Sameining VG og Samfó

Veik staða VG og Samfylkingar kallar á umræðu sameiningu þessara flokka. Frjálshyggjuarmur Samfylkingar og fullveldissinnar í VG ekki eiga samleið. Jóhanna Sig. og Steingrímur J., aftur á móti, eru alveg til í að fórna flokksnefnum sínum.

Steingrímur J. er tilbúinn að gerast viljugt verkfæri ESB-sinna og Jóhanna Sig. tekur undir með öfga-grænum. Þá má nota kvótafrumvörpin til að þétta raðirnar.

Ögmundur, Guðfríður Lilja og Jón Bjarna. munu tæplega fylgja Þistilfjarðarpiliti en VG-þingmaðurinn í Samfó-felulitum, Árni Þór Sigurðsson, gerir það ábyggilega.  


mbl.is Sjö kvíslir vinstrimanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heyrst hefur að þau leiti nú að sameiginlegum formanni. Jón Gnarr er einn af þeim sem hefur verið tilnefndur.

Sigurður Þorsteinsson, 17.4.2012 kl. 13:47

2 identicon

Var búið að slá tillögu Hannesar Hólmsteins út af borðinu um sameiningu Sjálfstæðisflokksins og Framóknar ?

Sumir myndu sóma sér vel í þeim klúbbi með Ragnar Arnalds, Guðna Ágústssyni, Styrmi og Birni Bjarna að ógleymdum Dalakútnum formanni Hemssýnar.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 14:46

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Já sæll Jón Óskarsson, þetta hefur algerlega farið fram hjá mér. Þetta er snildar hugmynd!!! Þá væri hið rökrétta að leggja Fylkinguna og VG niður, þar sem allir aðrir en þessir ca. 5-10% kjósenda myndu sóma sig vel í einum flokki, en Fylkingin og VG yrðu gersamlega útundan í Íslenskum stjórnmálum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 17.4.2012 kl. 15:00

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Að mig minnir lagði sjálfur formaður Samfylkingar til á flokksfundi á síðasta ári að leggja SF niður. Væntanlega í þeim tilgangi að sameinast einhverju öðru afli.

Rökrétt að það verði þá Gnarr og Guðmundar-Steingríms flokkurinn, eins og Sigurður hér að ofan ýjar að.

Varla verður forystumönnum VG boðið með; þeirra fjaðrir eru orðnar of tætingslegar til þess að hald sé í.

Kolbrún Hilmars, 17.4.2012 kl. 15:15

5 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Ísland er hættulegt land... Ef það er ekki bölvað veðrið sem lemur á okkur... Þá er það landið sjálft, eða hafið sem bæði gefur og tekur... En meðan gefur er gnótt. Og drýpur þá smjörið útum allt...!

En eftir að hafa búið hérna í rúmlega 1200 ár hefur þjóð okkar orðið fremur einsleit og svipað hugsandi... Væntanlega vegna skyldleika...

Það, góðir hálsar, er framsóknargenið...! Sem, því miður, leynist í okkur öllum. Mismunandi langt á það en það er þarna, einhversstaðar, í okkur öllum... Trúið mér, meir að segja ÉG hef staðið mig að hugsa framsóknarhugsanir og þvílíkt horror... HORROR...! Að standa sjálfan sig að svoleiðis bulli...

En ég viðurkenni þó þörf okkar fyrir að hafa þennan genagalla í erfðarefnissundlaug þjóðarinnar... Því það er ekkert annað en framsóknarmennska að búa, og tolla við það, hérna á þessu stórhættulega skeri... Hvað þá að vera stoltur af því...!

Þetta er einsog með alkahólisma og svoleiðis sjúkdóma við verðum að læra að lifa með þessum, lífsnauðsynlega, galla í sinni okkar... Lifað s.s með veikleikanum en ekki afneita honum... Við verðum bara að þekkja sjúkdóminn...

Þannig að...

Þið eruð allir bölvaðir framsóknarmenn... Og tækifærissinnar frá helvíti...

Hehehe...!

Sævar Óli Helgason, 17.4.2012 kl. 15:42

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Segir krækiberið og ber sig bærilega.

Helga Kristjánsdóttir, 17.4.2012 kl. 17:29

7 Smámynd: Sólbjörg

Við sameiningu VG og samfó í einn flokk mun Jón Gnarr vera verðugur formaður - og Jón Frímann mætti alveg fá þá vegsemd að vera varaformaður. Trúi því í laumi að hann sé launsonur Jóhönnu og muni má miklum frama innan samfó.

Sólbjörg, 17.4.2012 kl. 18:34

8 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hvað verður um Árna Pál ???

Vilhjálmur Stefánsson, 17.4.2012 kl. 20:39

9 Smámynd: Elle_

Hinn kj.fori Björn Valur hlýtur að verða með.  Hann passar eins og púsluspil inn í landsöluna.  Nema honum verði sparkað fyrir óvanaleg hortugheit.

Elle_, 17.4.2012 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband