Vigdís afhjúpar hræsni Jóhönnustjórnar og Þórs Saari

Krossapróf um hvort eigi kannski að hrófla við stjórnarskrá okkar er bráðnauðsynlegt að leggja fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu í sumar en það er harðbannað að spyrja þjóðina hvort hún vilji stunda aðlögun að Evrópusambandinu.

Ríkisstjórnin og Þór Saari eru sannfærð að hástig lýðræðisins er að þjóðin þreyti krossapróf um stjórnarskrá í viðtengingarhætti.

Vigdís Hauksdóttir afhjúpar lýðræðishræsni ríkisstjórnarinnar og viðhengisins með því að vekja athygli á máli sem ætti miklu heldur að fara í þjóðaratkvæði: afstaðan til ESB-umsóknar Samfylkingar. Takk fyrir það, Vigdís.


mbl.is Vill að kosið verði um ESB í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vigdís á þakkir skyldar fyrir baráttu sína. Hvað ætli sé svona áríðandi í drögum að stjórnarskrá,sem ólöglegt stjórnarráð setti saman. Stjórnin veit að henni bar að spyrja þjóðina um afstöðu hennar til umsóknar,áður en lagt var af stað. Fyrirsögnin "Vigdís afhjúpar hræsni Jóhönnustjórnar og Þórs Saari" er fullkomlega sönn, enginn getur mælt á móti því.

Helga Kristjánsdóttir, 28.3.2012 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband