Evru-vit Össurar - hraðferð inn í martröð

Össur utanríkis býður hraðferð inn i evruland, samkvæmt Samfylkingar-Eyjunni. Össur trúir blint á evruna og veðjar á stuðning þeirra sem stinga höfðinu í sandinn þegar veruleikinn afhjúpar sértrúarruglið.

Í Hollandi segir ríkisstjórnin af sér fremur en að fylgja forskrift ESB um lækkun fjárlagahalla. Forsetaframbjóðandi vinstrimanna í Frakklandi hafnar fjárlagabandalagi ESB, sem Þjóðverjar segja hornstein björgunaráætlunar evrunnar.

Die Welt segir um uppreisnina gegn evrunni í stórri fyrirsögn: Wenn das so weiter geht, ist die Euro-Zone am Ende.

 Angela Merkel kanslari Þýskalands stendur frammi fyrir martröð evrulands, segir í Telegraph

Hér á Fróni býður Össur upp á hraðferð inn í martröðina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætlar þetta engan endi að taka, um leið og maður slakar á yfir einum ósigri hans, kemur hann með nýtt útspil.  Ég er orðin svo leið á karlinum að ég veit ekki hvað ég gæti gert.... étið hattinn minn ef ég ætti einn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2012 kl. 18:22

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Má maður spyrja hvern fjandann þetta á að fyrirstilla?  Blindur leiðir blindan?

Hvað þýðir þetta nákvæmlega?

Jón Steinar Ragnarsson, 25.4.2012 kl. 23:18

3 identicon

Árinni kennir illur ræðari.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 08:20

4 Smámynd: Elle_

Merkilegt að 5. herdeildin hafi vitað um þetta fyrirætlaða ´skjól´Brussel og Samfylkingarinnar á undan fréttamiðlum.  Og varla var það komið enn fram í alþingi.  Þarna, 1+1/2 degi á undan fréttinni,  skrifaði hann í no. 3: - - - Eftir inngöngu í ESB er svo væntanlega hægt að fá einhvers konar skjól fyrir krónuna hjá ECB þangað til evran verður tekin upp. - - -

Elle_, 26.4.2012 kl. 11:00

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já bíðið nú aðeins við er búið að ákveða að skipa nefnd með ESB til að kanna styrk krónunnar ÁÐUR EN BÚIÐ ER AÐ LEGGJA ÞAÐ FYRIR ALÞINGI?  Er einhver hér í sólóleik?  Hvað segir 17. greinninn tekur hún bara á forsætisráðherranum?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2012 kl. 11:15

6 identicon

Össur stendur á fjóströð  ESB  ...ekki ætla eg i flórinn með karlaulanum...en þið ??.hvenar verður eitthvað gert her af alvöru og vitleysann stoppuð ,sem löngu var hægt  ef þessi þjóð stæði saman i einhverju !

rh (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 22:54

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég ætla allavega ekki í þann flór með Össuri. Mun berjast með öllu sem ég á til, að forðast að fara þarna inn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2012 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband