Fasistafjólur

Ísland mun greiða með sér yrði landið hluti af Evrópusambandinu, þar sem lífskjör hér eru mun betri í ESB-ríkjum. Við myndum framselja ráðstöfunarrétti okkar yfir fiskimiðunum og réttinum til að gera viðskiptasamninga við önnur lönd. Þá yrðum við aðili að efnahagskerfi sem býr við stöðugt atvinnuleysi, - upp á tíu prósent að meðaltali.

Guðmundi Gunnarssyni fyrrv. form. Rafiðnaðarsambandsins finnst ESB-aðild hugguleg framtíðarsýn.

Og auðvitað eru það bara fasistar sem andmæla Guðmundi.


mbl.is Fasistar, nasistar og kommúnistar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hér eru menn stöðugt kvartandi og kveinandi yfir einu og öllu - svo segir þú núna að lífskjör séu hér mun betri en í ESB-ríkjunum - er ekkert orðið að marka þessar færslur sem að maður les á vefnum? Eða er allt bara svona frábært hérna? EN þessi orðræðu hér á lndi um kommúnista, nasista, rasista, fasista og vað eina er orðinn sorgleg og engum til framdráttar. þetta er allt eins og einn stór sandkassaleikur

Gísli Foster Hjartarson, 1.5.2012 kl. 17:24

2 identicon

"Í opinberri umræðu er það orðið daglegt brauð að borið er á fólk að það sé landráðamenn, fasistar, nasistar eða kommúnistar ... Það minnir mann á hvernig fasistahreyfingar millistríðsáranna beittu lýðskrumi, hræðsluáróðri og óvinavæðingu í tilraunum sínum til að komast til valda."

Það er nefnilega það.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 18:04

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við borgum með okkur í sambandið 3milljarða en spörum 30milljarða í vaxtakostnað á ári. Með öðrum orðum þá margborgar sig að ganga í ESB á fyrsta mániðinum.

Svo má leggja niður Seðlabanka Íslands.... það eru nokkur hundurð milljónir á ári.

Sleggjan og Hvellurinn, 1.5.2012 kl. 18:04

4 identicon

Sedlabankan ma vel leggja nidur to sjalfstædi landsins se haldid. Margar Evrutjodir greida hærri vexti en Islendingar nu um stundir tratt fyrir Evruast Gudmundar og Gisla.

Hvad greida Danir mikid med ser nu tratt fyrir ad bua nu vid efnahagssamdratt, aftur?

Svar; Mikid.

En tar fyrir utan skil eg ekki hvad er ad tvi ad nota ordin kommunista, fasista eda landradamenn.

Hverfur andskotinn ef ekki ma tala um hann tar sem hann minnir a sig?

jonasgeir (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 18:35

5 identicon

Ég mæli með mjög áhugaverðum pistli Guðbjörns Jónssonar

"Er fjórfrelsi ESB óraunhæft og hættulegt??"

sem verðugu innleggi inn í þessa umræðu:

http://gudbjornj.blog.is/blog/bubbi/entry/1237494/

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 19:15

6 identicon

Hvað segir fólk td. um þessi orð Guðbjörns?: 

"Þegar komið var fram yfir miðjan fyrsta áratug 21. aldar, var búið að flytja frá Íslandi megnið af eigin fjármagni þjóðarinnar.  Erlendar lántökur voru þá komnar nálægt 7.000 milljörðum. Farið var að heyrast aðvörunarraddir aðgætinna bankamanna í öðrum löndum, sem að sjálfsögðu sáu þann óvitaskap sem bankamenn hér á landi stunduðu. Þessum aðvörunum svöruðu óvitarnir hér með umtasverðum hroka.

 Komu þá til sögunnar í það minnsta tveir vogunarsjóðir, hugsanlega fleiri, sem ætluðu sér að ná taki á auðlyndum landsins, bæði í orkugeiranum og fiskistofnum. Þrátt fyrir að allar varúðarbjöllur væru farnar að hringja hjá alvöru bankamönnum, lögðu þessir aðilar fram u. þ. b. 7.000 milljarða á 18 mánaða tímabili, til lánveitinga til íslensku bankanna. Allar venjulegar varúðarreglur lánastarfsemi voru þarna sniðgengnar í þeirri trú að allar lánveitingar til íslensku bankanna væru með ríkisábyrgð."

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 19:22

7 identicon

Niðurlagsorð Guðbjörns eru þessi, en pistilinn rekur alla söguna:

"Eins og hér hefur verið rakið, voru engir annmarkar á að flytja fjármagn íslensku þjóðarinnar úr land, eftir að búið var að samþykkja EES samninginn og löggilda hér á landi fjórfrelsi ESB.  Þá var ekki hægt að leggja neinar hömlur á flutning fjármagns úr landi.  Ekki var heldur hægt að stöðva óvitana í bankakerfinu við að flytja inn allt það fjármagn sem þeir gerðu.

Ef frelsi EES/ESB hefði ekki verið til staðar, hefði trúlega ekki verið fært að flytja nánast allt fjármagn þjóðarinnar úr landi. Og ekki hefði heldur verið hægt að taka eins mikið af erlendum lánum og raunin varð. Niðurstaða mín er því sú, að stærsta ógæfa okkar, líkt og allrar Evrópu, sé hið frjálsa flæði fjármagns samkvæmt fjórfrelsi ESB. Næst stærsta ógæfa okkar var að selja óvitum (mönnum með enga þekkingu á rekstri þjóðbanka), mikilvægustu  bankastofnanir landsins. Slík glæframennska ætti skilyrðislaust að flokkast sem landráð"

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 19:26

8 identicon

Að öllu því ferli sem Guðbjörn rekur í pistli sínum komu allir ríkisstyrktu flokkarnir, B, D, S (áður A) og V (áður G).

Er það skýringin á því, að enginn innan þeirra valdaraða segist bera ábyrgð á einu né neinu?

Á þessum algjöru þöggunar- og afneitunartímum ríkisvaldsins, hvort heldur það er samsett af B, D, S eða V.

Kannski gerðist þetta bara allt af sjálfu sér og eiginlega bara svona í heilmiklu gríni ... að þeirra mati

og að nú skuli bara grínast sem mest í þagnargildi allrar stjórnsýslunnar og stofnana hennar????

En til hvers er þá það ríkisvald og stofnanir þess, ef það heimtar bara sín útbólgnu réttindi,

en afneitar skyldum sínum og ábyrgð gagnvart hinum almenna borgara landsins?  Ég bara spyr.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 20:12

9 identicon

Þegar menn eins og Guðmundur Gunnarsson talar, eigum við að setjast niður, og hlusta. Virkilega hlusta.

Við þurfum að heyra hvernig menn eins og Guðmudur talar. Við þurfum að átta okkur á því, hvað þeir segja, og hvernig þeir segja það, þeir sem hafa grafið um sig í kerfinu, fyrir sig og sína.

Guðmundur er sníkjddýr í kerfinu. Hann hefur eytt dágóðum tíma til þess að stunda sína ESB pólitík, og hann hefur látið frá sér ófá hrakyrðin um sína pólitísku andstæðinga.

Og núna, þegar fortíðin er farin að bíta hann og félaga í rassgatið, þjóðin búin að uppgötva hræsnina sem þessi lýður býr yfir í óvenju miklum mæli, þá fer hann vælandi um og kvartar yfir nasisma og fasmisma þeirra sem gagnrýna.

Hlustum á Guðmund, og lærum að varast hans líka.

Fari hann og veri, og hans verkalýðsfélagar í sníkjunum.

Vonandi að þjóðin safni kjarki og taki málin í sínar hendur, nái í Guðmund, Gylfa og hin sníkjudýrin, bindi þau á höndum og fótum, troði þeim í næsta gám, merktan ESB, með stórum miða, með stóru letri:

"No return"

Við hin byggjum svo upp Ísland, með íslensku hyggjuviti, íslenskum sparnaði og íslenskum dugnaði.

Og íslenskum krónum, að sjálfsögðu.

Hilmar (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 21:03

10 identicon

Það ber nú til tíðinda að Guðmundur rafiðnaðar, hefur loksins séð ljósið og er farinn að gagnrýna fréttastofu sjónvarpsins, sem endalaust flytur okkur hræðsluáróður um það hvernig fer fyrir landi og þjóð, ef við gjörumst ekki verstöð fyrir stór-þýzka Habsborgarveldið.  Já, sjálfur virkisturn þeirra fyrir nokkrar glerperlur og eldvatn handa samfylktri elítunni.  Hann hefur loks kynnt sér allar þær fasísku stjórnir tæknikratanna í hverju landinu á fætur öðru í þjáðri Club Med deild ESB.  Loksins gaf Guðmundur sjálfum sér straum og þá sá hann hið augljósa:  Stór-þýzka Habsborgaraveldið beitir öllum miðlum sínum, þmt. fréttastofu sjónvarpsins til að skapa hræðsluáróður og lýðskrum í umsátri sínu um Ísland:

„Þetta orðbragð er síðan flutt inn á heimili landsmanna í byrjun hvers einasta fréttatíma sjónvarpsins. Það minnir mann á hvernig fasistahreyfingar millistríðsáranna beittu lýðskrumi, hræðsluáróðri og óvinavæðingu í tilraunum sínum til að komast til valda.“

Gapandiundrandi (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 21:23

11 identicon

NEI, líkast til var ég of aumingjagóður gagnvart Guðmundi, því vitaskuld er það hið eina rétta ráð, sem Hilmar mælir með:

"Vonandi að þjóðin safni kjarki og taki málin í sínar hendur, nái í Guðmund, Gylfa og hin sníkjudýrin, bindi þau á höndum og fótum, troði þeim í næsta gám, merktan ESB, með stórum miða, með stóru letri:

"No return"

Við hin byggjum svo upp Ísland, með íslensku hyggjuviti, íslenskum sparnaði og íslenskum dugnaði.

Og íslenskum krónum, að sjálfsögðu."

Splúnkunýjum íslenskum ný-krónum með skiptigengi, svo Guðmundur, Gylfi og hin sníkjudýrin fái ekki meira en þeir hafa aflað í ískaldri reynd, en ekki í sýnd.

Gapandiundrandi (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 21:34

12 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þvílíkt kjaftæði þetta er hjá greinarhöfundi.

Í fyrsta lagi þá leiðir ESB aðild ekki til framsals á ráðstöfunarrétti yfir fiskimiðum okkar. Einu ákvarðanirnar sem settar væru í sameiginlega ákvarðandtöku innan ESB eru þær sem snúa að verndun fiskistofnanna. Það er ákvarðanir um heildarafla og takmarkanir á notkun tiltekinna veiðafæra á tilteknum stöðum. Fiskikvótunum munum við áfram ráða yfir og hafa full yriráð yfir því hvernig þeim er ráðstafað og hvaða skilyrði útgerðir þurfa að uppfylla til að fá að veiðiheimildir. Við munum ekki þurfa að gefa erlendum útgerðum eitt einasta kíló og getum sett skilyrði um tengingar við sjávarbyggðir.

Hvað viskiptasamnina varðar þá snúast þeir um að skapa fyrirækjum okkar sem best skilyrði til viðskipta við önnur ríki en ekki um að fá að gera viðskiptasamningana sjálfir. ESB hefur náð góðum samningum við flest ríki heimsins enda mikill áhugi hjá öllum ríkjum heims að komast í viðskiptasambönd við þennan 500 milljóna manna markað. Þetta eru mun fleiri og mun betri viðskiptasamningar en líkur eru á að við gætum náð við þessi sömu ríki. Útflutningfyrirræki okkar munu því búa við mun betri viðskiptakjör út um allan heim ef við gerumst aðilar að ESB heldur en nokkur von er að við getum útvegað þeim ef við stöndum utan ESB.

Atvinnuleysi er mjög mismunandi innan ESB og ekkert sem bendir til þess að það aukist við það að við göngum í ESB. Þvert á móti þá mun aðgangur okkar fyrirtækja að bæði 500 milljóna manna markaði ESB og að þeim viðskiptasamningum ESB sem við yrðum hluti af styrkja útflutningsfyriræki okkar verulega og mun líklegra að ESB aðild muni minnka hér atvinnuleysi en auka það.

Sigurður M Grétarsson, 1.5.2012 kl. 23:34

13 identicon

Sleggjan og hvellurinn segja hér að framan, að við spörum okkur 30 milljarða vaxtakostnað á ári með inngöngu í ESB. Þetta er misskilningur, líklega reistur á draumsýn um upptöku evru. Ísland hefur enga möguleika á að fá aðild að samstarfi um evruna, því að opinber hallarekstur er of mikill (og ört vaxndi, samkvæmt nýjustu fréttum), ríkisskuldir of miklar og verðbólgan einnig ofan við leyfð mörk. Ekkert að þessu verður komið í lag í haust, á næsta ári eða í næstu framtíð. Það tekur langan tíma og nýja ríkisstjórn að vinna sig út úr því. En setjum nú svo, bara til að geta rætt málið áfram, að hið ómögulega gerist: Ísland fái aðild að þessu myntsamstarfi (og evran springi ekki sjálf með hvelli). Hvað á þá eftir að breytast? Eiga íslenzkir bankar eftir að minnka ávöxtunarkröfu sína? Auðvitað ekki, því að viðskiptavinirnir eru þeir sömu, jafn skuldum vafðir og bankastarfsemin jafn bágborin og óhagkvæm. Eiga þá erlendir bankar eftir að rétta hjálparhönd? Aldeilis ekki. Þegar engin gjaldeyrishöft voru og allt virtist í fínum gír, hafði enginn erlendur banki áhuga á að opna einu sinni lítið útibú á Íslandi eða kaupa sér fáeina hluti í íslenzkum banka. Ætti áhuginn að hafa aukizt við hrunið? Dream on! En látum aftur hið ómögulega gerast, að hingað komi erlendir bankar, fullir af evrum. Mundu þeir hefja vaxtastríð, lækka vexti um allan helming? Aldeilis ekki. Þeir mundu vilja vaxa gætilega, til að rusla ekki inn til sín ónýtum viðskiptavinum, og þá má ekki lækka vextina of svakalega. Auk þess hafa erlendir bankar eins mikinn áhuga á að græða og hver annar. Draumurinn um bjarta framtíð innan ESB er kannski fallegur, en veruleikinn er allt annar. og hann sjáum við í býsna mörgum löndum sambandsins. Þegar stórbankar í Frakklandi, hvað þá í illa stæðum löndum, eru farnir að hrikta, er meira en lítið að. Loks má ekki gleyma því aðalatriði, að evran stjórnast af allt öðru en efnahagsástandinu á Íslandi. Ef hægt er að tala um stjórn á henni öllu lengur, því að þrengingum í mörgum evrulöndum ætlar seint að linna. Framtíð evru er ófyrirsjáanleg. En æskilegt væri auðvitað, að í framtíðinni gætu Íslendingar verið frjálsir að því að nota alla gjaldmiðla, hver eftir sínu höfði, og í síkri samkeppni yrði Seðlabankinn væntanlega að hysja brækurnar upp um íslenzku krónuna, svo að hún stæði sig vel.

Sigurður (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 00:33

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég held ég geti mælt fyrir munn okkar andstæðinga aðildar,að við girnumst ekki gulrót ríkjasambandsins,við getum gert miklu betur fyrir okkar fólk í landinu,í fullkomnu frelsi,þess vegna samið um viðskipti við Evrópulönd. Nú bíðum við eftir að þessu ljúki,þessari martröð. Það verður örugglega friður og sátt á þingi,eftir kosningar,sem ég þori að veðja að leysi þessa flokka,sem nú eru við völd frá störfum. Hvað sem meintri orðræðu um,fas.ras,nas og kommonísta líður,þá hallar nú ekki á hjá ykkur vandlætingum. Persónulega er ég ekki viðkvæm fyrir áburði um þjóðræknisrembu,en frábið mér nafngiftinni,sem ,,trúbræður,, þínir Gísli Forster ausa yfir alla sem ekki fylgja þeirra stefnu,,,náhirðir,, og álíka. Þegar þeir héldu að þeir ættu í fullu tré við flokkinn sem var við stjórn í hruninu,sem einn mátti þola ávirðingarnar,sem Samfylking bar mikla og sannaða ábyrgð á. Sú fylking Elín beitti,lýðskrumi,hræðsluáróðri og óvinavæðingu, til þess að komast til valda.Ekki nóg með það, dæmdir glæponar eru eins og kórdrengir, hjá þessu vanstillta fólki,er það beitti áróðri sínum,með andlegri misþyrmingu,þar líktust þeir hæstvirtu,(sem ætti að leggja af,að kalla) mafíuforingjum,að minnsta kosti,af lýsingu þeirra,sem er nokkuð sannsöguleg.

Helga Kristjánsdóttir, 2.5.2012 kl. 01:37

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Við ... spörum 30milljarða í vaxtakostnað á ári" með því að láta innlimast í Evrópusambandið, segja Sleggjan og Hvellurinn hér. Eru engin takmörk fyrir því, hversu mikið vitleysa vellur upp úr þeim? Hvar ættum við að taka þessa 30 milljarða?!

Það þarf nú ekki einu sinni að svara Guðm. rafiðnaðar um öfgarnar - hann tilfærir eitthvað sem enginn hefur heyrt ("Því er blákalt haldið fram að pólitískir andstæðingar ætli sér að koma upp samskonar útrýmingarbúðum og sovétið eða nasistar voru með."!!!), en effektinn á víst að verða sá, að hann sjálfur verði álitinn skynsamlegur með Esb-þjónkun sinni!!

Hvað hefur hann farið margar ferðirnar til Brussel?

Og var ég að kalla hann landráðamann?! Nei, alls ekki, ég geri slíkt aðeins með rökum og þegar ástæða er til.

Jón Valur Jensson, 2.5.2012 kl. 03:24

16 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sigurður. Þú fylgist illa með fréttum ef þú heldur að hallarekstur ríkissjóðs fari hækkandi. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við fékk hún 216 milljarða hallarekstur í arf vegna hrunsins sem var í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Í ár eru fjárlög upp á rúma 40 milljarða í halla þrátt fyrir hátt í 90 milljarða vaxtagreiðslur og kreppu. Það væri því rúmlega 40 milljarða afgangur á ríkissjóði í ár miðað við fjárlög ef ekki væri fyrir þessar háu vaxtagreiðslur sem eru afleiðing af hruninu og einnig vegna kostnaðar við gjaldeyrisvarasjóð upp á 30 milljarða á ári.

Vissulega eru líkur á að hallareksturinn í ár hækki vegna nokkurra útgjalda meðal annars stóran skell á ríkissjóði vegna gjaldþrots Sparisjóð Keflavíkur. Þessi útgjöld eru þó flest einskiptisútgjöld og hafa því ekki áhrif á hallarekstur næsta árs nema sem nemur vaxtagreiðslum af þessum upphæðum. Það er því fátt sem bendir til annars en að það takist að eyða hallarekstri ríkissjóðs og fara með rekstur ríkissjóð í afgang til að greiða niður skuldir og lækka þar með vaxtagreiðslur á þeim tíma sem að er stefnt.

Ef við göngum í ESB þá förum við mjög fljótt inn í fastgengissamstarf við ESB sem undanfara upptöku Evru. Það fastgengi verður þá stutt af Evrópska seðlabankanum og það strax minnkar verulega þörf okkar fyrir gjaldeyrisvarasjóð og sparar okkur því stóran hluta þeirra 30 milljarða sem hann kostar á ári.

Hvað vexti varðar þá verður hægt að sæka lánsfé til Evru ríkja án gengisáhættu þegar við högum tekið upp Evru og því munum við fljótt fá vexti í samræmi við það sem þar gerist. Samkeppni milli banka hér á landi mun leiða til þess að þeir munu sækja fé þangað sem það er ódýrast til að lána út. Það verða fjármagnseigendur hér á landi sem tapa á þessu því þeir þurfa þá að sætta sig við þá vexti sem eru á Evrópumarkaði því þeir eru þá einfaldlega komnir í samkeppni við þá vexti.

Ástæða þess að bankar og tryggingafélög í Evrópu hafa ekki sóst eftir að opna útibú hér á landi er fyrst og fremst sú örmynt sem við búum við hér. Meðan við notumst enn við hana þá fylgir því alltaf áhætta að fjárfesta hér á landi. Það fælir því fjárfesta frá aðra en þá sem eru í áhættufjárfestingum og þeir vilja fá háa ávöxtun á sitt fé.

Jón Valur. Af hverju þarft þú alltaf að væna menn um það að hafa farið í ferðir til Brussel ef menn styðja aðild Íslands að ESB? Til að svara spurningu þinni þá hefur það reyndar komið fram hér að ofan að það kostar okkur í dag 30 milljarða á ári að halda úti gjaldeyrisvaraforða sem ekki verður þörf á þegar við höfum gengið í ESB og tekið upp Evru.

Og annað. Það er aldrei ástæða til að kalla menn "landráðamann" fyrir það eitt að hafa aðrar skoðanir en þú varðandi ESB eða Icesave. Þau orð þín hafa því í öllum tilfellum verið lágkúrulegt skítkast og persónuníð sem er einmitt það sem Guðmundur er hér að setja út á. Það eru aðeins rökþrota menn sem nota slíkt orðalag og það segir meira um þá sem láta slíkt frá sér heldur en um þá sem þeim orðum er beint að.

Sigurður M Grétarsson, 2.5.2012 kl. 08:05

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta hjal þitt um landráðamenn, SMG, gengur þvert gegn því, sem ég segi hér ofar. Ég nenni ekki að spandera þessu heiti á aðra en þá, sem framið hafa landráð samkvæmt lagabókstafnum (landráðabálki hegningarlaganna), enda hef ég aldrei kallað eftir því að verða lögsóttur og dæmdur fyrir meiðyrði. Þau telur þú þó ekki eftir þér í þinni andstöðu við fullveldissinna, ert óspar á ljótar skammirnar um þá og lætur svo sem þú skiljir svo við þá "rökþrota" í svaðinu!

Það er sjálfsagt að gagnrýna utanferðir verkalýðsbrodda til erlends stórveldis sem þeir síðan þókknast hneykslanlega í orðum og gjörðum. Það sama á við um Esb-snata eins og Árna Þór Sigurðsson, sem dugði ekki minna en heilt ár í sinni Esb-utanför og 10 milljónir króna í vasann -- beint frá Evrópusambandinu! Svo setur svikull Steingrímur J. Sigurðsson þann mann sem sinn stallara og yfir utanríkismálanefnd og treystir honum til að sitja yfir umfjöllun um Esb-umsókn Össurargengisins!

Hefur Árni Þór síðan hagað sér eins og sá, sem hollur er lýðveldinu? Hvað gerði hann fyrir örfáum dögum varðandi IPA-styrkina? Laumaði því ofur-vafasama máli áfram á hraðferð á hentugum tíma, meðan Guðfríður Gréta o.fl. nefndarmenn voru fjarverandi, en tveir Samfylkingarpjakkar, sem ekki áttu sæti í nefndinni, voru kallaðir til, svo að málið fengi meirihluta: að afgreiða það illa rætt úr nefndinni, þrátt fyrir að með því máli sé verið að þverbrjóta hér skattalög og mörg fleiri lög, eins og Vigdís Hauksdóttir rakti í góðri Mbl.grein, þ.e. með því að undanskilja Esb-menn frá skattgreiðslum, tollum og vörugjöldum og öðrum gjöldum hér vegna innflutnings á tækjum og vörum vegna starfs Esb-útsendara hér á landi að þessum Esb-IPA-styrkjum upp á 5 milljarða króna, allt til að liðka fyrir innlimun okkar!

Og þú kemur eflaust til með að verja það eins og allan annan Esb-óhroða hingað til.

Svo er þetta rangt hjá þér með 30 milljarðana, þetta eru engar árlegar greiðslur, og þar að auki hefur verið vakin athygli á því, að stórar fjárhæðir færu út til Esb. einmitt vegna gjaldeyrismála og annarra sem ég man ekki nafnið á núna, fyrir utan árlega skatta héðan til Esb.

Jón Valur Jensson, 2.5.2012 kl. 10:54

18 identicon

Skandinaviska Enskilda Banken, SEB í Svíþjóð, vildi kaupa Landsbankann hér um árið, en ríkisstjórn Íslands hætti við á síðustu stundu. Nú er mér ókunnugt um ástæðu þessara sinnaskipta hjá Davíð og Dóra þ.e. ég bjó erlendis á þessum tíma.  Páll Þú gætir kannski grafið upp ástæðu þess að æðstu yfirmenn þjóðarinnar hættu við söluna.  Það eina sem ég hef heyrt um þetta mál er að viðskiptin áttiu að eiga sér stað skömmu fyrir kosningar og  leiðtogar stjórnarandstöðunnar gerðu mikið mál úr því að banki allra landsmanna yrði afhentur erlendu auðvaldi.  Það kemur þá kannski í ljós að þeir sem hafa hæst um einkavinavæðingu bankakerfisins, bera kannski einhverja samábyrgð á því hvernig fór með því að standa í vegi fyrir fyrrnefndum viðskiptum.

guru (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 14:24

19 identicon

Skiptigengisleiðin skapar samstöðu

apríl 29, 2012 by liljam

Eitt brýnast verkefnið í dag er að tryggja samstöðu meðal þjóðarinnar um leiðina fram á við. Leið sem mótast af almannahagsmunum en ekki sérhagsmunum eins og mörgum finnst hafa orðið ofan á eftir hrun. Fólk er reitt og í stað þess að beina reiðinni í uppbyggilegan farveg er alið á sundrungu með því að flokka fólk og fyrirtæki upp í þá sem eiga skilið aðstoð og hina sem eru sekir um óráðsíu. Við verðum að hætta að finna sökudólga og einbeita okkur að því að finna leiðir til að tryggja samfélag þar sem allir búa við húsnæðisöryggi, laun/bætur sem duga fyrir framfærslu og tækifæri til taka þátt í að móta samfélagið.  

Snjóflóð eða skuldsetning

Stöðugt er verið að reyna að koma skuldum einkaaðila á skattgreiðendur. Nýjasta dæmið er snjóhengjan svokallaða en hún samanstendur af aflandskrónum sem komið var í skjól skattgreiðenda með neyðarlögunum að beiðni m.a. ESB og eignir kröfuhafa sem vogunarsjóðir hafa keypt af upphaflegum kröfuhöfum á  broti af andvirði kröfunnar. „Snjóhengjan“ sem bíður eftir að ryðjast út úr hagkerfinu um leið og gjaldeyrishöftunum er aflétt er nú að andvirði um 1.000 milljarðar króna.

Umbreytist snjóhengjan í snjóflóð sem ryðst út úr hagkerfinu eins og margir forsystumenn Sjálfstæðismanna vilja, mun það leiða til sögulegs gengishruns, verðbólgubáls sem hvorki heimili né fyrirtæki munu lifa af. Hliðarráðstafanir eins og frysting verðtryggingar og matarskammtanir í götueldhúsum og skólum mun ekki afstýra harðindum þjóðarinnar verði þessi leið farin.

Utanríkisráðherra segir í nýlegri skýrslu um utanríkismál að með aðild að ESB yrði íslenska krónan komin í skjól með stuðningi Seðlabanka Evrópu. „Stuðningurinn“ er lán sem nota á til að greiða leið aflandskrónueigenda og vogungarsjóða út úr hagkerfinu á gengi sem er langt umfram raunvirði eigna þeirra. Lánið gæti numið 1.000 milljörðum og yrðu vaxtagreiðslur sem við skattgreiðendur yrðum að taka á okkur á bilinu 30-50 milljarðar. Afar þungar byrðar yrðu lagðar á þjóðina ef harðindaleiðin eða skuldsetningarleiðin yrði farin.

Skiptigengisleiðin

Sú leið sem SAMSTAÐA flokkur lýðræðis og velferðar vill að verði rædd og könnuð af yfirvegun er hin svokallaða Skiptigengisleið. Upptaka Nýkrónu með mismunandi skiptigengi mun ekki brjóta í bága við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Eigendum snjóhengjunnar stæði til boða að fjárfesta innlands til mjög langs tíma áður en eignum þeirra yrði skipt yfir í Nýkrónu. Froðueignum á leið út úr landi yrði hins vegar skipt yfir í Nýkrónu þannig að 10 milljónir í gömlum krónum yrðu t.d. 2 milljónir í Nýkrónum. Launum fólks í landinu yrði breytt í Nýkrónur þannig að upphæð þeirra yrði óbreytt. Upptaka Nýkrónu myndi þannig laga ytra ójafnvægi hagkerfisins án þess að lífskjör yrðu skert verulega .

Jafnframt væri nauðsynlegt að nota upptöku Nýkrónunnar til að laga innra ójafnvægi hagkerfisins sem felst í því að sumir eiga alltof miklar eignir (fjármagnseigendur og lífeyrissjóðir) og aðrir eru of skuldsettir. Stöðugt fjölgar i hópi eignalausra í landinu á sama tíma og fjármagnseigendur leita logandi ljósi að fjárfestingatækifærum. Við upptöku Nýkrónunnar þyrfti að skrifa húsnæðisskuldir þannig að 10 milljón kr. lán í núverandi krónum yrði 8 milljónir í Nýkrónu og lækka eignir fjármagnseigenda til samræmis. Slík almenn leiðrétting mun fækka heimilum sem eiga við greiðsluvanda og skuldavanda að stríða um 15.000.

Upptaka Nýkrónu er ekki töfrabragð heldur nauðsynleg varnaraðgerð til að koma í veg fyrir aukna fátækt og stórfelldan landflótta á næstu árum.

Augljóst: Sé x C (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 14:56

20 identicon

Allir vita að Lilja hefur hér lög að mæla,

nema gaddfreðnu allaballakommarnir og samfylkta helgferðargengið.

Augljóst: Sé x C (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 15:04

21 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Valur. Getur þú beng á ummæli mín sem hægt er að flokka undir "ljótar skammir" í garð ESB andstæðinga? Ég get alveg lofað því að þú finnur engin slík ummæli eftir mig sem komast í hálfkvisti við þitt orðalag þó ekki sé nema bara í seinustu athugasemd þinni svo ekki sé talað um í verstu skrifum þínum.

Varðandi IPA styrkina þá er það skilyrði til að fá þá að þeir séu undanþegnir sköttum. Þetta snýst því ekki um að hafa skatttekjur af ríkinu heldur um það vort við fáum þessa styrki eða ekki. Það felst því engin óþóðhollusta í því að fella niður skattana af þessum styrkjum því þeir fara til þarfra verkefna hér á landi og verða því þjóðinni til gagns. Orð um óþjóðhollustu eiga því engan vegin við í þessu sambandi.

Vaxtagreiðslur okkar af gjaldeyrisvaraforðanum eru 30 milljarðar á ári og því verður um árlegan sparnað upp á þá upphæð að ræða ef hann verður gerður óþarfur með því að taka upp Evru og einnig verður hann að stærstum hluta óþarfum þegar við tökum upp það gjaldmiðilssamstarf við ESB sem aðildarríkjum sem stefna að upptöku Evru stendur til boða. Við munum því fljótt losna undan þessum kostnaði ef við göngum í ESB.

Vissulega fellur til kostnaður við Evru samstarfið en á móti fæst hlutdeild í myntsláttuhagnaði Evróipska Seðlabankans.

Hvað varðar ásakanir þínar á menn um að hafa gerst brotlegir við landráðabálk hegningarlaganna þau ummæli þín aldrei nokkiurn tíman verði verðskulduð og því í öllum tilfellum um að ræða skítkst og persónuníð af þinni hálfu.

Sigurður M Grétarsson, 2.5.2012 kl. 22:33

22 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Augljóst. Það er kjaftæði að upptaka nýkrónu þar sem sumir fá að skipta henni einni á móti einni en aðrir á allt öðru gegni standist stjórnarskránna. Slíkt væri skýrt brot bæði á eignarréttarákvæði og jafnræðisákvæði stórnarskránnar.

Það er eitt sem menn gleyma með "snjóhengjupeningana". Þetta eru peningar manna sem vilja losna undan krónunni og koma peningum sínum yfir í aðra stöðugri mynt. Ef við tökum upp Evru eða förum yfir í fastgengissamstarf við Evrópska Seðlabankian þar sem Evrópski Seðlabankinn styður fastgengið þá er staðan orðin allt önnur og því óvíst að þessir aðilar vilji almenn fara burtu með peningana sína enda fjárfestingar hér á landi orðnar mun áhættuminni en þær eru í dag. Af sömu ástæðu er líklegt að erlendar fjárfestingar hér á landi muni stóraukast eins og hefur gerst hjá öllum öðrum ríkjum sem hafa gengið í ESB upp á síðkastið. Það er því ekki svo líklegt að hér verði mikið nettó útstreymi peninga þó við göngum í ESB og afnemum gjaldeyrishöftin.

Svo er það líka málið eð eignir þessara aðila eru hjá einkaðilum enda er það bull að þessir peningar hafi verið settir í skjól skattgreiðenda. Ríkissjóður ber enga ábyrð á þessum peningum. Vandamálið er það að á meðan við erum með örmyntina krónu þá mun útstreymi þessara peninga valda gengisfellingu. Það mál snýr allt öðruvísi við ef við erum komin í fastgengissamstarf með stuðningi Seðlabanka Evrópu.

Sigurður M Grétarsson, 2.5.2012 kl. 22:41

23 identicon

Það er greinilegt hvernig hjarta samfylktra júró-kratanna slær.

Það slær með auðræði heimsins og bankaglæpamönnum.

Enda hefur það sýnt sig undir skjaldborgarstjórn Jóhönnu um hrægammana.

Augljóst: Sé x C (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 23:19

24 identicon

Allt fyrir fjármagnseigendur sagði Hrun-stjórnin.

Allt fyrir fjármagnseigendur sagði Helferðar-stjórnin.

Og Össur og Jóhanna voru og eru í þeim báðum

og njóta útbólginna launa og lífeyrisréttinda fyrirvið-vikið.

Augljóst: Sé x C (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 23:39

25 identicon

Sigurður minn Grétarsson, þarf ekki að spúla ærlega úr iðrum ykkar?

Ég meina grande grande stólpípu á þau hræin, Jóhönnu og Össur?

Svo má öllum lögum breyta, sem og sjálfri stjórnarskránni.

Augljóst: Sé x C (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 23:44

26 identicon

Eru þið ekki að grauta eitthvað í stjórnarskránni núna Sigurður?

Á hún, í nafni Vilhjálms Þorsteinssonar, gjaldkera Samfylkingarinnar og makkers Björgólfs Thor bruggverksmiðuþjófs, bara að tryggja hag fjármagnseigenda enn betur, skv. valdboði frá Brussel og kannski Luxembourg og kannski Basel fursta?

Augljóst: Sé x C (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 00:13

27 Smámynd: Björn Emilsson

Það var gott þetta með Basil fursta! Hvar skyldi hann koma inní umræðuna?

Björn Emilsson, 3.5.2012 kl. 05:40

28 identicon

Spyrjum Má Guðmundsson um það Björn:-)

Augljóst: Sé x C (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 14:42

29 identicon

Basel I, Basel II, Basel III og nefnið það bara við Má,

hann þekkir bankahólf Björgúlfanna í Sviss og getur svo þulið einhverja frasa úr Marx á meðan hann drekkur úr dýrustu koníaksámunum. 

Augljóst: Sé x C (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 14:48

30 identicon

Sigurður M Grétarsson og hans kónar í samfylkta helferðartossabandalaginu eru helstu stuðningsmenn fjármagnseigendanna.

Samfylkingin kom að setningu neyðarlaganna, þar sem fjármagnseigendum var komið í skjól

og svo rausar  Sigurður M Grétarsson hér sem heilög afturbatapíka um "eignarréttarákvæði og jafnræðisákvæði stórnarskránnar."

Nei nú skulum við kíkja á staðreyndirnar sem "Augljóst:  Sé x C" bendir á:

"Allt fyrir fjármagnseigendur sagði Hrun-stjórnin.

Allt fyrir fjármagnseigendur sagði Helferðar-stjórnin.

Og Össur og Jóhanna voru og eru í þeim báðum

og njóta nú útbólginna launa og lífeyrisréttinda fyrir við-vikið."

Það eru hin augljósu sannindi um hræsnina hjá samfylktu auðvalds mellu-krötunum, sem hafa gleymt öllu "jafnrétti" og gleymt öllum "eignarétti" nema sem varðar sérhagsmuni fjármagnseigendanna.

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 3.5.2012 kl. 23:54

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef verið of mikið að vinna og upptekinn að auki við félagsstarf til að hafa haft tíma til að svara þessum SMG hér. Svara ekki í nótt, en seinna, þegar ráðrúm gefst til. Annars fellur boðskapur hans hér í grýttan jarðveg; skyldi engan undra.

Jón Valur Jensson, 4.5.2012 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband