Margrét lærir stjórnmál

Búsáhaldabyltingin skolaði Margréti Tryggvadóttur á þing. Hún skrifar pistil í dag sem er þroskasaga stjórnmálamanns. Margrét er sorrí fyrir kauðska pólitíska sölumennsku í upphafi þings, þegar hún og Hreyfingin stunduðu hrossakaup við Össur um ESB-umsókn og Icesave.

En núna kann Margrét að bera kápuna á báðum öxlum. Hún skrifar um ESB-umsókn

Með því að slíta aðildarviðræðum núna, vegna meðalgöngu ESB í mál ESA, fyndist mér málið fyrst verða pólitískt og það á ekki að þurfa að verða það. Auk þess fengjum við aldrei botn í það hvort við gætum náð ásættanlegum samningi við sambandið, hvort við ættum að vera inni eða fyrir utan og sennilega yrði það heitt kosningamál árið 2017 hvort taka ætti upp viðræður að nýju. Nennum við því?

Margrét er elsk að ESB-aðild en þorir ekki að viðurkenna það. Í staðinn kemur heigulsleg moðsuða um að við ættum að halda áfram aðlögunarferlinu vegna þess að við ,,nennum" ekki að ræða ESB-umsókn þingkosningarnar 2017.

Margrét, þetta er ekki boðlegt. Ef þú nennir ekki stjórnmálum, hættu þá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Páll; og aðrir gestir, þínir ! Þökk; fyrir Veturinn, jafnframt !

Margrét Tryggvadóttir; hefir sannað sig í, að vera ómerkileg druzla, í öllum sínum sleikjugangi, við Brussel slektið, sem og Jóhönnu og Steingríms hjörðina.

Annarrs; má vart á milli sjá, hvorir eru meiri siðferðis sóðar, hinna nýju framboða : Dögun (Hreyfingin; innanborðs), eða Samstöðu lið; Lilju Mósesdóttur, konunnar, sem telur SJÁLFSAGT, að húseigendur gefi upp eigur sínar, fyrir Banka Mafíunni - og skríði síðan í skítnum, fyrir henni, með hinu forkastanlega lykla frumvarpi, Lilju.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 15:21

2 identicon

Dettur einhverjum í hug að hreyfingarfólkið muni kemba pólitískar hærur sínar eftir næstu kosningar?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 16:54

3 identicon

Sælir; á ný !

Kristján !

Nei; eftir á að hyggja, munt þú kollgátu góða eiga, ágæti drengur, þar um.

Með; ekki síðri kveðjum - en þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 18:58

4 Smámynd: Benedikta E

" kauðskur pólitíkus " toppar sig nú frá áður. Því líkt - tek undir með Kristjáni.

Benedikta E, 19.4.2012 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband