Föstudagur, 30. mars 2012
Hagvöxtur í pólitísku svartnætti
Ísland kemur undan kreppu betur en bjartsýnustu þorðu að vona. Merkilegast er þó að endurreisn efnahagslífsins tekst þrátt fyrir pólitískt öngþveiti á alþingi og lömunarveiki stjórnarráðsins. Hver er skýrningin?
Við búum að sterkum innviðum þar sem saman fer einsleitt samfélag, almennt traust á milli einstaklinga og hópa, jafnræði og bjargföst sannfæring að endurreisn á eigin forsendum sé farsælla en að segja sig til sveitar hjá Evrópusambandinu.
Og svo er það auðvitað krónan, bústólpi lýðveldisins.
Hækkar hagvaxtarspá sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var bara á nokkuð góðum grunni að byggja þrátt fyrir allt.
Það er því miður ekki verið að byggja á honum núna.
Bara hægfara niðurrif.
jonasgeir (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 09:46
Makríll og loðna eru það sem hefur skapað þennan hagvöxt - óvænt.
Besta ráðið teil að eika hagvöxt er að auka fiskveiðar. Farðu að kynna þér það mál Páll.
Kristinn Pétursson, 30.3.2012 kl. 10:08
þetta krónublæti þitt páll er að verða fyndið. bíleigendur þurfa nú að borga nær 270 krónur fyrir bensínlítrann. olíuverð í heiminum hefur samt lækkað um yfir 3% á liðnum mánuði. verðbólgan er vel yfir 6% m.a. vegna gengishraps krónunnar það sem af er ári. gengishraps sem hefur hækkað matarkörfu almennings töluvert. heldur þú virkilega páll að jón og gunna vestur í bæ telji krónuna vera einhvern "bústólpa" sinn í þessu ástandi. og það sem þú gleymir alltaf í þessu krónuþurgli þínu er að mjög ströng gjaldeyrishöft gilda í landinu, höft sem alla jöfnu ættu að halda gengi krónunnar uppi.
fridrik indridason (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 14:32
Höft sem alveg örugglega myndu halda uppi gengi krónu, væri nokkur einasta vitglóra í núverandi peningastjórn landsins Friðrik.
jonasgeir (IP-tala skráð) 30.3.2012 kl. 14:41
Hagvöxturinn kemur til af því að fólk er hætt að greiða húsnæðislánin sín og tekur út aukalífeyrissparnaðinn, þetta hvorutveggja fer í aukna einkaneyslu, sem eykur hagvöxt til skamms tíma. EN HVAÐ SVO??? Hagvöxturinn er ekki tilkominn vegna vaxtar í atvinnulífinu, auknum framkvæmdum eða auknum fjárfestingum.
Jóhann Elíasson, 30.3.2012 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.