Stjórnmálakreppan og hvar Ísland á heima

Stjórnmálakreppan eftir hrun dýpkaði mið myndun ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. með því að stærsta álitamál seinni tíma stjórnmálasögu landsins var til lykta leitt með svikum þingmanna VG. ESB-aðild var hvorki með meirihluta á þingi né meðal þjóðarinnar.

ESB-umsókninni hefur verið svarað neitandi af þjóðinni. Við eigum ekki heima í Evrópusambandinu, - en hvar þá?

Hornsteinn utanríkismála lýðveldisins var herverndarsamningur við Bandaríkin og NATO-aðild. Hvorugt þjónar svarar lengur spurningunni um heimilisfestu Íslands í samfélagi þjóðanna. 

Liður í að leysa stjórnmálakreppuna er að semja trúverðugt svar við spurningunni hvar á Ísland heima. 

Utanríkismál verða mál málanna næstu ár og misseri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Ísland hefur herverndarsamning við Bandaríkin og eru aðilar að NATO og Sameinuðu Þjóðunum. Þurfum ekkert meir en það. Málið er að nú eiga allir þjóðhollir islendingar að standa saman um verndun sjálfstæðis Lýðveldisins Island.

Björn Emilsson, 22.4.2012 kl. 18:20

2 identicon

Ísland á heima í samfélagi þjóðanna.

Utan fastra innlimunarbandalaga, en í frjálsum samskiptum og viðskiptum við þá sem vilja og geta.

jonasgeir (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband