Bylting og gagnbylting

Vinstriflokkarnir komust til valda með búsáhaldabyltingunni. Samfylkingin þakkaði Sjálfstæðisflokknum traustið frá stjórnarmynduninni 2007 með því að senda Geir H. Haarde fyrir landsdóm. Gagnbyltingaröflin hafa náð vopnum sínum, Sjálfstæðisflokkurinn er með 38 prósent fylgi, og þá er að sverfa til stáls.

Ókyrrð í stjórnmálum varir lengur en efnahagskreppan í kjölfar hrunins. Stjórnmál eru ekki debet og kredit, þau eru meira en peningar þótt sumir starfi í stjórnmálum til að skaffa sér aðstöðu að græða peninga.

Krafa ungra sjálfstæðismanna um að flokkurinn starfi ekki með VG og ekki með Samfylkingunni er ávísun á kosningabandalag við Framsóknarflokkinn mínus einn eða tveir þingmenn þar sem studdu landsdómsmálið. 

Það er hægt að hugsa sér margt vitlausara en skýrari línur í íslenskri pólitík, þar sem kjósendur standa frammi fyrir vali á milli hægriblokkar og vinstribandalags.


mbl.is Myndi ekki ríkisstjórn með þeim sem stóðu að ákæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hægri og vinstri blokkir hvískra saman bak við tjöldin. Hreyfingin færir til leikmuni á sviðinu en áhorfendur eru löngu farnir. Það nennir enginn að horfa á þetta lengur.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 10:42

2 identicon

Enda er það skýrt að ekki er hægt að vinna með Samfylkingu og VG eftir þeirra stjórnartíð.  Afglöp þeirra og vanhæfni í störfum hefur kostað þjóðina mikið og nú er mál að linni.  Aldrei hefur verið jafn slök stjórn hér við taumana og við erum aðalshlátursefni út um allar trissur.  Jóhanna er versti leiðtogi í sögu þjóðarinnar og sennilega þótt víðar væri leitað.  Vinstri menn fengu sitt tækifæri og eins og við var búist tókst þeim að klúðra því á met-tíma.  Sjálfstæðismenn verða að komast til valda, bjarga því sem bjargað verður, fyrst og fremst koma í veg fyrir ESB viðbjóðinn. 

Baldur (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 13:31

3 identicon

vinstri stjórn komst loks að eftir að sjálfstæðisflokkurinn, vinir hans og frændur, hafði staðið fyrir einhverju athyglisverðasta þjóðarhruni í vestrænni sögu að mati ýmissa háskóla sem kenna hagfræði. þeir, vinstri flokkarnir, hafa síðan mokað flórinn þótt margir innan þeirra raða hafi hangið á skóflunni í þeim efnum. raunar hefur moksturinn gengið svo vel að við erum orðin aðdáunarefni margra sem mark er á tekið. nefni hér krugman, wolf og raunar financial times í heild sinni, sem og mitt uppáhaldsrit The Economist.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 13:56

4 Smámynd: Sólbjörg

Það gleymist alltaf að Samfylkingin var í ríkistjórn!!! Ofvöxtur bankanna olli hruni, ríkissjóður hrundi ekki neitt. Af hverju réði núverandi ríkistjórn bankamenn úr föllnum einkabönkum sem aðstoðarmenn ráðherranna?

Það hefur engin moskstur farið fram, bankarnir ráða og að þeirra undirlagi mun ríkistjórnin falla innan nokkurra vikna vegna fiskveiðifrumvarpsins. Steingrímur er þjóðinni stórhættulegur einræðisvaldafíkill sem mun ganga miklu lengra í að rústa fjárhag þjóðarinnar ef hann fær tækifæri til. Oddný er handbrúða á hans hendi. Markmið Steingríms er aukin eymd á öllum sviðum. Þjóðin búi við vesöld og hafi úr engu að spila nema alræði ríkissins. Eyðingarhvötin er alger. Það á að boða til kosninga strax.

Sólbjörg, 4.4.2012 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband