Evran veldur óstöðugleika

Evran er sterkur gjaldmiðill sem brýtur niður efnahagskerfi jaðrarríkja evrulands en þjónar Þýskalandi ágætlega. Evran er ekki byggð á hagfræðilegum grunni heldur pólitískri stefnu um að sameina Evrópu. Togstreitan þar á milli veldur óstöðuleika á fjármálamörkuðum.

Jaðarríkin í evrulandi eru í fjármálalegri og pólitískri upplausn. Evrópusambandið er ekki í stakk búið að leysa vanda jaðarríkja enda ekki hljómgrunnur fyrir stórfelldri fjárhagsaðstoð frá ríku Norður-Evrópuríkjunum til Suður-Evrópu.

Fyrr heldur en seinna verður Evrópusambandið og ráðandi öfl þar að taka ákvörðun: gefa núverandi evrusamstarf upp á bátinn eða smíða nýtt ríki Stór-Evrópu utanum gjaldmiðilinn. 


mbl.is Lækkun á mörkuðum í Asíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband