök hingað og þangað i samfélaginu er aðferð til að draga athyglina frá ólíkum hugmyndaheimum Samfylkingar og Vinstri grænna.

Þrjú mál hafa reynst Jóhönnustjórninni einkar þénug að kveikja elda i samfélaginu: ESB-umsóknin, stjórnlagaráðið og kvótakerfið.

Úlfúð í samfélaginu léttir vinstriflokkunum róðurinn að halda völdum. Aftur á móti vex andstyggð þjóðarinnar á Samfylkingu og Vinstri grænum. Þrátt fyrir að þjóðin komi vonum betur undan kreppunni eru engar líkur að stjórnarflokkarnir fái endurnýjað umboð við næstu alþingiskosningar.


mbl.is Segir ríkisstjórnina vilja átök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Megi allt sem gott er forða þjóðinni frá þessu hryllilega fólki.

Rósa (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 17:45

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tek undir það með þér Rósa,allt sem gott er,öflugt og fagurt,hreki þau burt.

Helga Kristjánsdóttir, 7.5.2012 kl. 18:15

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Já takk. Nú höfum við beðið eftir Godot í meira en 3 ár.

Líklega útséð um að karlinn mæti. Þá förum við bara og gerum eitthvað annað.

Kolbrún Hilmars, 7.5.2012 kl. 19:51

4 identicon

Æ ég veit ekki, þá koma gömlu xD og xB líklega bara í staðinn, ef það er það sem fólk vill...  Kannski er það samt skárra en það sem nú er, hver veit.  Sjálfur styð ég ekki neinn af þessum flokkum og veit ekkert hvað ég á að kjósa næst, ef það verður þá eitthvað...

Skúli (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 01:03

5 Smámynd: Björn Emilsson

Skúli,  ekkert vandamál, kjóstu Vinstri Græna.  Sjáðu viðtalið við formanninn á Silfri Egils sl sunnudag.

Björn Emilsson, 8.5.2012 kl. 01:24

6 Smámynd: Björn Emilsson

Afsakið, en það á auðvitað að vera, ´Skúli´,  ekkert vandamál, kjóstu Hægri Græna.  

Björn Emilsson, 8.5.2012 kl. 01:52

7 identicon

Æ ég veit ekki, það hljómar fulldraumórakennt fyrir mig þó formaðurinn hafi komið ágætlega út úr viðtalinu... 

Skúli (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband